"blöðrutal"...

Sótti eldri börnin á frjálsíþróttaæfingu eftir vinnu.  Vorum að keyra heim og útvarpið var á.  Auglýsing um nýja smokka á markaðnum hljómaði í útvarpinu og skondinn svipur sást á gutta.  Ég ákvað að fíflast aðeins og spyr stráksa hvort hann sé búinn að kaupa sér pakka... "huhh neihh ég ætla sko aldrei að kaupa mér smokka sko"  ég benti honum eða réttara sagt þeim báðum systkinunum á það að það væri  nú betra að nota smokka því að margt gæti nú smitast t.d. HIV.  En benti þeim líka á það að við myndum bíða með frekari umræðu þar sem þau ætluðu nú ekkert að fara að fikta neitt í þessum málum á næstunni.   *díll*??? OHH MAMMA!!!!!!!! Eitthvað fannst þeim mamma fara út á vandræðalegt umræðuefni haha...   en já vona nú að það séu nokkur ár í að þau fari að stunda kynlíf.  Vil eiginlega ekki hugsa út í það að litlu litlu börnin mín stækki óðum og þroskistBlush Meina það var nú bara rétt í gær sem ég hélt á þeim agnarsmáum.... eða svo finnst mér eiginlega

Eitt er þó víst, ég mun eiga spjall við þau, aðeins tímanlegar en hún mútta átti við mig.  Var 17 ára og búin að vera í strákastússi í þónokkurn tíma og átti kærasta, þegar mamma vandræðaleg spurði... "Sólrún þú ert á pillunni er það ekki?"  Þar með var það samtal búið......Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þetta þykjir mjög vandræðalegt umræðuefni á vissum tímapunkti en strákurinn minn er 13 ára og skiptir litum ef talað er um smokka,brjóst eða eitthvað svoleiðis en ég býst við að á einhverjum tímapunkti borgi sig að ræða svona mál af alvöru

Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Sóla sex talker mom, hehe. Þetta getur verið vandræðalegt fyrir suma. Ég ólst upp allt öðruvísi. Það er ástæða að drengir hætta að fara í íþróttir á vissum aldri, en það kemur svo. Hafðu það gott sweety.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.10.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Sólrún

hehe Katrín, mín eru nú bara rétt 12 ára (í nóv) en hvaa maður verður að búa börnin undir það sem koma skal hehe.  En já greinilega svolítið vandræðalegt umræðuefni hehe

Sólrún, 30.10.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Börn eru BARA og EINGÖNGU yndislegust. Góða nótt mín kæra.

Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 00:30

5 identicon

já þetta með ræðuna er flókið.... ég fékk mína of seint - með pillupakkanum sem ég fékk eftir að ég kom 16 ára gömul heim af spítalanum eftir að hafa misst fóstur. Mæli endilega með ræðunni....

mundu svo bara að þú þarft sjálfsagt að fara með ræðuna fyrr hjá dömunum en herranum..... en allur er varinn góður

Lára Antonía (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 00:32

6 Smámynd: Sólrún

Arna, eflaust vita þau miklu meira en við höldum (án efa), en máliði er held ég að vera ekki feiminn við að ræða þetta.  Man hvað hún mamma roðnaði, blánaði og liggur við stamaði þegar hún reyndi að ræða þetta við mig hehe

Sólrún, 31.10.2007 kl. 09:16

7 Smámynd: Sólrún

Lísa kannast sko alveg við þetta.   Ef eitthvað dónó er í sjónvarpinu þá kemur kindarlegur svipur á liðið.. Ef ég spyr hvað þau séu nú eiginlega að horfa á þá heyrist "þú ert sko að horfa á þetta!! Ekki við!" hehe

Æji þetta er nú bara sætt sko

Sólrún, 31.10.2007 kl. 21:18

8 Smámynd: Óskar

Sonur minn var nú bara sex ára þegar hann spurði mig. Pabbi...er það satt að maður þurfi að ríða til að búa til börn?? Pabbi hans keyrði næstum því útaf. Nú er hann aftur á móti 9 ára og mun fróðari um þessi mál en ég þegar ég var jafn gamall. Fræðslan sem hann fékk var samt meira um ást og virðingu fyrir kvenmanninum til þess að svo mikið sem hugsa um kynlíf...já eitthvað svoleiðis bull

Óskar, 31.10.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband