Annarsöm nótt...

Ég er búin að sitja hér ein frammi í svolítinn tíma.  Þessi 6 börn sem eru á heimilinu núna eru búin að sofa á sínu græna, þar til dinglað var á fullu (fyrrverandi tengdapabbi að sækja hundinn í gönguferð), þá fóru þau að rumska.

 En já að nóttunni, hún var sko annarsöm!!  Eins og þeir sem þekkja mig vita, þ er ég algjör nátthrafn, elska að vaka og dunda mér þegar börnin eru sofnuð.  Og á erfitt með að koma mér í rúmið fyrr en á milli kl 02:00-03:00Blush

En já ég fór að sofa á mínum tíma, var snögg að sofna.  En svona rúmum klukkutíma eftir að ég sofna þá vakna ég við sms frá vini mínum sem var út á landi að djamma.  Ég las smsið allt að því sofandi, og þótt ótrúlegt megi virðast þá náði ég að svara þeim nokkrum allt að því sofandi líkaCool Varð að kíkja í morgun til að vera viss um að ég hefði nú ekki bara svarað algjöru bulli. 

En já ég sofna aftur og úff þá tekur fjörið við.  Ég er ekki að grínast ég stóð í erjum og uppgjöri við minn fyrrverandi í nótt (það hefur sko aldrei hennt áður sem betur fer).  Og í draumnum sagði ég það sem mig hefur langað til að segja en hef í raunveruleikanum passað mig á að segja ekki.  Fyrir þá sem ekki vita, þá skildi ég við sambýlismann minn til 12 ára og barnsföður vegna framhjáhalds.  Hann flutti beint til viðhaldsins, en hefur svo ekki getað sleppt almennilega af mér höndinni og viljað koma heim þrátt fyrir að búa með henni.  Hann skildi við börnin okkar í leiðinni, og reiðin í draumnum var auðvitað að miklum hluta til þess vegna!!  Ég var svo reið og pirruð í draumnum og vaknaði reið og pirruð!! Ekki góð byrjun á góðum degi!!  En ég er nú komin yfir það að mestu núnaTounge

Var fegin því að þetta var draumur en ekki veruleiki, því það er svo lýjandi að standa í svona erjum.

En núna er það að fóðra grísina sem eru loksins komnir á fætur og rölta svo yfir Elliðárdalinn í Árbæjarlaugina í sund.  Síðar í dag er svo VATNSBYSSUSTRÍÐIÐ MIKLA!!  Sjáumst þarCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei þessu vant þá svaf ég meira en þú í nótt

Annars held ég að kallinn hafi nú gott af því að þú látir hann heyra það svona í vöku eins og þú gerðir í draumnum 

Gangi ykkur vel í bleytunni, ég er bara farin að vinna

Soffía frænka (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held að þú hefðir fyrst og fremst gott af því að losa um og segja það sem þú þarft að segja. Annars er hætt við að þú eigir fleiri svona erfiðar nætur. Skil samt vel að þú reynir að halda friðinn út af börnunum. Ég hef aldrei og mun aldrei skilja karlmenn sem geta skilið við börnin sín eins og þú segir. Alveg með öllu óskiljanlegt. Hvar mætir maður í vatnsbyssustríð?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Sólrún

Iss fórum fýluferð, byssurnar kláruðust og við komumst því ekki í vatnsbyssustríðið Enda var þetta því miður ekkert ofboðslega vel skipulagt þarna.  Alls 400 vatnsbyssur sem skiluðu sér ekki í stríðið heldur bara út í buskann.

En börnin fengu popp, gos og buff (á höfuðið) og kíktu í einhverja hoppukastala. 

Sólrún, 7.7.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Kristófer Jónsson

kannast við þetta

Kristófer Jónsson, 7.7.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband