Barnalán...

Fólk sem ég þekki vel (vinir í gegnum fyrrverandi) eignaðist í dag sitt 5. barn (jahh núna í gær víst).  Sjálf á ég 3 börn og finnst það bara alveg þrælfín tala.  Er ekki á planinu að bæta við hvorki núna né í framtíðinni (enda mr.draumaprins hvort eð er ekki á svæðinu).  Ekki nóg með að þau hafi eignast sitt 5. barn heldur eignuðust þau sinn 4. strákTounge  Hefur alltaf verið mjöööög fjörugt heima hjá þeim og get ég mér til um að það verði enn fjörugra í nánustu framtíð.LoL

Þó ég sé algjör barnakerling þá sé ég mig ekki alveg fyrir mér hrúga niður börnum í 15 ár.  Orðið nokkuð ljúft hjá manni þegar yngsta er orðið 9 ára gamaltTounge  Eitthvað vilja þó þessir spámiðlar sem ég hef farið til bæta einum strák í safnið.... hmmmmm ekki alveg að gúddera það sko, er ekki alltaf sagt að maður geti breytt því sem á að verða heheTounge  Hér eftir er það bara skírlífi ef það er það eina sem dugar Devil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ji minn.... 5 stykki!! mér finnst nú meira mál að eiga færri börn og hugsa betur um þau. ekki að ég sé að segja að þessi hjón hugsi ekki um börnin sín en gæti trúað að það sé erfitt að gefa 5 stykkjum þann tíma sem þau þurfa!

ég er að sannfæra sjálfa mig sko... ég fæ bara 2!! ætlaði alltaf að eignast 6 stk

Lára Antonía (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Sólrún

hehe Lára þú veistu nú alveg hvaða fólk þetta er, enda voru hin fjögur börnin á gamla vinnustaðnum okkar

Sólrún, 17.10.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband