Jáhh mikið djöfulli (afsakið orðbragðið) hef ég verið löt að blogga. Einhverra hluta vegna þá bara hef ég lítið sem ekkert að segja. Lítið að gerast í mínum heimi sem vert er að tala um.. hehe eða jahh skulum segja það að sumt er ekki prenthæft og annað er betra að tala ekki um svona á veraldarvefnum.
Skellti mér á föndurnámskeið í gærkvöldi með vinkonu minni. Ég sem hér áður fyrr var forfallinn föndrari hafði ekki snert föndur að ráði í mörg ár. En á þessu námskeiði var verið að kenna jólakortagerð. Ég afrekaði að búa til 3 jólakort, svo að núna er að gera úllen dúllen doff og ákveða hverjir þrír fá heimatilbúin klúðurslega gerð jólakort þetta árið Til gamans ætla ég að skella inn myndum af þeim sem ég tók með símanum mínum
Annars var það ákveðið þarna á námskeiðinu að ég og Lára skvísa ætlum að skella okkur í bústað yfir helgi, sötra rautt/hvítt, föndra fullt af jólakortum, kíkja í pottinn og fleira skemmtilegt. Hef ekki gert slíkt í laaaaaaaaaaaaangan tíma og hlakkar svakalega til Yrði í annað skiptið síðan börnin fæddust sem ég færi svona barnlaus í bústað yfir helgi. Eiginlega hægt að segja það að hægt sé að telja þau skipti sem ég hef verið barnlaus (frá fæðingu þeirra , eru núna 9-12 ára) yfir heila helgi á fingrum beggja handa. Svo að ég held að við hefðum bara öll gott af því..... og já þá fá kannski fleiri en 3 aðilar jólakort í ár.... hehe
En jæja loksins komið smá blogg... kannski fer ég að komast í blogggírinn og setja eitthvað sniðugt inn hér síðar... ta ta
Flokkur: Bloggar | 11.10.2007 | 00:52 (breytt kl. 01:29) | Facebook
Athugasemdir
Ohh rosa flott kort ! Kannksi mar reyni að búa bara til jólakort þetta ár Kvitt !
Melanie Rose (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:27
Góða besta skelltu þér í bústað. Þú hefur gott af því sko. Rosalega ertu flínk að föndra. Hafðu það gott. knús knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 11.10.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.