Þegar ég heyri um atvik sem þetta. Mér er það með öllu óskiljanlegt hvernig manneskja getur misþyrmt saklausu og varnarlausu dýri. Á barnaland.is hefur í þónokkurn tíma verið auglýst eftir smáhundi sem týndur var á Akureyri. Litla krílið fannst ekki þrátt fyrir mikla leit, eigendurnir voru meira að segja búnir að sofa úti í von um að finna hann (á stöðum sem hann hafði sést á).
Forsagan er sú að Lúkas eins og hundurinn hét var nýkominn úr vönun, var vankaður og ringlaður. Einhvernveginn nær hann að sleppa út og þar með sáu eigendur hans hann ekki aftur, fyrr en hann fannst lífvana þetta grey. Honum hafði þá einfaldlega verið misþyrmt til dauða af kaldlyndri manneskju. Las það að hundgreyið hefði verið sett í íþróttatösku og svo sparkað í hana þar til allt líf var úr hundinum. Ég vil ekki fara nánar út í það að segja frá þessu, enda bara lesið mér til frásagnir annara. En svo virðist sem atburðurinn hafi náðst á eftirlitsmyndavélum á staðnum.
Búið er að nafngreina meintan dýranýðing á netinu, símanúmer, heimilisfang og ýmsar upplýsingar komnar fram. Hótanir berast á heimasíðunni hans og jáhh fólk er almennt reitt, sem mér finnst ekkert skrítið. Því að þetta er eitt það ógeðfeldasta sem ég bara hef lesið lengi. Sjálf vil ég ekki setja þessar upplýsingar hingað inn. Ekki alveg minn pappír.
En ég vona að sá sem hafði það í sér að murka lífið úr litlu saklausu dýri fái dóm fyrir verknaðinn. Því miður er það samt svo að dómskerfi Íslands er nú ekki þekkt fyrir það að dæma hart, hvorki fyrir glæpi sem þessa, barnaníð eða morð. Ótrúlegt en satt.
Það vita þeir sem eiga hunda að þeir tengjast fjölskyldunni miklum tilfinningaböndum og verða oft á tíðum eitt af börnunum. Viðurkenni sjálf að minn hundur er í raun eins og eitt af mínum börnum, og hann gefur okkur svo ótrúlega mikið með því einu að vera til. Því skil ég ekki hvernig nokkur manneskja getur framið verknað sem þennan!!
Mynd af Lúkasi litla
Flokkur: Bloggar | 28.6.2007 | 01:54 (breytt kl. 01:59) | Facebook
Athugasemdir
Ógeð
Óskar, 28.6.2007 kl. 10:45
Já hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá manneskju sem gerir svona viðbjóðslega hluti!!! Kemur bara ekkert annað til greina!!
Sólrún, 28.6.2007 kl. 12:27
samkv. sálfræðingum á persóna, sem misþyrmir dýrum svona, við mikla sálræna erfiðleika að etja og reiði. Þetta er hræðilegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 13:36
Bara sorglegt að þetta skuli vera til í þjóðfélaginu okkar. Hvort sem það er misþyrmingar á mönnum eða málleysingjum.
Helga Auðunsdóttir, 28.6.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.