Sunnudagur til sælu... smá hugrenningar í byrjun dags...

Sá mynd í gærkvöldi sem heitir Crach.  Svo sem ekki frásögu færandi nema það að í þessari mynd er einbeitt sér að kynþáttarfordómum í mörgum myndum.  Fordómum hvíta mannsins í garð þess svarta, þess svarta í garð þess hvíta, sem og fordóma í garð kínverja (austurlandabúa), indverja, mexicana og svo framvegis.  Kom nú svolítið við mann að sjá þetta svona, og vakti mann til umhugsunar.  Hvernig ætli fólk af erlendu bergi brotnu, þá sérstaklega litað fólk upplifi fordóma hér á Íslandi?? Ætli það sé mikið um það að fólk lendi í slæmum kynþáttafordómum sem jafnvel hafa áhrif á líf þeirra hér?FootinMouth Maður fer svona að spá.....

Get allavegana sagt það að í stigagangnum mínum hafa búið og búa persónur af ýmsum þjóðernum, austurlandabúar, portúgalir, dökkt fólk (ekki viss hvaðan þau eru) og svo framvegis.  Þetta er hið yndislegasta fólk bara.  Auðvitað einn og einn svartur sauður í hjörðinni, en þannig er það nú líka með alla aðraWink

Jamm Sólrún aðeins að hugsa á sunnudegi.... sit hér með hundinn mér við hlið og er að reyna að koma mér í að rumpa af einhverjum smá hreingerningum hér.  Er barnlaus og jahh eitthvað voðalega löt og léleg. Morgunmaturinn og hádegismaturinn samanstóð af bland í poka sem borðast átti með myndinni í gærkvöldi, pepsi maxi og til að hafa eitthvað hollt með þá tók ég inn spirulinað mitt.....LoL Hefði kannski átt að skella í mig einum af breezerunum sem ég keypti fyrir djammið sem ég nennti svo ekki á, bara svona til að fullkomna óhollustuna í máltíðinniBlush

Spurning um að skella sér bara í laugarnar á eftir, fá kannski smá lit á kroppinn og njóta útsýnissinsTounge Einhver með???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð. Takk fyrir addið :)

Ætlaði bara að kvitta...en jámm ég verð líka að fara að kíkja á þig :)

En verðum í bandi ble Sif.

Sif (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Óskar

Fullt af fordómum hérna. Er endalaust að sjá það alls staðar í kringum mig. Stend sjálfan mig oft að því að horfa á austurlandabúa og hugsa um hrísgrjón. Kannski er það vegna þess að flest kynni mín af asíubúm hér á landi hafa verið neikvæð. Erlendis hefur það ekki verið svo

Óskar, 24.6.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband