Athyglin.... ekki alveg að gera sig....

Þar sem ég var að tala um aukakíló í síðasta bloggi þá datt mér eitt í hug.  Karlmenn eru svona yfir höfuð þeir sem taka vanalega minnst eftir útlitsbreytingum.  Stundum held ég að ég sé í raun meiri karlmaður en kvenmaðurBlush

Góður vinur minn sem ég hitti mjög reglulega, sagði stoltur við mig fyrir stuttu "Sólrún ég er búinn að léttast um 15 kg frá því við kynntumst" (rúmir 6 mánuðir). 

ÉG: horfi svolítið á hann, jáhh

Hann: Sólrún!! þú hefur ekkert tekið eftir því að ég hef grennst!!

ÉG: Jú jú, skohh, hérna má ég aðeins sjá?

Hann: Sólrún!! Ég trúi þessu ekki!!! Maður þrælar sér út og þú bara tekur ekki eftir neinu!!

Ég: Æji elskan þú ert alltaf jafn sætur skohhJoyful

Hann: Já já reyndu bara að bjarga þér út úr þessu stelpa... er nú samt svolítið sár sko, tekur ekki eftir breytingum...

ÉG: hey ég tók eftir því að þú klipptir þig einu sinni!!!! svaka stolt sko

Hann: já elskan þú ert æði!! dæsir...

Hér eftir mun ég sko grandskoða og fylgjast vel með öllum vinum mínum, svona til þess að klikka ekki á því ef einhverjar breytingar verða á þeim Tounge Megið líka alveg maila eða smsa til mín ef þið vitið af breytingum á einhverjum í kringum mig.... þá get ég brugðist rétt við..Díll???Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband