Horfði á nýja þáttinn með Loga í gærkvöldi. Fannst ótrúlega gaman að þættinum af þeirri ástæðu að í honum var ein af uppáhalds hljómsveitum mínum frá því ég var yngri, eða Nýdönsk. Naut þess að hlusta á brot úr mörgum lögum þeirra Líka ótrúlega fyndið að sjá brot úr myndböndunum..ótrúlega hallærisleg flest
Annars fékk ég þvílíka sjokkið í dag. Á meðan "litla" skottan mín skottaðist í afmæli. Þá fór ég með eldri börnin í Smáralind í skóleiðangur. Stráksa vantaði skó í frjálsar og yngri skottuna skó í körfuna. En jæja eftir verslunarleiðangurinn ákvað ég að bjóða börnunum upp á smá hressingu hjá Jóa Fel. Við fengum okkur: tvo litla kakóskammta, einn stóran, tvær samlokur m skinku, osti og ananas, eina ostaslaufu og einn langa jón sem var skipt á milli barnanna. Herlegheitin kostuðu AÐEINS 2800 krónur!!! Ekki skrítið að það er ekkert verðmerkt í borðinu hjá þeim, því það myndi enginn blekkjast til þess að versla þar neitt af ráði. T.d. komst ég að því að ein ostaslaufa kostar um eða yfir 300 krónur, lítið kakóglas 250 kr, stærra kakóglasið 375 kr... já og svo mætti lengi telja. Held að það verði langt í það að ég bjóði börnunum aftur upp á kræsingar þarna. Ég er kannski nirfill, en þvílíkt sem ég sá eftir aurunum
Er að spá í að virkja smiðinn í mér. Langar svo að gera herbergið mitt flott Langar að kaupa mér mdf plötu, svamp og leður eða eitthvað töff efni og útbúa mér höfuðgafl. þ.e. bólstra plötu með svampi og efni og festa á vegginn við höfuðgaflinn. Ætla svo að útbúa mér kistil við enda rúmsins (herbergið er svo lítið) undir ýmislegt dótarí.... og þar sem fatasláin mín kemst ekki lengur fyrir í herberginu út af nýja rúminu... þá er ég svona að bræða með mér hvað ég geri í þeim málum.
Eigið góða helgi..... ta ta
Athugasemdir
Já, hann Jói Fel, þrátt fyrir að vera gallharður United maður, þá er þetta nú fullmikið. Því frægari og ríkari menn verða þá reyna þeir að græða sem mest, nema Jóhannes í Bónus, þar er á ferðinni vinur okkar litla fólksins
Hlynur Birgisson, 27.10.2007 kl. 21:23
Ekkert annað en rán um hábjartan dag og hann kemst upp með það maðurinn! Hann hlýtur nú að gera það þokkalega gott með þennan bissness sinn....trúi ekki öðru
Sólrún, 27.10.2007 kl. 21:50
VVVVÁÁÁÁ....Djö okur mar!!! Mundi grenja forever eftir mínum money í þetta bakarí sko. En þú hugmyndarík með rúmgaflinn...go 4 it girl. Hafðu það gott sweety,
Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 13:03
Talandi um okur... ég var á Mílano á laugardaginn... Kaffi Latte 1stk Cappucino 1stk Baka með skinku og blaðlauk 2stk.
Haldið ykkur nú...
3970 ÍSLENSKAR KRÓNUR...
Þessi baka sem er með kannski 1 1/2 eggi í og smá skinkuendum og rest af blaðlauk kostaði 1290.- Sem þýðir að ég var látinn borga 1390.- fyrir kaffið...
Hef oft farið á Milanó og líkað vel en þangað fer ég ekki aftur... er enn sár í sitjandanum...
Freyr Hólm Ketilsson, 29.10.2007 kl. 12:24
Úff já greinilega dýrt að gera sér dagamun tæpar 4 þúsund krónur fyrir smotterí!!! Úff held ég haldi mig bara heima og baki vöfflur hehe
Sólrún, 29.10.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.