Þeir sem þekkja mig vita að ég hef ofboðslega plain fatasmekk. Ég er mest fyrir svört föt, en jú jú litir inn á milli en þá allt einlitt. Er ekki mikið fyrir mynstur og glys En jæja þar sem það er rétt rúm vika í spánarferðina þá dró hún mútta mig í smá verslunarferð í dag, vitandi hvernig dóttir hennar er. Í raun dró hún mig og eldri dóttluna í verslunarferð þar sem við erum báðar voðalega fátækar af fötum sem hennta hlýju veðri hehe.
Dóttlan kom heim hlaðin, sætum bolum, pilsum og fleiru fíneríi sem við fengum á fínu verði. Ég.... já ÉG... kom heim með tvo sumarlega og litskrúðuga kjóla sem ég ætlaði sko EKKI að máta. Mútta hætti ekki fyrr en ég mátaði og keypti mér kjóla. OMG ég er sko ekki kjólatýpa, hvað þá mynsturkjólatýpa.. En ætli ég láti mig ekki hafa það svona þar sem ég verð fjarri flestum sem ég þekki (að vísu fjölskyldan öll á svæðinu). Mútta tók svo loforð af mér að hirða þá svo að ferðinni lokinni. Það skondna er að ég er mjööööög hávaxin eða 182 cm á hæð en mútta er 20 cm lægri haha. Ekki alveg að sjá hana fyrir mér í kjólunum fínu.
Afrekaði einnig að kaupa mér bikinítopp, hann var á heldur skárra verði en herlegheitin sem áttu að kosta 10.000 krónur, og fékk ég hann á 1200 krónur. Bara nokkuð sátt
Nú vantar bara sandala á okkur liðið og svo pössun fyrir voffa litla..... því greyið fær víst ekki að koma með..
Athugasemdir
haha Lísanei það er örugglega ekki erfitt að spotta mig út þarna í dalnum
Arna, ég á nú örugglega eftir að sjá eftir því að hafa hlýtt henni, þegar mér líður eins og ofaxinni dúkku í skvísukjól haha....
Sólrún, 2.8.2007 kl. 22:02
ég tek undir með Örnu. Þú verður svoooo þakklát fyrir kjólana þína þegar þú kemur út. Ekkert eins og að finna smá golu leika frjálsa um neðri hlutann (ekkert dónó) þegar maður er að kafna úr hita.
Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.