Síðustu vikuna þá hef ég verið í stríði við vinkonu mína ljótuna. Tek þetta stig af stigi, enda þokkaleg barátta finnst mér
Síðustu daga hef ég....
Sett french, og gel yfir neglurnar á mér. Orðin svakalega fín um hendurnar. Spurning hvort maður fari næst í að gera táslurnar "sætar"
Brúnirnar eru litaðar og vel plokkaðar (ef ég held áfram að plokka þá verður lítið eftir af þeim)
Keypti mér maska sem á að gera kraftaverk og fríska þvílíkt upp á mann, nota hann óspart og er enn að bíða eftir kraftaverkinu... en jú jú frískandi samt
Keypti mér einnig augngel sem kælir og dregur úr þreytu og þrota. Ekki veitir af þar sem að eftir að ég fór að auka svefninn þá er ég myglaðri en ég hef nokkurntíman verið.
Í dag var það svo allsherjar vaxmeðferð....
Nú er bara spurningin hvað ég geri næst Tillögur???
Annars er það merkilegt með okkur kellurnar og ljótuna vinkonu okkar. Við fáum þá tilfinningu að við séum svo hræðilega útlítandi. En oft virðast fáir aðrir sjá það. Um helgina hitti ég kunningja minn og mér leið eins og ég væri með bauga niður að hnjám og jáhh ekkert voðalega aðlaðandi... En mér leið nú svolítið betur þegar hann einmitt laumaði því að mér að ég væri alltaf jafn "sæt". Á bara við eitt vandamál að stríða.....kann ekki að taka slíku hóli... eða hvað maður ætti að kalla það.
Sá brot úr Oprah þætti um daginn. Þar var sagt að við konurnar ættum alltaf að fara út í búð eins tilhafðar og við værum vissar um að hitta draumaprinsinn (eitthvað í þeim dúr). Eins gott að ég hitti draumaprinsinn minn ekki í bónus...því að oftast fer ég þangað, ómáluð og i kósífötunum mínum... sem eru ekki alveg veiðihæf haha.
En í dag er það María sem fær dekur Eins gott að standa við orð sín sko... Sjálf bíð ég eftir að verða svo heppin að fá dekur í vinnunni...svona þegar tækifæri gefst *dreym*
Flokkur: Bloggar | 15.10.2007 | 13:16 (breytt kl. 13:28) | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ. Draumaprinsinn kemur örugglega ekki í Bónus.....farðu frekar í Nóatún. Kendu mér allt sem ég þarf að læra og þá færðu dekur.....ekki spurning. Hafðu það gott. koss knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 15.10.2007 kl. 15:21
nohh... heyrðu skelli á fyrstu kennslustund!! Og já pottþétt Nóatún heldur en Bónus haha....
Sólrún, 15.10.2007 kl. 15:40
hmmmm.... allsherjar vaxmeðferð - ekki veitti af henni á þessum bæ!! ég er farin að veita kettinum samkeppni....
er hægt að panta tíma hjá þér sem kostar minna en hægri handlegg og frumburðinn????
Lára Antonía (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:17
Hehe ætti nú að vera hægt að redda því Lára... Ekki hægt að láta kallinn ruglast á þér og kisa
Sólrún, 15.10.2007 kl. 20:22
Velkomin í hópinn elskan. Spurning að fara að skifta um gír....fara yfir í falleguna bara...
...þetta er allt að koma sko...
Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:38
Heiða já ekki spurning, reyni að skipta fljótlega yfir í falleguna...er allavegana að reyna að vinna í því
María.... þú grínast aldrei!! Varst virkilega að reyna að væla út baknudd.. thíhí... sem er svosem ekkert mál, svona við tækifæri. Og já vonandi sért draumaprinsinn bara að ég er kúrudýr.. haha
Og blaðrið... það var sko barasta í fínu mín vegna
Sólrún, 16.10.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.