Færsluflokkur: Bloggar
Úhh það er komið helgarfrí!! Plan helgarinnar er bíó í kvöld með Gilsa og svo árshátíð annaðkvöld. Gilsi búinn að vera veikur síðustu daga og ég e-ð slöpp núna (skrifa það samt á ofnæmi).
Annars fer allt að koma í ljós varðandi íbúðarmálin, ræðst allt í næstu viku, hvort ég kaup hlut míns fyrrverandi eða hvort íbúðin verði seld. Er svolítið á báðum áttum eins og er. Vil vera hér, en svo á hinn bóginn þá gæti ég losað mig við allar skuldir ef ég sel. En þá kemur náttúrulega að öpru. Leiguverð er alveg brjálæðislega hátt.. úff æji brýt heilann betur næstu daga.
En jæja bíó... held ég sé búin að setja persónulegt met í bíóferðum síðasta einn og hálfan mánuðinn..
Eigið góða helgi elskurnar *koss*knús*
Bloggar | 22.2.2008 | 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó jú ég fór sko í bústað um helgina... læt sko ekki smá golu og nokkur snjókorn hindra mig í því að fara í langþráða bústaðarferðina.
Ætlunin var að fara snemma af stað á föstudeginum, vorum búnar að versla og já... tilbúnar að finna allt til og ekki eftir neinu að bíða nema að Gilsi yrði búinn að vinna (15:00). En já orðnar spenntar og alveg að springa úr tilhlökkun yfir að komast í pottinn og liggja í leti... þá fengum við þær fréttir að heiðin væri lokuð. Ohhh ekkert smá sem við urðum fúlar, en komumst svo að því eftir svolítinn tíma að þrengslin væru opin.. og ákváðum að láta reyna á þau... drifum í að finna allt til... komum börnunum í bílinn og af stað fórum við. Fengum þær fréttir þegar við vorum að leggja af stað að búið væri að opna heiðina svo að ákveðið var að velja þá leið frekar.
En jú haldið var af stað og keyrt yfir heiðina í blindbil og hávaðaroki (en fyrir þá sem beiluðu að koma þá var bara smá gola og nokkrir regndropar). Ferðin yfir heiðina gekk klakklaust og öll leiðin upp á Flúðir gekk eins og smurt. Þá aftur á móti fór að halla undan fæti. Við nefnilega vorum að skutla börnunum hennar Stellu í Laxárdal, Þar sem var orðið dimmt og léleg lýsing þarna þá óvart fórum við framhjá beygjunni að bænum. Uppgötvuðum það eftir nokkra metra og þar sem við vorum á lítilli ferð þá ætluðum við bara að hægja á okkur og bakka.... en nei... bíllinn rann stjórnlaus út af veginum. Enda glæra á veginum og rigning ofan á allt saman. Sátum þarna fastar úti í vegkanti með þrjú lítil börn og var ákveðið að hringja yfir á bæinn í leit að aðstoð. Húsbóndinn á heimilinu koma og leit á aðstæðurnar og ákvað að renna eftir reypi og draga okkur aftur upp á veginn. Eitthvað hefur honum litist illa á það ráð sitt þar sem hann hvarf í smá tíma og mætti aftur á svæðið með gröfu sem fylgifisk.. grafan kippti okkur upp á veginn og vorum við þar með frjálsar. En þá vildi ekki betur til en að pallbíllinn sem annar bjargvættur okkar var á rann stjórnlaus og á bílinn minn Brotinn spegill, dælduð og rispuð farþegahurð og brotið afturljós....
Jæja náðum að skila börnunum af okkur og fengum að heyra það að að öllum líkindum væri ófært væri upp að bústaðnum. Og að kannski væri nú best fyrir okkur að fá björgunarsveitina til að ferja okkur þangað... nei nei við ætluðum að láta reyna á það að keyra þangað sjálfar. Gilsi beið eftir okkur uppi á Flúðum og var ákveðið að fara á öðrum bílnum uppeftir og minn bíll valinn þar sem allt dótið og allur maturinn var í honum.. Keyrum uppeftir og jú jú þetta leit ágætlega út.. þar til við snérumst heilan hring á veginum að bústaðnum.. .Þá aulaði Gilsi út úr sér að kannski væri betra að fara á hans bíl þar sem hann væri á nagladekkjum. Var því snúið aftur við að Flúðum og átti að flytja dótið yfir í hans bíl og koma sér svo upp í bústað.
