Vetur konungur knýr dyra....

og ég verð að segja það að ég er ekkert óskaplega fúl.  Ég elska snjó (samt varla hægt að segja að það sé snjór núna, rétt svo föl).  Elska að verða krakki á ný og fara út í snjóinn að leika með börnunum, búa til snjókarl, snjóvirki, snjóhús, fara í snjókast og renna.  Eina sem mér finnst mínus við blessaðan snjóinn er hálkan sem fylgir.  Umferðin verður öll þyngri og já margir spólandi á sumardekkjunum og fastir hér og þar.  Sem minnir mig á það að heilsársdekkin mín eru eitthvað farin að tapa virkni og þarf ég því að fara að endurnýja dekkjakost heimilisins.  Spurning samt hvort og hvenær maður fær tíma í umfelgun hehe.  Náttúrulega lang klárast að eiga vetrardekkin á auka felgum bara.  En maður er ekki alltaf klár Wink

Talandi um að vera klár.  Ég hef nú ekki litið á mig sem alvitlausaCool.  Eeeeeeeeeeen óbojj ég er annsi klár í einu.  Það er að koma mér í vandræði með ýmis mál og þá helst karlmenn.  Vinkona mín líkir mér við Reevu Shane í einhverri sápu sýndri á RÚVFootinMouth  Kannski ekki skrítið að þær hringi reglulega og biðji um "update" ....  en öllu furðulegra finnst mér þó að þrátt fyrir þessa trú þeirra á fjörugu ástarlífi mínu, þá kúri ég nú oftast ein heima með honum voffa mínum flest kvöld.....Picture 1345

hér er mynd af okkur "skötuhjúunum" að kúraTounge

 

The greatest thing you´ll ever learn, is just to love and be loved in return.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún

Já hann er algjört krútt og þvílíkt kúrudýr þessi elska

Sólrún, 30.10.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband