Verslunarmannahelgin....

Átti rólega og góða helgi.  Ég og börnin kíktum ásamt hundinum í sumrbústað foreldra minna.  Vorum þar í rólegheitum og höfðum það kósí.  Fórum síðan af og til yfir á Flúðir þar sem við fylgdumst nú með hinum ýmsu skemmtiatriðum s.s. traktorstorfæru, furðubátakeppni og fleiru.  Fórum á grænmetishlaðborð, handveksmarkað, varðeld og brekkusöng, grilluðum sykurpúða við rónaeld og jáhh eitthvað gerðum við nú fleira.

Samt var nú mest kósí að vera bara fjögur saman (fimm með hundinum margumtalaða) Í bústaðnum.  Bakandi vöfflur sem snæddar voru með ferskum jarðaberjum, súkkulaðiglassúr og rjóma, grilluðum og fleira fínerí. Ákvað nú samt að halda heim á leið og eiga frídag verslunarmanna heima í rólegheitunum. Búin að ganga frá öllu dótaríi og þvottur hafinn... svo er bara að fara að henda einni og einni flík ofan í tösku svona fyrir spán...

Talandi um Spán, þá er ég svakalega flughrædd.  Svo flughrædd að mig langar nú eiginlega mest að hætta við það að fara.  Eitt sinn var ég að fara til Prag og flogið var með tékknesku flugfélagi (get ekki stafsett né sagt nafn flugfélagsins), en mín las það sem crash airlanes rétt áður en ganga átti um borð, það þurfti svo gott sem að draga mig um borð í þá vél *hóst* Blush

En hafið það sem allra best, ég ætla allavegana að reyna það....

túrílú...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góð helgi sem þú hefur átt. 

Ég hef heyrt að námskeiðin hjá Flugleiðum hafi hjálpað fólki. Þ.e. námskeiðin sem þeir eru með til að losna við flughræðslu.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Óskar

Pant ekki sitja við hliðina á þér á leiðinni út

Óskar, 7.8.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Sólrún

Lítið hætta á því Óskar þar sem ég fer degi á undan þér... heppinn þú

En já stelpur átti yndislega helgi með börnunum  Flughræðsluna aftur á móti ætla ég að reyna að spá sem minnst í *hóst* ef það er þá hægt héðan af

Sólrún, 7.8.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband