Ég var búin að lofa Soffíu vinkonu að fara með henni á októberfest hjá háskólanemum, ætluðum sko að finna okkur hávaxna sæta stráka..... En þar sem ég er víst bad boy týpa þá ákvað ég að sleppa því. Ekkert viturlegt að sitja uppi með bad boy týpu á námslánum, svona ofan á allt annað
En svona í alvöru talað, þá vaknaði ég í morgun, óvenju þreytt og úldin. Dröslaði mér í foreldraviðtal hjá yngri dóttlunni sem auðvitað er bara yndisleg, ótrúlega vel gefin og fallegt barn að sögn kennarans. Beint í vinnuna þar á eftir, og blótaði mér á leiðinni að hafa ekki fengið mér morgunmat. Júhh gæti nú pottþétt fengið mér eitthvað að borða fljótlega, svona eftir fyrstu törnina. En neiiii reyndin varð önnur. Frá upphafi vinnudags og fram til kl 18:00 gafst enginn tími í pásu, og var það því annsi svöng Sólrún sem dröslaði sér úr vinnu. Kom við í ríkinu og kippti með einhverjum veigum til að drekka um kvöldið með Sófí. Brunaði svo á Mc Donalds og keypti eðal draslfæði fyrir börnin sem ætluðu í gistingu til ömmu og afa.
Auðvitað endaði það svo á því að ég nennti ómögulega á djamm, hefði getað sparað mér áfengiskaupin, börnin fóru ekki til ömmu og afa...... og ég sit hér ennþá vakandi og var að fá símtal frá Sófí sem er í svaka stuði í bænum.
Kvöldinu var varið í kósíheit, nammiát og smá stelpudúllerí. Er allavegana komin með þessar fínu neglur, svaka dömuleg
María þarf að skella nöglum á þig við tækifæri, þori ekki öðru en að standa við það sem ég lofaði þarna um helgina Og já auðvitað andlitsbað og lit og plokk eins og kallinn þinn bað um (þó ekki fyrir sig). Og já er sko byrjuð að prjóna sokkana á litla gutta, þó hægt gangi hehe Nægir einn sokkur????
Flokkur: Bloggar | 13.10.2007 | 03:12 (breytt kl. 03:17) | Facebook
Athugasemdir
Ha??? Hélstu að ég hefði verið að biðja um þetta allt fyrir hana??
Óskar, 13.10.2007 kl. 09:08
Óhh var ég að misskilja eitthvað Óskar??? Heyrðu redda þér lit og plokk hið snarasta. Held að það gæti farið þér vel að vera með vel litaðar og mótaðar augabrúnir
Arna já þetta var nú ósköp notalegt hjá okkur
Sólrún, 13.10.2007 kl. 10:23
Mikið held ég að þú sért fegin núna að þú skyldir halda þig heima í gær
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 10:58
Langbest að vera heima og hafa það náðugt.
Halldór Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 12:19
Já var nú bara nokkuð ljúft Ekki að ég sé vön að kljást við þynnku eða þvíumlíkt eftir skrall... en heima er best
Sólrún, 13.10.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.