Lítið músarhjarta.....

Yngri dóttlan mín má ekkert aumt sjá þá byrja tárin að renna.  Í gær duttum við inn í Titanic í sjónvarpinu, akkúrat í atriðinu þar sem Titanic sekkur.  Hún horfði með mér og eldri systur sinni á atriðið og eftir smá stund læðist hún inn á baðherbergi.  Mig grunaði nú hvað væri í gangi.  Eftir smá stund kemur sú stutta stúrin fram og útgrátin.  Ég tek utan um hana og knúsa, og sú stutta bara brotnaði niður og henni fannst þetta það sorglegasta sem hún hafði séð.  Þurfti mikið að tjá sig um það sem var að gerast hverju sinni.  Og jú auðvitað var þetta mjög sorglegt moment í myndinni.

Þegar þessi sama dóttla mín var lítil þá fannst henni ósköp gott að sofna í fanginu á mér.  Eitt skiptið sat ég frammi í stofu og horfði á mynd og ætlaði að leyfa henni að sofna í fanginu á mér.  Hún var svona einhversstaðar innan við 3 ára aldurinn.  En jæja í myndinni drukknar lítið barn, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því að dóttlan myndi í raun meðtaka mikið og taldi hana vera að sofna.  Allt í einu byrjar hún að gráta sárum gráti og segir "barnið dó", og þurfti þónokkurn tíma til að róa hana. 

Hún horfir á teiknimyndir og kemur oft grátandi til mín ef eitthvað sorglegt er í þeim.  Er með soddan músarhjarta.

Aftur á móti elskar hún þegar eitthvað gott gerist í myndum og þáttum.  Núna situr hún brosandi út að eyrum og tjáir sig óspart um hvað allir í Extreme home makeover eru góðir að byggja nýtt hús fyrir þá sem eru svona fátækir. Hún er svo yndisleg þessi elska InLove

Sem dæmi um hvað hún hefur stórt hjarta.  Í leikskóla mátti hún aldrei vita af neinum líða illa, eða af neinu nýju barni sem ekki þekkti neinn.  Hún tók þá undir sinn verndarvæng.  Í skólanum er sama sagan.  Þegar það byrja ný börn, þá sérstaklega af öðru þjóðerni þá tekur hún þau undir sinn verndarvæng og hjálpar þeim.  Kannski þessvegna sem bestu vinkonur hennar eru kínversk, tælensk og kósóvsk (ekki viss hvernig á að skrifa þetta).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Litla dúllan. Ég vona að fólk fari vel með hjartað hennar í framtíðinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 00:26

2 identicon

Æi, segi það sama og Jóna. Vona að allir verði góðir við hana á móti þegar hún fer að eldast.

Maja Solla (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband