Omg!!! Fór voða fín tilhöfð og lét taka af mér passamyndir fyrir nýtt ökuskírteini. Þegar ég fékk að velja úr myndunum þá gat ég valið úr ömurlegum myndum, ennþá ömurlegri myndum og hræðilega ömurlegum myndum Endaði á því að benda á eina og muldraði.... þessa og dæsti. Fór svo í svona ljósmyndaklefa og tók af mér mynd sjálf......skömminni skárri þó svo gæðin hafi ekki verið þau sömu.
Og svo skilur fólk ekki afhverju ég er vanalega á bakvið myndavélina en ekki fyrir framan!!!
Flokkur: Bloggar | 19.7.2007 | 01:45 (breytt kl. 17:40) | Facebook
Athugasemdir
Sólrún, 19.7.2007 kl. 13:35
Myndin í ökuskírteininu mínu sést nú bara ekki lengur, er bara eiginlega klessa. Þannig ef þú ert jafn "heppin" og ég þá þarftu ekkert að hafa áhyggjur af lélegri mynd :P
Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 13:59
Já kannski verð ég svo heppin haha... verð svört klessa í stað horrors. En held að þú fáir nýtt skírteini án þess að borga nokkuð, þar sem þitt er greinilega gallað, minnir að þú sért nú engin svört klessa
Sólrún, 19.7.2007 kl. 17:39
Hvað meinaru....Ég hef alltaf skilið það og stutt að þú sért réttum megin við myndavélina
Óskar, 19.7.2007 kl. 22:38
Passamyndir eru martröð
Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 00:27
Sólrún...
mér finnst að þú ættir að koma með eitthvað krafsandi.. Langt síðan þú hefur skrifað sko.. Ég get ekki séð um þetta sko :) haha
Ágústa Guðrún Ólafsdóttir, 26.7.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.