Það er eitt sem hefur alltaf vakið undrun mína. Það er þegar talað er um hvað einstæðar mæður hafi það gott. Þegar ég var í sambúð þá var ég alla tíð í skráðri sambúð, og mikið hamrað á mér að skrá mig úr sambúð því að þá myndi ég hafa það svooo gott. Er það ekki málið "einstæðar" mæður hafa það gott en einstæðar mæður hafa það bara ekkert eins gott og af er látið.
Sem einstæð móðir þá þarf ég að horfa í hverja einustu krónu. Og oftast er bara krónan ekki til sem mig vantar. Þrátt fyrir meðlag, barnabætur á þriggja mánaðar fresti og mín ekki svo háu laun (eins og er eru þau ekkert til að hrópa húrra fyrir) þá finnst mér ég bara ekki vera að finna fyrir þessari velmegun sem einstæðar mæður eiga að lifa við. Við það að hafa aðra fyrirvinnu á heimilinu, höfðum við það svo margfalt betra. Er það ekki oftast raunin?
Ég á þrjú börn öll yfir 7 ára aldrinum, eftir að 7 ára aldri er náð þá stig lækka barnabæturnar. En ekki er sama hægt að segja um útgjöldin vegna barnanna. Jú jú ég er laus við bleyjurnar og leikskólagjöldin núna. En svo annsi margt sem kemur á móti í útgjöldum sem vega upp á móti og gott betur. Eldri börnin og unglingarnir eru ekkert ódýr í rekstri þrátt fyrir að vera laus við bleyjurnar og útskrifuð af leikskólanum.
En jæja bara smá spekúlering þar sem ég heyri það svo allt of oft hvað við einstæðu mæðurnar höfum það gott. Það sem ég hef lært af því að vera einstæð, er að meta það sem maður hefur margfalt betur. Gera eins gott úr því sem maður hefur og möguleiki er á, nýta hverja krónu vel. En gráta svo í koddann þegar illa gengur og vona það besta.
Athugasemdir
Já eflaust misjafnt hversu vel þeir skaffa þessir karlar En held samt að svona oftast sé það nú þannig að fólk hafi það betra saman en í sundur (þá meinar ég ekki "sundur").
En auðvitað er betra að standa bara ein í þessu öllu saman en að hafa einhvern "þurfaling" inni á heimilinu... svo satt hjá þér og rétt
Sólrún, 17.7.2007 kl. 11:43
ég er nú ekki einstæð móðir en þarf þó að horfa í hverja krónu. Ætli það sé ekki aðallega hvernig staðan er þegar farið er út í einstæðra mæðra dæmið, hvort skuldabaggi sé þá fyrir eða hvað. Svo er líka misjafnt hve vel fólk kann að fara með peninga.
Ég þekki þó einhver dæmi um það að einstæðar mæður kunni það vel á kerfið að þær hafa það bara fjandi gott. Sé reyndar ekkert að því að þær hafi það svona fjandi gott, svo lengi sem fólk er að vinna eins og aðstæður leyfa.
Óskar, 17.7.2007 kl. 17:29
Auðvitað spilar skuldastaða inn í við skilnað. En varðandi þá sem spila á kerfið, þá eru það undantekningarnar sem skemma einmitt fyrir öllum hinum. En það á nú einnig við um marga sem í sambúð eru (þ.e óskráð sambúð og fl).
Þetta var alls ekki sett hingað inn í pirring eða í nokkrum slíkum tilgangi. Bara hugsanir sem fóru í gegnum hugan hjá mér eftir að hafa heyrt hve gott einstæðar mæður hefðu það núna síðast :)
Fólk í sambúð getur auðvitað líka haft það skítt. Ég hef það í raun ekkert skítt, þarf lítið og er mjög nægjusöm Held líka að það sé í raun það sem kemur mér langt í gegnum mánuðinn hverju sinni.
Sólrún, 17.7.2007 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.