Þú átt það reyndar til að tortryggja aðra og lætur því sjaldan blekkja þig sem er ágætur kostur í fari þínu miðað við stjörnu fiska. Hér kemur fram að þér hættir til að gleyma harðri baráttu þinni fyrir öryggi og bjartri framtíð. Þú breytir gjarnan skoðunum þínum á þessum árstíma af einhverjum ástæðum og einnig kemur hér fram að þú ert ekki eins þrifin/n og t.d. í maí síðastliðnum sökum þreytu eða leti jafnvel.
Jáhh kannski ég þurfi að fara að sparka í rassgatið á mér og taka pleisið í gegn. Blöskraði í morgun hvernig íbúðin leit út eftir 5 börn að borða popp. Hefði getað fengið nokkrar púddur hingað inn til að þrífa gólfin *dæs*
En já vorum að koma úr sundi, vorum aðeins um 4 tíma í bleyti og sú gamla skellti sér nú ófáar ferðir í rennibrautirnar við mikla kátínu yngri kynslóðarinnar. Héldum keppni í að fleyta kellingar (enda vorum við tvær kellur þarna í leik með börnunum), gusukeppni og fleira í þeim dúr. Fengum meira að segja smá sólarglætu á tímabili og kannski smá lit í leiðinni
Í kvöld er stefnan sett á leti og sófakúr fyrir framan einhvern þátt eða mynd. Börnin bara hljóta að sofna snemma eftir allan þennan leik í lauginni
ta ta...
Athugasemdir
maður yrði nú illa ruglaður ef maður ætlaði að lifa eftir þessum gáfulegu stjörnuspám Eigið gott sófakúr
Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2007 kl. 21:34
Ég þori að veðja að þau eru enn vakandi núna !!
Óskar, 8.7.2007 kl. 22:06
Hehe nei eins gott að lifa ekki eftir stjörnuspánum, enda eru þær fjöldaframleiddar og notaðar aftur og aftur svona með nokkura ára millibili
hmm Óskar, þetta er allt í vinnslu.... aaaaaallt í vinnslu
Sólrún, 8.7.2007 kl. 22:21
Ég er nú soldið rjóð í framan eftir bleytið
Soffía frænka (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.