Mömmumúsin orðin 9 ára.....

Þar sem það er komið fram yfir miðnætti og 25. júní runninn upp, þá á hún Aníta Ýr mömmumús eins og hún kallar sjálfa sig 9 ára afmæli.  Reyndar verður hún ekki 9 ára fyrr en 14:59 í dag, en fær snemmbúið afmælisblogg.

  Ótrúlegt að litla barnið mitt skuli hafa stækkað og elst svona fljótt, finnst sem hún sé nýfædd, svo stutt síðan hún fékk fyrstu tönnina, tók fyrstu skrefin, en orðin svona stór og sjálfstæð.  Svo stór og sjálfstæð að núna er hún fyrir norðan hjá Systur minni og eyðir afmælisdeginum fjarri mömmu sinni í fyrsta skiptið, og mömmuhjartað er ósköp lítið núna.

                       Til hamingju með daginn snúllan mín *kossar og knús*

mynd_sZRkjX

                                Læt fylgja með mynd af snúllunni :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

Takk takk

Sólrún, 25.6.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með daginn og prinsessuna

Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 11:50

3 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Til hamingju með litlu stóru stelpuna, þau vaxa allt of hratt sem er óskiljanlegt þar sem við eldumst ekki neitt :).

Helga Auðunsdóttir, 25.6.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Sólrún

Hehe segðu, börnin þjóta upp en við stöndum bara í stað   Finnst ég nú ekkert miklu eldri núna en fyrir 9 árum  Ætli þau nái manni ekki bara að lokum hehe....

Sólrún, 25.6.2007 kl. 12:20

5 Smámynd: Óskar

Ég óska mér til hamingju með "litlu" frænkuna mína....og ykkur sömuleiðis

Óskar, 25.6.2007 kl. 16:25

6 identicon

Til hamingju með snúlluna þína! Já, held það sé rétt hjá þér, þau ná manni að lokum bara :P

Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:50

7 Smámynd: Sólrún

takk takk öll sömul, samt skrítinn afmælisdagur þar sem þetta er í fyrsta skipitð sem afmælisbarnið er ekki hjá mér á þessum degi

En Sigrún, já ekki spurning um að þau nái okkur, því þú veist að við eldumst ekki svona hratt

Sólrún, 25.6.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband