Jæja dagur 5 senn að renna upp (tek ekki komu dag með þar sem við komum svo seint). Erum orðin létt grilluð hér í sólinni enda fór hitinn í 36 gráður í skugga í gær! Og ég sem er nú engin svaka sólarglenna og dæturnar tvær svo ljósar á húð og hár að ég geri varla annað en að bera á þær. Annars sýnist mér nú eldri dóttlan vera að svíkja lit! Hún sem alltaf hefur verið með skjannahvíta húð er barasta orðin brúnni en ég!! þarf svosem ekkert mikið til þar sem ég verð aldrei neitt voðalega dökk, og brúnkan er nú ekkið aðal málið hér, heldur skemmtunin
Meðal þess sem við erum búin að gera á þessum dögum er að fara á ströndina, tvo stóra útimarkaði, fara í verslunarferð í moll hér og skólafötin keypt í H&M, auðvitað trilljón sundferðir, út að borða, fórum á stunt sýningu (áhættuatriði eins og eru í bíómyndum, svaka fjör) og á morgun verður svo farið í vatnsrennibrautagarð þar sem mútta gamla mun renna af sér botninn af brókinni svona að venju þar sem hún er óð í þetta dótarí. Svona svipað og með rússíbanana í tívolíunum, hún bara verður að prófa þá alla En já það verður síðar í vikunni, áður en systa fer heim með sína fjölskyldu. Hún er því miður viku styttra en við.
Annars villtist mín svolítið svakalega hér í kvöld. Systa og co er með hús á leigu slatta langt frá okkur og hafði ég aldrei keyrt þangað sjálf og bara einusinni farið þangað sem farþegi. En jú jú mín skutlar systu heim og brósi sem einnig er með hús þar nálægt keyrir á undan. Allt í lagi með það. En já þegar komið er að því að halda heim á leið aftur er ég spurð hvort ég vilji ekki að brósi keyri einhvern spöl á undan mér til að auðvelda mér það að rata út á hraðbrautina. Nei nei ég hélt nú ekki!! Ég fer af stað og til að gera langa sögu stutta þá varð ég rammvillt þarna á einhverjum tímapunkti, en þrjóskan gerði það að verkum að ég þrjóskaðist við, ætlaði sko ekki að verða að athlægi með því að þurfa að láta bjarga mér!! En eftir þónokkurn tíma og nokkur símtöl frá systu (sem ég svaraði ekki nema einu sinni til að segja, heyri í þér síðar) þá komst ég loksins á rétta braut og það var frekar pirruð kella sem renndi heim í hlað, en ótrúlega fegin þó að hafa komist á leiðar enda. Leit svo á símann minn þar sem skilaboð frá systu.. .á þá leið að ég ætti að láta vita af mér þegar ég kæmi heim þar sem hún hefði miklar áhyggjur af mér... hehe
En hendi einhverju inn síðar.... kveðja frá Spáni
Athugasemdir
þetta hljómar ansi mikið eins og ég. Hrikalega áttavillt eitthvað. fyrir utan það að ég myndi ekki þora að keyra á hraðbraut erlendis.
H&M.... (öfundarkall)
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.