Færsluflokkur: Bloggar

Nokkur orð frá einni léttgrillaðri á Spáni

Jæja dagur 5 senn að renna upp (tek ekki komu dag með þar sem við komum svo seint).  Erum orðin létt grilluð hér í sólinni enda fór hitinn í 36 gráður í skugga í gær! Og ég sem er nú engin svaka sólarglenna og dæturnar tvær svo ljósar á húð og hár að ég geri varla annað en að bera á þær.  Annars sýnist mér nú eldri dóttlan vera að svíkja lit! Hún sem alltaf hefur verið með skjannahvíta húð er barasta orðin brúnni en ég!!  þarf svosem ekkert mikið til þar sem ég verð aldrei neitt voðalega dökk, og brúnkan er nú ekkið aðal málið hér, heldur skemmtuninSmile

Meðal þess sem við erum búin að gera á þessum dögum er að fara á ströndina, tvo stóra útimarkaði, fara í verslunarferð í moll hér og skólafötin keypt í H&M, auðvitað trilljón sundferðir, út að borða, fórum á stunt sýningu (áhættuatriði eins og eru í bíómyndum, svaka fjör) og á morgun verður svo farið í vatnsrennibrautagarð þar sem mútta gamla mun renna af sér botninn af brókinni svona að venju þar sem hún er óð í þetta dótarí.  Svona svipað og með rússíbanana í tívolíunum, hún bara verður að prófa þá allaTounge  En já það verður síðar í vikunni, áður en systa fer heim með sína fjölskyldu.  Hún er því miður viku styttra en við.

Annars villtist mín svolítið svakalega hér í kvöld.  Systa og co er með hús á leigu slatta langt frá okkur og hafði ég aldrei keyrt þangað sjálf og bara einusinni farið þangað sem farþegi.  En jú jú mín skutlar systu heim og brósi sem einnig er með hús þar nálægt keyrir á undan.  Allt í lagi með það.  En já þegar komið er að því að halda heim á leið aftur er ég spurð hvort ég vilji ekki að brósi keyri einhvern spöl á undan mér til að auðvelda mér það að rata út á hraðbrautina.  Nei nei ég hélt nú ekki!! Ég fer af stað og til að gera langa sögu stutta þá varð ég rammvillt þarna á einhverjum tímapunkti, en þrjóskan gerði það að verkum að ég þrjóskaðist við, ætlaði sko ekki að verða að athlægi með því að þurfa að láta bjarga mér!! En eftir þónokkurn tíma og nokkur símtöl frá systu (sem ég svaraði ekki nema einu sinni til að segja, heyri í þér síðar) þá komst ég loksins á rétta braut og það var frekar pirruð kella sem renndi heim í hlað, en ótrúlega fegin þó að hafa komist á leiðar enda.  Leit svo á símann minn þar sem skilaboð frá systu.. .á þá leið að ég ætti að láta vita af mér þegar ég kæmi heim þar sem hún hefði miklar áhyggjur af mér... hehe

En hendi einhverju inn síðar.... kveðja frá Spáni


Á leiðinni í sólina.....

Spánn á morgun og ég ekki enn byrjuð að pakka.  Spurning um að skella sér í það hvað úr hverju.

Bless í bili....aldrei að vita nema það komi eitthvað frá mér úr sólinniCool Og aldrei að vita nema maður tími að senda ykkur smá sólarglætu hingað í rigningunaTounge

 


upp... upp.. upp á fjall... upp á fjallsins brún....

Mig hefur lengi langað til þess að ganga Esjuna, en einhverra hluta vegna hefur aldrei orðið af því. Í dag (ætti víst að segja í gær þar sem það er komið yfir miðnætti) þá fórum ég, börnin og hundurinn í þessa fínu gönguferð upp Esjuna.  Mikið höfðum við nú gaman af þessu og var ákveðið að við skyldum endurtaka leikinn aftur síðar. Meira að segja hundurinn sem eftir gönguna fékk titilinn skítugasti hundur Íslands samþykkti það með ákveðnu geltiCool  Nú er bara að bíða og sjá hvort ég verði göngufær næstu daga, býst svosem alveg við því að harðsperrur geri vart við sig hehe.  Til að toppa allt þá hringdi systir mín til að athuga hvort það hefði nokkuð verið ég sem hefði verið sótt upp á Esjuna hehe, trúin sem fólk hefur á manniWhistling

En læt fylgja nokkrar myndir úf göngunniSmile

Picture 695Picture 752Picture 697Picture 692

Picture 718Picture 738Picture 757Picture 747

 


Verslunarmannahelgin....

Átti rólega og góða helgi.  Ég og börnin kíktum ásamt hundinum í sumrbústað foreldra minna.  Vorum þar í rólegheitum og höfðum það kósí.  Fórum síðan af og til yfir á Flúðir þar sem við fylgdumst nú með hinum ýmsu skemmtiatriðum s.s. traktorstorfæru, furðubátakeppni og fleiru.  Fórum á grænmetishlaðborð, handveksmarkað, varðeld og brekkusöng, grilluðum sykurpúða við rónaeld og jáhh eitthvað gerðum við nú fleira.

Samt var nú mest kósí að vera bara fjögur saman (fimm með hundinum margumtalaða) Í bústaðnum.  Bakandi vöfflur sem snæddar voru með ferskum jarðaberjum, súkkulaðiglassúr og rjóma, grilluðum og fleira fínerí. Ákvað nú samt að halda heim á leið og eiga frídag verslunarmanna heima í rólegheitunum. Búin að ganga frá öllu dótaríi og þvottur hafinn... svo er bara að fara að henda einni og einni flík ofan í tösku svona fyrir spán...

Talandi um Spán, þá er ég svakalega flughrædd.  Svo flughrædd að mig langar nú eiginlega mest að hætta við það að fara.  Eitt sinn var ég að fara til Prag og flogið var með tékknesku flugfélagi (get ekki stafsett né sagt nafn flugfélagsins), en mín las það sem crash airlanes rétt áður en ganga átti um borð, það þurfti svo gott sem að draga mig um borð í þá vél *hóst* Blush

En hafið það sem allra best, ég ætla allavegana að reyna það....

túrílú...


Er víst ekki nógu litrík :P

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef ofboðslega plain fatasmekk.  Ég er mest fyrir svört föt, en jú jú litir inn á milli en þá allt einlitt.  Er ekki mikið fyrir mynstur og glysBlush  En jæja þar sem það er rétt rúm vika í spánarferðina þá dró hún mútta mig í smá verslunarferð í dag, vitandi hvernig dóttir hennar er.  Í raun dró hún mig og eldri dóttluna í verslunarferð þar sem við erum báðar voðalega fátækar af fötum sem hennta hlýju veðri hehe.

Dóttlan kom heim hlaðin, sætum bolum, pilsum og fleiru fíneríi sem við fengum á fínu verði. Ég.... já ÉG... kom heim með tvo sumarlega og litskrúðuga kjóla sem ég ætlaði sko EKKI að máta.  Mútta hætti ekki fyrr en ég mátaði og keypti mér kjóla.  OMG ég er sko ekki kjólatýpa, hvað þá mynsturkjólatýpa.. En ætli ég láti mig ekki hafa það svona þar sem ég verð fjarri flestum sem ég þekki (að vísu fjölskyldan öll á svæðinu).  Mútta tók svo loforð af mér að hirða þá svo að ferðinni lokinni.  Það skondna er að ég er mjööööög hávaxin eða 182 cm á hæð en mútta er 20 cm lægri haha.  Ekki alveg að sjá hana fyrir mér í kjólunum fínu.

Afrekaði einnig að kaupa mér bikinítopp, hann var á heldur skárra verði en herlegheitin sem áttu að kosta 10.000 krónur, og fékk ég hann á 1200 krónur.  Bara nokkuð sáttCool

Nú vantar bara sandala á okkur liðið og svo pössun fyrir voffa litla..... því greyið fær víst ekki að koma með..


10 rómantísk ráð

Hehe ég er algjör sucker fyrir rómantík.  Er samt ekki sú allra rómantískasta sjálfTounge Það kemur nú kannski einn daginn ef ég kynnist mr right guy (ef hann er þá til haha).  En Ég hef alltaf haft svolítið gaman af eftirfarandi "ráðum" því að ég sé nú ekki hinn týpíska karlmann fyrir mér farandi eftir þessum ráðum.  Kannski að þeir myndu notfæra sér eitt og eitt atriði.  En varla öllCool 

 

10 Rómantísk ráð


Gefðu ástinni 12 rósir. Ellefu rauðar og eina hvíta. Láttu kort
fylgja með sem á stendur: Með þessum rósum munt þú sjá að
það er aðeins ein sem stendur upp úr ...og það ert þú.

Taktu sjónvarpið úr sambandi og settu miða á skjáinn sem á  stendur: Kveiktu frekar á mér í kvöld ástin mín.

Skrifaðu fallegt ástarbréf og sendu það í pósti. Skrifaðu miða með sem á stendur t.d. "Ég elska þig". Klipptu það niður í pússluspil fyrir makann til að raða saman.

Klipptu stjörnuspá makans úr blaði dagsins. Skrifaðu miða sem á stendur "Ég ætla að sjá til þess að stjörnuspáin þín rætist í dag" Þú getur afhent miðann t.d. áður en þú ferð í vinnuna.

Settu smáuglýsingu í Fréttablaðið sem aðeins þið skiljið. T.d. afmæliskveðja eða merkan dag í sambandinu. Segðu makanum síðan að kíkja á dálkinn í blaðinu.

Bjóddu makanum út að borða. Bittu fyrir augun og keyrðu um þannig að áfangastaðurinn verður óvænt ánægja. 

Stjanaðu við makann og láttu renna í baðið. Notaðu næga freyðisápu. Skrifaðu fallega ástarjátningu á miða og settu miðann í flösku með korktappa. Settu flöskuna síðan í baðið. Einnig er sniðugt að skrifa í leiðinni "Ég elska þig" á baðherbergisspegilinn með sápu.

Taktu rafmagnið af íbúðinni. Láttu slóð af logandi kertum liggja inn í svefnherbergið. Vertu tilbúin í svefnherberginu þegar makinn kemur

 


Letihelgin mikla...

Til að vega aðeins upp á móti letinni sem hefur ráðið ríkjum hjá mér um helgina þá fórum við Rocco í langa og góða gönguferð um Elliðárdalinn í hellidembu.  Komum bæði rennandiblaut, en ótrúlega fersk og fín til bakaCool

Ég semsagt var barnlaus þessa helgi, og helgin var einhvernvegin svona. 

Föstudagskvöld: tók mér dvd myndir, setti aðra þeirra í tækið horfði á byrjunina, sofnaði og vaknaði við endinn.  Hina er ég enn ekki búin að horfa á.Tounge

Laugardagurinn: kúrt aðeins, fór í heimsókn á skagann, kvöldinu var eytt í leti heima (hvað er það með mig og letina??).

Sunnudagur: Fersk og fín á fætur, smá bæjarsnatt, leti og gönguferð um Elliðárdalinn með hvutta.

Annars er ég svona að gæla við það að fara að hreyfa mig svolítið meira hehe.  Langar svolítið að fara að finna mér einhverjar gönguleiðir til að fara.  Maður hefur nú asskoti gott af þvíCool  Bara spurningin að gefa sjálfri sér gott spark í rassgatið og koma sér af stað!!

En næst........ pizzabakstur og að sækja blessuð börnin.  Verður ljúft að fá þau aftur heim, enda allt of rólegt þegar þau eru ekki hérTounge


Mig setur hljóða....

Morð á Íslandi um hábjartan dag, á fjölförnum vegi!! Hvernig er litla landið okkar eiginlega að verða?Crying  Var akkúrat á ferðinn þarna og sá allt morandi í lögreglum, börnin mín á ferð þarna nálægt og mig verkjaði bara í hjartað.

Votta aðstandendum mannsins sem fyrir árásinni varð, alla mína samúð.  Þó svo þeir lesi þetta eflaust ekki.  Vona að mennirnir sem að glæpnum stóðu finnist fljótt og verði kyrfilega lokaðir inni.


Heilastarfsemi í lágmarki þessa dagana....

Jáhh ekki hef ég alveg verið að standa mig hér í bloggheimum.  Djöfulsins leti og ræfilsskapur er þettaWhistling 

Helgin að nálgast, krakkarnir fara í fyrsta skiptið yfir heila helgi til pabba síns, og munu vonandi hafa gaman afSmile  Sjálf ætla ég að liggja í leti, glápa á stelpumyndir, kíkja í eins og tvær heimsóknir á skagann sem ég er búin að lofa mér í (aldrei að vita nema sú þriðja bætist bara við Blush).  Ég sem rata ekkert nema í eina götu þarna á Skaganum og þykist ætla að finna tvær til viðbótarBlush

Skelli kannski einhverju inn á morgun eftir vinnu ef einhver öflugri heilastarfsemi verður í gangi.... Díll?Cool


vont, verra, verst, verstastastast

Omg!!! Fór voða fín tilhöfð og lét taka af mér passamyndir fyrir nýtt ökuskírteini.  Þegar ég fékk að velja úr myndunum þá gat ég valið úr ömurlegum myndum, ennþá ömurlegri myndum og hræðilega ömurlegum myndumFrown  Endaði á því að benda á eina og muldraði.... þessa og dæsti.  Fór svo í svona ljósmyndaklefa og tók af mér mynd sjálf......skömminni skárri þó svo gæðin hafi ekki verið þau sömu.

Og svo skilur fólk ekki afhverju ég er vanalega á bakvið myndavélina en ekki fyrir framan!!!Blush


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband