"Flottur" gaur í band í rass sundfatnaði :P

Ég var spurð að því í gærkvöldi hvort ég vildi ekki kíkja í Nauthólsvíkina í dag, þar sem það yrði heiðskýrt og gott veður.  Jú jú mín hélt það nú.  Ég og sonurinn (stelpurnar eru enn fyrir norðanBlush) fundum til teppi, sundföt á guttann, handklæði, Ipod, bækur, fötur, skóflur og allt það sem gæti gagnast manni á ströndinniTounge  Héldum svo í bakaríið þar sem við versluðum eitthvað gúmmelaði og örlitla hollustu í formi grófs brauðs.

Jæja í Nauthólsvíkina fórum við og fundum okkur þetta fína svæði.  farið var í að bera sólarvörn á sig og svo fór ungviðið að leika sér á meðan eldra liðið lá og grillaði sig svona mest megnis.  Þar sem ég er nú ekki mikill sólardýrkandi þá er hægt að segja það að ég er létt grilluð eftir daginn.  Ekki frá því að ég sé svona örlítið aum á öxlunum þrátt fyrir að hafa reynt að forðast slíkt.... Eeen jú gleymdi sú gamla ekki að bera sólarvörn á axlirnar... get því sjálfri mér um kennt.

Í Nauthólsvíkinni sáum við nokkuð skondið, þar var gaur í þessu fína outfiti. Held ég láti mynd fylgja af outfittinu en var nú ekki svo klár að taka mynd af gaurnum sem í Nauthólsvíkinni var.

borat-preview-1untitled

Veit ekki hvað það var sem verið var að gera þarna.  Hvort það var auglýsingagerð, steggjun eða eitthvað slíkt.  En gaurinn sem var nú örlítið huggulegri og minna loðnari en þessi hér á myndunum. Var myndaður í bak og fyrir í ýmsum stellingum.  Einnig hlaupandi í dressman stíl og já þessi sjón vakti mikla kátínu viðstaddra.  Enda ekki oft sem maður sér karlmann í sundfatnaði sem þessum Tounge

 

En jæja nóg blaður í bili, nú er það spurning um að kæla sig niður eftir sólina.  Og hugsa örlítið málið hvað gera skal í kvöld.  Eigið góða helgi öll sömul.  Ta Ta.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

frábært

Jóna Á. Gísladóttir, 30.6.2007 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband