Letihelgin mikla...

Til að vega aðeins upp á móti letinni sem hefur ráðið ríkjum hjá mér um helgina þá fórum við Rocco í langa og góða gönguferð um Elliðárdalinn í hellidembu.  Komum bæði rennandiblaut, en ótrúlega fersk og fín til bakaCool

Ég semsagt var barnlaus þessa helgi, og helgin var einhvernvegin svona. 

Föstudagskvöld: tók mér dvd myndir, setti aðra þeirra í tækið horfði á byrjunina, sofnaði og vaknaði við endinn.  Hina er ég enn ekki búin að horfa á.Tounge

Laugardagurinn: kúrt aðeins, fór í heimsókn á skagann, kvöldinu var eytt í leti heima (hvað er það með mig og letina??).

Sunnudagur: Fersk og fín á fætur, smá bæjarsnatt, leti og gönguferð um Elliðárdalinn með hvutta.

Annars er ég svona að gæla við það að fara að hreyfa mig svolítið meira hehe.  Langar svolítið að fara að finna mér einhverjar gönguleiðir til að fara.  Maður hefur nú asskoti gott af þvíCool  Bara spurningin að gefa sjálfri sér gott spark í rassgatið og koma sér af stað!!

En næst........ pizzabakstur og að sækja blessuð börnin.  Verður ljúft að fá þau aftur heim, enda allt of rólegt þegar þau eru ekki hérTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ljúf helgi hjá þér mín kæra. Svona á þetta nebblega að vera.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Sólrún

Já hringurinn er sko stórfínn.  Ótrúlegt að maður nýti hann ekki betur og meira en maður gerir

Sólrún, 30.7.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband