Laugardagur til lukku...

Jæja laugardagskvöld og enn beila ég á djammi... var búin að lofa Sif snyrtiskvísu að koma í kveðjupartý til hennar á skagann þar sem hún er að fara til Spánar í spænskunám.  Var einnig boðið á djamm á Selfossi og hvað haldið þið... mín situr heima. Rólegt og gott bara.  Sif mín, verð bara að kíkja á þig síðar *knús og kossar* Nói... sorry ég veit að ég er lélegTounge

Ég Aron Pétur og Áróra Lind fórum að horfa á Anítu Ýr á körfuboltaæfingu í dag.  Hún er búin að æfa í u.þ.b. 3 vikur og er bara að verða asskoti góð í boltanum stelpan *mont*  Gerði sér lítið fyrir í dag og vann strákana og stelpurnar (sumir búnir að æfa í 1-2 ár) í einhverri körfuskotkeppni (kann ekki að útskýra betur).  Hún er svo að njóta sín í körfunni og blómstrar þar hreint og beint, þjálfarinn telur hana gott efni í körfuna þar sem hún er há og lipur...kemur bara í ljósSmile. Fékk körfubolta frá þjálfaranum í vikunni (fengu öll) og dobblaði ömmu sína til að gefa sér merktan körfuboltabúning, og auðvitað er stelpan með sama númerið og ég var með í den, lucky number 13. 

jæja spurning um að finna einhverja rómó þvælu og skella í tækið, kúra svo við kertaljós og láta sig dreyma hehe....... læt það allavegana nægja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

LOL María....nei myndi nú ekki beila á því sko hehe...en hvað segir þú um að þú haldir partýið og ég mæti með jellyshotin? Er það ekki snilldar díll?

Arna já er sko mjög stolt af skottunni  minni, alltaf gaman þegar vel gengur  Já já sófakúrið er fínt, nema þegar maður er alltaf í sófanum kúrandi  þá kannski verður það heldur leiðingjarnt hehe

Sólrún, 14.10.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Snilldar börn sem þú átt. En að beila á djammi?? WHAT'S WRONG WITH U?? Þú hefðir getað skellt þér í jólasveinabúning og djammað úti  á landi því enginn þekkir þig þar!!! Ertu kannski enn í sófanum snúlla. Hafðu það gott.,

Guðmundur Þór Jónsson, 14.10.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband