Verði þér að góðu....

Fórum út að borða í gærkvöldi, á matseðlinum var annsi margt sem ekki er vant að rata á diskinn hjá manni. Ég er ekki mikið fyrir að prófa framandi mat, en smakkaði á froskalærum sem í raun voru ekki bara læri heldur stökkvandi froskarTounge meira að segja börnin borðuðu þá af bestu list.  Sumir í hópnum fengu sér svo strútskjöt, snigla, og já veit ekki hvað þetta heitir sem rataði á diskana hjá þeim.  Mín fékk sér pasta haha ein sem vill vera örugg um að vita hvað hún borðarFootinMouth

Annars var þjónustan og fleira bara fyrir neðan allar hellur á þessum stað, börnin urðu að gjöra svo vel að sitja kyrr á rassinum allan tímann og maður mátti varla aðstoða þau við að panta þar sem þjónarnir voru fremur grömpí og óliðlegir, meira að segja diskarnir voru hirtir af fólki áður en forréttirnir voru kláraðir.  Sonurinn var við það að stinga í kjötbita þegar diskurinn allt í einu hvarfWoundering

En hér koma svo nokkrar myndir....

Picture 1014Picture 1020

Picture 1024Picture 1026


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

Hehe nei ekkert voðalega girnilegt sko.  En já froskalappirnar voru bara ágætar, og rétt ekki neitt voðalega mikið kjöt utan á þeim

Sólrún, 19.8.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mjög framandi að sjá . fjandans þjónarnir. Afhverju lætur maður bjóða sér svona þjónustu? Ef þjónustu skyldi kalla.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 14:24

3 Smámynd: Óskar

Létum ekki bjóða okkur svona þjónustu. Neituðum að panta eftirrétti þótt mikið væri ýtt á (mig amk) og borguðum matinn upp á cent. Ekki eitt cent í tips. Spanjólarnir eru bara hrokagikkir.

Óskar, 26.8.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband