Fór til spámiðils í morgun, er eiginlega í hálfgerðu sjokki ennþá. Ótrúlegt hvað hún gat lýst fólkinu mínu, lífi mínu, mínum fyrrverandi, börnunum mínum og já bara ÖLLU
Svolítið skondið eitt (föðuramma mín var víst á svæðinu).. hún spurði mig hvort ég væri stundum slæm í baki og öxlum, jú jú ég játti því. Þá kemur "varst það ekki þú sem ætlaðir að vera svoo dugleg í ræktinni og að synda???" ég: *ræskj* jú einmitt. Núna þýðir ekkert annað en að fara að drösla sér í sundið. Því þessi amma mín hefur alltaf komið með ráð og eitthvað varðandi heilsu fólksins í fjölskyldunni. Hún vissi sko sínu viti konan sú.
Skelli kannski inn meiru í kvöld, svona þegar ég hef móttekið meira af því sem sem spámiðillinn sagði
Athugasemdir
það er sko eins gott að eiga svona heimsókn á upptöku. Maður verður svo sjokkeraður að þetta er allt í þoku eftirá.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 19:52
Hmm...Ætli ég drífi mig ekki í ræktina áður en ég fer í þetta fyrst amma er að fylgjast svona vel með okkur
Óskar, 5.7.2007 kl. 21:27
Já á allt á upptöku, enda þurfti ég sko að rifja þetta upp enda mikið að meðtaka þarna En ótrúlegt hvað hún gat lýst fólki í kringum mig, aðstæðum og já allt sem hún sagði passaði.
Sólrún, 5.7.2007 kl. 22:41
Ég ætla rétt að vona að amma sé EKKI að fylgjast með mér!
Díta (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:34
Já þetta er alltaf jafn gaman - að kíkja til spámiðla. En það tekur tíma að meðtaka allt sem er sagt :) en gangi þér vel í sundi er líka að fara í sund í dag.
Helga Auðunsdóttir, 6.7.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.