Í dag er....

ár síðan minn fyrrverandi tilkynnti mér það að hann væri orðinn hrifinn af annarri og flutti út með því sama og inn til þeirrar konu.  Á þessu ári hefur mikið gengið á og jahh alls ekki allt gott.  Það liðu ekki nema u.þ.b. þrír mánuðir þar til hann vildi fara að koma til baka, og þannig hefur það verið síðan.  Samt býr hann með blessaðri konunni *karlmenn dæS*

Ég aftur á móti er orðin svo sátt við það að vera ein með börnin mín.  Okkur líður öllum vel og erum mjög samhent öll sömulSmile  Þannig held ég að hlutirnir verði eitthvað lengur þar sem mér finnst nú frekar erfitt að hleypa karlmönnum of nærri.  Auðvitað vantar mann oft einhvern til að kúra og knúsa og allt það..... en börnin mín eiga það skilið að ég einbeiti mér að þeim og vinni að því að koma öllu í rétt horf áður en farið er út í eitthvað meira.  Þau eiga ekki föður sem sinnir þeim mikið svo að það kemur í minn hlut að vera eiginlega mamman og pabbinn eins og er, þegar maður er stór og mikill þá er það nú ekki mikið mál hehe.

ég og börnin vorum í dag að ræða síðustu jól.  Það voru jólin sem komu varla.  Við settum ekki upp jólatré, skreyttum ekkert, né nokkuð annað sem talist gæti jólalegt var gert hér heima.  Sem betur fer þá eyddum við öllum jólunum hjá foreldrum mínum þannig að börnin fengu einhver jól.  Það sem við höfum ákveðið er að halda mikil jól núna.  Við ætlum að skreyta hátt og lágt enda til óhugnarlega mikið af jólaskrauti hér (margir kassar fullir af æðislegu jóladóti), stóra jólatréð okkar verður sett upp og ljós sett á hverja grein eins og ég eyði vanalega e-h klukkutímum í (vanalega yfir 1000 ljós).  Okkur er farið að hlakka pínu til, enda eiga þetta að verða ofskreyttustu jólin hehe.

Í dag versluðum við meira að segja þrjár jólagjafir í viðbót, erum þá búin með 5 af systkinabörnum mínum og eigum þá 4 þeirra eftir auk nokkrar aðrar gjafir.  Þær ætla ég að vera búin að versla fyrir desember, þar sem að þann mánuðinn vil ég geta slakað á og dúllað mér með börnunum.

En jæja nóg í bili...kannski ég hafi eitthvað að segja næstu daga hehe... ekki hefur komið mikið héðan upp á síðkastið, einhver bloggleti í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt hjá þér Soffía. Er ekki miklu betra að vera 1 og fá mann lánaðann af og til. Ég verð bara hjá ykkur yfir jólin. Hafðu það gott sweety. koss knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.10.2007 kl. 22:57

2 identicon

Knús.....

Díta (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Sólrún

LOL Gummi.... SOFFÍA??? NOT AGAIN!! HAHA

Dida... takk fyrir knúsið, svosem engin þörf fyrir það, en alltaf gott að fá smá knús samt sem áður

Sólrún, 23.10.2007 kl. 01:40

4 identicon

better off without him I say

til hammó með tímamótin, ekki á hverjum degi sem mann heldur upp á svona. 

hafðu það gott

sjáumst um helgin í jólaföndrinu

Lára An´tonía (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:38

5 Smámynd: Óskar

Jamm...Allt gott og blessað...En hvað með mína jólagjöf? Við Yngvi komum og skreytum með ykkur þar sem okkar íbúð er svo lítil að það tekur korter að fylla hana af skrauti :P

Auðvitað væri best fyrir alla ef þið væruð enn hamingjusöm saman og allt léki í lyndi og þessi æðislegu dýr þín hefðu alltaf pabba sinn hjá sér. Staðan er einfaldlega ekki sú og þú stendur þig vel í að takast á við raunveruleikann. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en það er allavegana pottþétt að hún verður ekkert betri ef maður leggur mikla orku í að vorkenna sér.

Keep it up systa

Óskar, 25.10.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: Sólrún

Óskar, mér dettur ekki til hugar að vorkenna mér nokkuð.  Lífið er ekki búið.... örugglega margt skemmtilegt framundan.  Á líka þessa þrjá yndislegu gullmola sem eru að standa sig svo vel í einu og öllu

Arna 11 af 24 gjöfum er nú annsi gott.. En gast þú ekki klárað þetta af þarna úti í crazynesslandi?? En gaman að sjá þig aftur

Sólrún, 26.10.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband