Bad hairday??

CoolJæja ný kella mætt á svæðið... jahh eða svo gott sem, allavegana nýklippt og lituð, skellti meira að segja lit í brúnirnar til að fullkomna heildarlookið.  Orðin húsum hæf, eða ættum við að segja loksins orðin hæf til að fara út úr húsiTounge  Allt í fínu með það, en annað með soninn sem búinn var að safna lubba í langan tíma.  Eitthvað sem honum fannst svaka töff, kominn með þungan skátopp og jáhh bara algjör lubbi.  Ég fór með hann í óvænta klippingu, sagði hárgreiðsludömunni að snyrta hann til en að hafa smá lubba eftir og skátopp þar sem það var það sem sonurinn vildi.  Til að gera langa sögu stutta þá fór sonurinn í þessa líka heljarinnar fýlu að klippingu lokinni, tróð á sig derhúfu og strunsaði út af hárgreiðslustofunni.  Eftir stóð mamman sem var búin að dásama klippinguna hægri og vinstri, og vanræðaleg hárgreiðslukona.

Stráksi er nú að jafna sig, er nú svakalega sætur með nýju klippinguna og mér verður vonandi fyrirgefið fljótlegaWhistling

Endurheimti eldri dóttluna í kvöld Grin Er semsagt komin með þrenninguna mína aftur eins og hún á að sér að vera og gott betur þar sem í för voru tvö aukabörn sem ég ætla að hafa næstu daga.  Hér verður sko fjörCool

Á morgun er það svo vatnsbyssustríðið mikla!!  Á víst að slá heimsmet í vatnsbyssustríði og maður er nú ekki mamma með mömmum nema taka þátt.  Enginn er verri þó hann vökni, nema hann drukkniWink

Eigið góða helgi öll sömul, hendi örugglega inn eins og nokkrum stöfum um helginaCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

já ég verð þessi með stóru vatnsbyssuna hehe... svona til að skera mig úr

Sólrún, 6.7.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband