Ef ég er ekki í sjokki þá er ég í SJOKKI!!! Fór í dag með endurheimtu dóttlunni í Kringluna og Smáralind að versla afmælisgjöf handa henni. Ákvað í leiðinni að finna mér bikinitopp og svona tankinibol. Fékk nú nett hjartaáfall þegar ég leit á verðið á þessu hvorutveggja. Þessar tvær smáflíkur kosta ss Aðeins tæpar 20.000 krónur *dæs* tek bara gamla sundbolinn minn með mér og verð hallæris gellan á ströndinni. Eða jafna mig á sjokkinu fram til morguns og laumast þá kannski til þess að kaupa þessar nauðsynjar fyrir spánarferðina.
Annars er ég að fara til Magneu spámiðils á fimmtudaginn, hef aldrei áður farið til slíkrar manneskju. Er bæði forvitin og hálf feimin við þetta. En hef heyrt að hún sé hreint og beint ótrúleg. Kannski sér hún riddarann á hvíta hestinum birtast Aldrei að vita, og þann skuggalega á gráu bykkjunni hverfa lengra út í buskann. Maður veit aldrei hverju maður á von á, þekki marga sem hafa prófað þetta en hef sjálf aldrei þorað því. En nú er komið að því, er forvitin hvað hún hefur að segja mér um fortíðina, nútíðina og framtíðina. Ekki það að ég komi til með að lifa eftir því sem hún segir
Athugasemdir
TUTTUGU ÞÚSUND ARGASTA GARG... Heyrðu stúlka góð. Þú bara kaupir þér bikiní á Spáni. Kostar örugglega 500 kall þar.
Ég hef einu sinni farið til spámiðils og hét því að gera það aldrei aftur. en það er nú ekki að marka mig því það er svo margt í fortíðinni sem hún rifjaði upp og tók á. En hún sagði mér líka hluti úr fortíðinni sem ég vissi ekki en fékk staðfest eftir á frá ættingjum. Það eru liðin 9 ár og mig er farið að langa aftur. Er maður bilaður eða hvað?
Jóna Á. Gísladóttir, 3.7.2007 kl. 22:57
Já læt sko pottþétt vita hvort eitthvað sniðugt komi fram hjá spámiðlinum Hef aldrei þorað þessu en nú er komið að því að vera stór stelpa og sýna hugrekki
En verðið á bikiníi hér er nú bara alveg út úr kú!!!!!!!!!! Argasti glæpur!!
Sólrún, 3.7.2007 kl. 23:36
bara svona smá áminning: bannað að rugla saman spákonum og spámiðlum. tvennt ólíkt. da-da-ra...
Jóna Á. Gísladóttir, 3.7.2007 kl. 23:54
Veit að spákona og spámiðill er tvennt mjöööög ólíkt. Kannski þessvegna sem ég er svolítið hrædd við þetta þar sem ég er að fara til spámiðils í fyrsta skiptið.
Sólrún, 4.7.2007 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.