En nei... Gilsi kall hafði læst bílnum eins og borgarbúa er vön og venja.... en einnig læst lyklana inni í bílnum. Nú voru góð ráð dýr. Þar sem ég þekki nú svolítið til á Flúðum þá fórum við í heimsókn til Úlfars (vinar pabba) og kom hann með okkur til að athuga hvort hann gæti ekki aðstoðað okkur í þessum hremmingum. Eftir smá tíma mætti gamall skólafélagi minn hann Árni á svæðið og eftir svolítið brölt og miklar tilfæringar úti í roki og rigningu þá tókst að opna bílinn. Ekki var hann Gilsi kátur út í okkur Stellu þar sem við sátum og hlóum mikið af tilfæringum þeirra og klaufaskap, tókkum myndir og höfðum gaman af.
En jú jú nú átti að fara af stað upp í bústað.. þar sem ég var orðin óþreyjufull eftir því að komast í bústaðinn þá keyrðum við á báðum bílunum uppeftir og tókum tilhlaup á brekkuna. Upp komumst við og fundum loksins bústaðinnn. Þá kom í ljós að það var torfæra upp að bústaðnum!! Óðum snjó upp að hnjám og duttum alloft þar sem leiðin upp að kofanum var brött og leiðinleg.. það voru því annsi langdregnar og þreytandi ferðirnar sem farnar voru upp.... En að lokum náðum við að koma öllu inn og það voru fegnir ferðalangar sem gengu frá dótinu og reyndu að ná hita í kroppinn.... enda tók ferðin frá upphafi til enda AÐEINS 5 KLUKKUTÍMA!!
Restin af helginni var yndisleg... pottalega, kúr yfir dvd, hlátur og kósíheit
Þó svo að allir hinir hafi beilað vegna veðurs.. þá áttum við þrjú YNDISLEGA helgi og höfðum mikið gaman af..
En eitt er víst... næst verður sko veðurspáin skoðuð vel (langtímaspáin) og kannski annar árstími valinn haha...
Bloggar | 10.2.2008 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er komið að því!!! Hin langþráða bústaðarhelgi mér er sama hvernig veðrið verður... ætla sko að njóta þess að slaka á og hanga í pottinum sama hvernig viðrar.... og ef ég þarf... þá moka ég mér leiðina austur fyrir fjall.... svo ákveðnar erum við vinkonurnar að fara og eiga kósí helgi barnlausar!! Er í fríi frá vinnu á morgun og fyrrpartur dags verður nýttur í að versla inn fyrir helgina og svo um miðjan dag ætlum við að rúlla af stað... og slökkva á símunum þegar á staðinn er komið.... þar sem við skutlumst með börnin hennar Stellu í pössun í leiðinni... þá þarf Gilsi kall að burra sér einn... iss hann er ekkert ósáttur við það þar sem hann getur tjúnað háværu tónlistina sína í botn og gargað með.... öss eitthvað sem mín gömlu eyru þola ekki hehe...
Þeir sem vilja kíkja í pottinn .....velkomnir hehe.... svo er alltaf hægt að skella sér út í snjókast eða eitthvað álíka skemmtilegt
Eigið góða helgi... njótið þess að vera til... KNÚÚÚÚSS
Bloggar | 8.2.2008 | 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vikan er nýbyrjuð hjá mér og ég er strax farin að bíða eftir helginni.. hehe týpísk ég (vinnuvikan hjá mér hefst á þriðjudegi). Planið er nefnilega að renna í bústað á laugardeginum í heimsókn til Kalla vinar míns. Við Gilsi ætlum að vera þar í góðu yfirlæti, fá gott að borða og já.. auðvitað sötra góðar veigar í pottinum.
Helgina þar á eftir erum við einnig að fara í bústað, en þá yfir heila helgi...jeiiiiijjjj ég verð barnlaus Ekki það að ég hafi eitthvað á móti börnunum mínum, nibbs... bara kominn tími á barnlausa helgi og það í kósýheitum í bústað... komið ár akkúrat núna síðan ég fór í slíka ferð í FYRSTA SKIPTIÐ!!
Vá hvað ég hef bara ekkert að segja, er heilalaus þessa dagana..... og þvílík bloggleti í gangi. Aldrei að vita nema ég fari að vakna til lífsins á næstunni... kominn tími til held ég barasta
Annars frétti ég af skilnaði í nánustu fjölskyldunni í dag og æji mér finnst það svo sorglegt Skilnaðir eru alltaf sorglegir, og við þessum bjóst ég nú eiginlega ekki við...
