Jæja þá er maður búinn að sjá Skrekk hinn þriðja. Fjölmenntum á myndina og held ég að allir hafi haft gaman af
En já ég er ein af þeim sem mætti nú alveg taka mig á í líkamsræktinni, losa mig við einhver kíló og koma mér í form. Ég er líka ein af þeim sem er kannski einum of góð við sjálfa mig hehe. Jú jú þegar ég fer í sund þá syndi ég minn kílómeter en það er held ég bara allt sem ég held ég geti sagt um mína líkamsrækt *hóst*
Nú er málið að bretta upp ermarnar, taka fram hjólapumpuna, hjólið, gönguskóna, línuskautana (hlífarnar, hjálminn og púðann fyrir afturendann) og gera eitthvað í málunum. Þýðir ekkert að væla yfir spikinu ef maður situr svo á rassgatinu og gerir ekkert í málunum. Ekki satt?
Í byrjun ágúst er ég víst að fara til spánar með allri stórfjölskyldunni og sé ég fram á að vera eins og hvalur á ströndinni (hvalreki ölluheldur). Dóttlan mín sagði að við þyrftum nú að fá okkur bikiní til að verða sætar og fínar í sólinni. Jú jú bikiní skulu þær fá en múttann ætti nú helst að fá sér heilan galla, gæli við svona blautbúning bara
Athugasemdir
Ji minn... hvar fannstu þessa mynd af mér??? ekki mín besta hlið, enda hef ég alltaf sagt að grænn sé ekki minn litur.....
gangi þér vel með bloggið, ég er komin í sumarfrí með mitt eftir aðeins of erfitt vor
tjátjá, Lára & co
Lára Antonía (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:02
já gróf þessa mynd upp af okkur from the old days þegar við vorum þvílíkar megagellur og allir kk gjörsamlega slefuðu á eftir okkur, man ekki betur en að þú hafir nú náð að heilla einn þeirra þannig að nú er hann þinn
Vona að það komi betri tímar hjá þér fljótlega *kossarogknús*
Sólrún (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.