Anítan mín kemur heim á morgun get varla beðið eftir því að fá að knúsa hana og kyssa. Búin að sakna beggja stelpnanna minna svo svakalega þessa rúmu viku. Hún ætlar í fyrsta skiptið að fara ein með rútu, mamman fær auðvitað smá í magann við tilhugsunina en svona er að vera algjör ungamamma
Áróra Lind verður áfram fyrir norðan í "vist" en svo er ég að spá í að fá gríslana hjá systu lánaða svo ég nái nú eldra stelpuskottinu mínu heim fljótlega. Finnst svo óskaplega einmanalegt þegar ég hef ekki liðið mitt hjá mér. Þau gefa manni svo ótrúlega mikið þessar elskur
Guttinn hefur þó alveg notið sín svakalega vel einn með henni mömmu gömlu. Hefur svo verið að "vinna" fyrir hann afa sinn. Keyrði rígmontinn um á slátturvél í dag og sló eins og hann ætti lífið að leysa. Er sko að vinna sér inn evrur með smá vinnu. Þá getur hann nefnilega farið í Go kart á spáni. Það er draumurinn allavegana hjá honum Hann veit nú líka að mamma gamla er soddan adrenalinkelling að hún mun fara með honum í allt slíkt, hann ætlar nefnilega að bjóða henni mömmu gömlu með sér þessi elska
Annars var byrjað í hörkuátaki í dag, nú skal sko tekið á því og kílóunum sagt stríð á hendur. Þó heldur seint í rassinn gripið svona fyrir ferðina, en jahh hef sett mér takmark fram að jólum og sjáum hvernig það mun ganga
Hafið það gott... innihaldslaust raus þennan daginn... tata
Athugasemdir
Já þú segir nokkuð, Steini minn segir að ég sé enn að elda ofaní krakkaskaran, en þegar þau fóru að tínast að heiman þá varð annsi tómlegt í kotinu, ég held ennþá einum eftir og nú verið að tala um að senda hann í smá sveitavist og ég get satt best ekki hugsað mér að hann fari að heiman. svona er maður eigingjarn :)
Helga Auðunsdóttir, 3.7.2007 kl. 10:42
Ójá verðru yndislegt að fá skottuna heim. Held að það hafi náðst að klippa örlítið á naflastrenginn sem hafði gleymst í upphafi
Jáhh maður er kannski fullsein að drösla sér í átak en jahh týpísk ég að bíða fram á síðustu stundu með það
Get trúað því að það hafi orðið annsi tómlegt í kofanum. Öss á örugglega eftir að múta mínum til að halda sig lengur heima þegar þau eldast hehe
Sólrún, 3.7.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.