Á laugardaginn baðaði ég hann Rocco, blés og greiddi. Hann hreinlega þolir ekki að láta baða sig. Ef ég nefni bað við hann þá er hann fljótur að fara inn í búrið sitt og þá alveg innst inn í horn. Og það gerði guttinn um leið og ég ætlaði að fara að baða hann.
En jú jú ég baðaði hann og gerði svakalega fínan, varð ekkert smá flottur og fínn. En í gær ég svo í gönguferð í Elliðárdalinn með hann. Við röltum einhvern hring og höfðum gaman af, fórum svo út í móa og þar leyfði ég honum að vera lausum. Eins og hann hatar að láta baða sig þá elskar hann að sulla í vatni, og það gerði gaurinn. Og ekki nóg með það, eins og börnin þá er hann með safnaraáráttu. Já hann safnar steinum. Hann óð út í vatnið og fann sér álitlega steina til að krafsa í og færði þá upp á bakkann. Stundum færðist hann of mikið í fang, en hann var búinn að útbúa smá vörðu þegar ég loksins náði honum á þurrt, ósáttum því hann vildi fá að leika lengur
Það var því frekar, blautur, tætingslegur hundur sem fór með mér heim og til að toppa allt þá notaði hann mosann til að þurrka sér og jahh skulum segja að hann hafi minnt á litla mosahrúgu á eftir..... Tók því semsagt að gera hann fínan Tók nokkrar myndir af honum á símann minn og lét í albúm. Gat ekki hlaðið inn videofilunum, á eftir að prófa betur.
Flokkur: Bloggar | 16.7.2007 | 14:06 (breytt kl. 14:11) | Facebook
Athugasemdir
þetta er nú meiri krúsidúllan.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2007 kl. 22:38
Já hann má nú eiga það voffalingurinn að vera óttaleg krúsidúlla Ótrúlegt hvað þessi litlu grey geta gefið manni mikið
Sólrún, 16.7.2007 kl. 23:35
Takk takk finnst hann líka æði
Sólrún, 17.7.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.