Farin að kúra yfir dvd... og jafnvel sofa smá... ta .ta honeys
Bloggar | 29.1.2008 | 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Váhh hef ekki alveg verið að standa mig hér... Bara eiginlega gleymdi blessuðu blogginu Svosem ýmsar ástæður fyrir því, bæði góðar og slæmar. Upp á síðkastið annsi góðar
Kíkti í afmælispartý til Stellu vinkonu í gær og var djöfla og engla þema í gangi. Auðvitað mætti maður eftir þemanu, en þar sem ég er mjög óákveðin manneskja þá mætti ég sem púkaengill... ss horn og geislabaug. Leyfði svo hornunum að standa eftir þar sem mér var nú sagt að þau færu mér betur... hmmm
Stoppaði frekar stutt í bænum, fórum bara heim að sofa eftir tveggja tíma stopp (já já ég veit, lélegur djammari). Dagurinn í dag var svo tekinn í algjöra leti og kúr. Þarf samt að læra að sofa út eftir djamm, eitthvað sem ég hef aldrei getað vanið mig á hehe.
Í fyrramálið er það svo miðill. Er að fara til Valgarðs Einarssonar miðils, og get ekki sagt annað en að ég er bæði spennt og kvíðin. Enda aldrei farið til miðils áður (spámiðils jú). En Gyða sem vinnur með mér hringdi og pantaði tíma fyrir okkur, verður spennandi að heyra hvað hann segir. Aldrei að vita nema ég skelli einhverju hingað inn á morgun
Eitt sem við vinkonurnar höfum verið að ræða upp á síðkastið. Hve mörg ár eru ok að fara niður á við þegar maður deitar gaur og hve mörg ár upp á við?? Endilega látið ljós ykkar skína, okkur vantar svo að fá önnur álit hehe
Bloggar | 21.1.2008 | 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ákvað á síðustu stundu að áramótunum yrði eytt fyrir austan fjall í bústað með mömmu og pabba. Eitthvað sem var að veltast um í kollinum á mér og börnin síspyrjandi hvort við færum til ömmu og afa. Og á endanum (bara rétt áðan) þá ákvað ég að pakka niður því sem nauðsyn væri að taka með og fara svo í sveitina á morgun.
Vona að þið hafið það öll sem allra best yfir áramótin. Gleðilegt ár (fyrirfram) til ykkar allra. Skjáumst á nýju ári sem ku vera 2008.
Bloggar | 31.12.2007 | 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja jólatréð var skreytt í kvöld af börnunum (mamman fékk þó það skemmtilega verk að setja seríurnar á). Verð nú bara að segja að ég hef sjaldan séð jafn fallega skreytt tré, enda á mikið af skrautinu smá sögu. Margt sem börnin hafa fengið í skóinn frá því þau voru lítil og heyrðist oft...."Ohh mamma ég man þegar ég var lítil og fékk þetta í skóinn".
Fórum í skötu til mömmu og pabba í dag, mættum þar þrjú systkinin að venju með fjölskyldur okkar (systir mín býr því miður úti á landi og vantaði því hennar fjölskyldu). Að vísu borðuðum ég og eldri börnin saltfiskrétt sem mamma útbýr alltaf fyrir þau okkar sem ekki borðum skötuna, og hann er hrein og bein snilld. Yngri dóttirin borðar aftur á móti skötuna með bestu lyst.
Á morgun verðum við börnin svo hjá foreldrum mínum. Ég hef aldrei upplifað aðfangadagskvöld án foreldra minna og börnin mín eru bara á því að amma og afi eigi alltaf að vera með okkur. Ég er víst eina systkinið sem er svona skrítin, en það er nú í lagi hehe einhver verður að sjá um það
Á jóladag hittumst við syskinin svo hjá mömmu og pabba í hangikjét og er þá oft mikið líf og fjör enda mörg börn á líkum aldri sem hittast þar.
Óska ykkur allra gleðilegra jóla og megi þið hafa það sem allra best yfir hátíðarnar.
Bloggar | 24.12.2007 | 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vá hvað það er crazy að gera í vinnunni þessa dagana. Sem er bara gott Elska að hafa nóg að gera og fylgja ánægðum viðskiptavini fram að meðferð lokinni. Eftir vinnu er svo oftast haldið niður í aðstöðu til að taka fleiri í smá yfirhalningu... fínt þar sem aurinn kemur sér vel fyrir jólin.
Er alveg tóm hvað ég get gefið börnunum í jólagjöf.... Algjörlega tóm. Að vísu langar eldri dóttluna í digital vél en ég bara hef ekki alveg komið mér í það að athuga hvort ég finni einhverja á viðráðanlegu verði Þarf allavegana að vera einföld og meðfærileg. Með hin tvö er ég svo gott sem tóm. hlýtur að koma þegar ég fer eitthvað á stjá í búðir... Mér bara leiðist búðarráp, og þá sérstaklega á þessum tíma. Vil bara vera heima og hafa það kósí.
Verð víst að baka nýja umferð af lakkrístoppum. Ekki vegna þess að þeir séu búnir. Nei dóttlan missti heilt stórt kökubox af þeim í gólfið og þeir fóru út um allt eldhúsgólf og í small (stóð uppi á stól). Lofaði greyinu þar sem hún var í öngum sínum að við myndum nú bara baka saman.
Börnin fengu öll út úr samræmdu prófunum í dag og mér sýnist þau nú bara hafa staðið sig annsi vel þessar elskur Nema hvað?
En já Sigrún, ef þig vantar lit og plokk. Þá er minnsta mál að redda þér því. Lætur mig bara vita
Bloggar | 19.12.2007 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þegar ég leyfi mér að vera bjartsýn um komandi tíma, þá bregst það ekki að mér er kippt aftur niður á jörðina. Eins og er langar mig ekkert að halda jól, bara leggjast upp í rúm og gráta frá mér allt vit. Eins og ég þoli ekki að skrifa vælublogg þá bara hef ég bara ekkert annað að segja eins og er.
Mig langar svo að geta spólað yfir nokkra mánuði, jafnvel ár og sjá hver staðan verður þá.
Bloggar | 18.12.2007 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fór og hitti lögfræðinginn minn í morgun. Er ekki frá því að ég hafi komið aðeins bjartsýnni og léttari út en ég fór inn. Hún er nefnilega hörku kona sem hefur gengið í gegnum svipaða hluti og ég er búin að vera að ganga í gegnum á árinu. Ég er þess fullviss og ákveðin í því að á nýju ári verði nýtt upphaf og léttara yfir öllu, allavegana þegar líða tekur á árið, þar sem ég veit að upphaf ársins er uppskrift að frekari leiðindum því miður.
Pabbi barnanna segist staðráðinn í því að fara að sinna þeim betur. það er bara svo erfitt þegar þau eru svo sár og finnst þeim hafnað. Fyrir utan það að það er margoft búið að segja það að sambýliskona hans vill helst ekkert af þessum börnum vita og vill ekki fá þau á sitt heimili. Finnst svo sárt að vita það að einhver hugsi svona til barnanna minna sem eru svo ótrúlega ljúf og góð. Sérstaklega þar sem hún vissi þegar hún fór út í þetta samband að hann átti þessi börn (og að vísu konu en það er annað mál).
Og enn sárara finnst mér að vita að pabbi þeirra hafi mest megnis í rúmt ár leyft henni að stjórna þessu algjörlega. Langar allavegana að trúa því að hann hafi ekki valið það algjörlega sjálfur að hunsa börnin. Enda veit ég að þarna innst inni er góður maður, sem því miður er bara ekki alveg í jafnvægi alltaf. Og er ósáttur við þá ákvörðun sem hann tók og enn ósáttari við það að það verður engu breytt.
Í dag fékk ég Gústu vinkonu og mömmu hennar í snyrtingu til mín. Þær eru alltaf jafn yndislegar og gaman að fá þær í heimsókn. Þær færðu mér jólakort sem þær sögðu að ég mætti alls ekki opna fyrr en þær væru farnar af svæðinu. Ég varð nú örlítið forvitin og jahh þegar þær voru farnar, ég búin að ganga frá og svona þá opnaði ég kortið. Í kortinu var ásamt ótrúlega fallegum kveðjum 12500 krónur sem þær voru að gefa mér Ég bara á ekki enn orð yfir því hvað þær eru sætar í sér og þær fá enn stærra knús næst þegar ég hitti þær, en þær fengu í dag.
Fór með börnunum og við keyptum þær gjafir sem eftir voru, það eru tvær gjafir eftir fyrir utan þeirra gjafir það er til afa Péturs og svo föður ömmu og afa þeirra. Bökuðum svo saman smákökur og núna rétt í þessu var ég að klára að baka sykursjokk eins og ég kalla lakkrístoppa (marengstoppa). Litlu jólin á morgun og börnin verða jú auðvitað að fara með heimabakaðar smákökur.
hörku vinnuvika framundan þar sem það verður fullbókað og meira til alla dagana þar sem það eru jú að koma jól og flestar skvísur vilja vera fínar yfir hátíðarnar.
Passið ykkur að fara ekki yfir um í jólastressinu, njótið þess að vera saman, fá ykkur heitt kakó á röltinu og njóta fallegu ljósanna.
ta ta
Bloggar | 18.12.2007 | 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)