Síðbúin hreiðurgerð... ellikellu..

Það mætti halda að ég væri í hreiðurgerð.  Kellingin búin að búa í 13 ár og jahh á því smá hreiður.  En nei síðustu vikur og mánuði hefur mig klæjað í fingurna að breyta hreiðrinu mínu.  Ekkert endilega kaupa mér rándýr og ný húsgögn.  Nei nei mín er nægjusöm og aldrei verið þekkt fyrir það að hlaða rándýrum hlutum inn á heimilið.  Hef aftur á móti komist að því að það er hægt að kaupa sér notuð húsgögn sem ekkert sést á þar sem margir endurnýja heimilið oft, þar græddi mín Tounge

Núna... akkúrat þessa dagana er ég óð í að kaupa mér stóra djúsí púða í sófann minn og aðra í rúmið mitt.  Svona púða sem gott er að kúra með og eru líka flottir.  Hef ekki séð þessa blessuðu púða sem mig langar í (jú jú rakst á þá í geðveikri heimilisbúð á spáni en gat nú ekki verið að dröslast með einhverja tugi heim).  Svo ef einhver veit hvar ég get keypt flotta djúsí púða (mega vera svolítið grófir) þá endilega laumið því að mérWink  Mútta stakk upp á því að ég myndi sauma mér púða... eeeeeeeen mig langar í ferkanntaða flotta púða, ekki einhverja ólögulega, skakka og skældaTounge

Blúsinn er enn til staðar, Pollýanna er eitthvað smá efins um að lausn verði á ósættinu.  En ætla nú ekki að gefast strax upp.  Þolinmæðin þrautir vinnur allar..... er ekki sagt svo??

En.. jáhh klipping og litun og svo vinnan.... eftir það HELGARFRÍGrin

Hafið það gott alle sammen, ef ég hef eitthvað sniðugt að segja þessa dauðu daga mína þá skelli ég því inn hið snarasta.... ta ta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband