upp... upp.. upp á fjall... upp á fjallsins brún....

Mig hefur lengi langað til þess að ganga Esjuna, en einhverra hluta vegna hefur aldrei orðið af því. Í dag (ætti víst að segja í gær þar sem það er komið yfir miðnætti) þá fórum ég, börnin og hundurinn í þessa fínu gönguferð upp Esjuna.  Mikið höfðum við nú gaman af þessu og var ákveðið að við skyldum endurtaka leikinn aftur síðar. Meira að segja hundurinn sem eftir gönguna fékk titilinn skítugasti hundur Íslands samþykkti það með ákveðnu geltiCool  Nú er bara að bíða og sjá hvort ég verði göngufær næstu daga, býst svosem alveg við því að harðsperrur geri vart við sig hehe.  Til að toppa allt þá hringdi systir mín til að athuga hvort það hefði nokkuð verið ég sem hefði verið sótt upp á Esjuna hehe, trúin sem fólk hefur á manniWhistling

En læt fylgja nokkrar myndir úf göngunniSmile

Picture 695Picture 752Picture 697Picture 692

Picture 718Picture 738Picture 757Picture 747

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

Æji myndirnar eru í bulli hjá mér þarna, nenni ómögulega að laga það Segjum bara að þetta eigi að vera svona

Sólrún, 7.8.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Óskar

Hehe. Sé að Rocco hefur skemmt sér stór vel þarna

Óskar, 7.8.2007 kl. 12:37

3 identicon

Sjæse, það hefur verið gaman hjá hundinum  Ekkert smá dugleg að labba upp á Esjuna, finnst samt ótrúlegast hvað gullin þín eru orðin stóóóóór! Þau voru bara pinkulítil fyrir svo stuttu síðan!

Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Sólrún

Ó já Óskar, Rocco skemmti sér sko ótrúlega vel... þar til að baðinu kom

Sigrún.... Jáhh þau hafa sko stækkað og það hratt *dæs* Þau  eru barasta alveg  við það að ná mér í aldri 

Sólrún, 8.8.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

En þið hrikalega dugleg. kannski að maður eigi þetta eftir

Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband