Jáhh hérna einu sinni þá þóttist ég blogga. Hef ekki gert slíkt í langan tíma en ákvað að prófa aftur. Hver veit nema ég hafi barasta gaman af þessu og hafi af og til frá einhverju að segja öðru en að ég hafi nú skellt í þvottavélina, sett í þurrkarann, eldað, farið út með hundinn eða þaðan af skemmtilegra hehe.
Á þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní saknaði ég eins, ég heyrði aldrei þjóðhátíðarlagið reyndi að raula það í kollinum og fyrir börnin. En ómæ ég er greinilega farin að ryðga illilega því að ég komst nú ekki langt með lagið.
Drösluðum okkur í bæinn og það voru klístruð og þreytt börn sem komu heim með mér um kvöldmatarleitið og mikið varð ég nú sátt að heyra það að tvö að þremur vildu bara alls ekki fara á tónleikana um kvöldið (eins og allir vita þá er það meirihlutinn sem ræður og ég held meira að segja að hundurinn hafi gefið neikvætt svar).
Annars var mér tjáð að ég væri greinilega orðin ellismellur, allavegana lélegur djammari og algjör letingi. Því að á laugardagskvöldið þá fékk ég 4 símtöl þar sem verið var að reyna að draga mig á djammið (þar af var eitt frá kunningja mínum sem býr í dk og er í stuttri heimsókn hér heima), eitt símtal þar sem mér var boðið í heimsókn og svo ætlaði nú vinur minn að kíkja í heimsókn á mig. Til að gera langa sögu stutta þá sat sú gamla heima aaaaaaaaaaaaaalein þegar börnin voru sofnuð og gerði varla neitt. Ohh helgarnar hjá mér einkennast sko að lífi og fjöri
Annars fyrst ég er byrjuð að blaðra. Þá gerðist nokkuð skondið í vikunni. Dóttlan mín sem er á 12. ári fékk hvorki meira né minna en tvö ástarbréf þar sem hún var beðin um að byrja með þeim sem sendu bréfin hehe. Þessir guttar voru báðir búnir að tjá dóttlunni ást sína og komu á hverjum degi og spurðu eftir henni og bróður hennar. Mér fannst þetta nú svolítið sætt og var smá að grínast með þetta við skottuna. En nei henni fannst þetta nú ekki par fínt!!! Reif bréfin í tætlur og í ruslið fóru þau!! En um leið og mér fannst þetta nú sætt þá fékk ég sjokk yfir því hvað "krílin" mín eru að verða stór....... er enn að jafna mig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.