Senn líður að jólum....

Jæja jólatréð var skreytt í kvöld af börnunum (mamman fékk þó það skemmtilega verk að setja seríurnar á).  Verð nú bara að segja að ég hef sjaldan séð jafn fallega skreytt tré, enda á mikið af skrautinu smá sögu.  Margt sem börnin hafa fengið í skóinn frá því þau voru lítil og heyrðist oft...."Ohh mamma ég man þegar ég var lítil og fékk þetta í skóinn". 

Fórum í skötu til mömmu og pabba í dag, mættum þar þrjú systkinin að venju með fjölskyldur okkar (systir mín býr því miður úti á landi og vantaði því hennar fjölskyldu).  Að vísu borðuðum ég og eldri börnin saltfiskrétt sem mamma útbýr alltaf fyrir þau okkar sem ekki borðum skötuna, og hann er hrein og bein snilld.  Yngri dóttirin borðar aftur á móti skötuna með bestu lyst. 

Á morgun verðum við börnin svo hjá foreldrum mínum.  Ég hef aldrei upplifað aðfangadagskvöld án foreldra minna og börnin mín eru bara á því að amma og afi eigi alltaf að vera með okkur.  Ég er víst eina systkinið sem er svona skrítin, en það er nú í lagi hehe einhver verður að sjá um þaðTounge

O%20Christmas%20Tree_jpg

Á jóladag hittumst við syskinin svo hjá mömmu og pabba í hangikjét og er þá oft mikið líf og fjör enda mörg börn á líkum aldri sem hittast þar.

 

Óska ykkur allra gleðilegra jóla og megi þið hafa það sem allra best yfir hátíðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gleðileg jól til þín og þinna

Anna Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 01:24

2 identicon

gleðileg jól til ykkar allra

knús og kossar

Lára

Lára Antonía (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Lena pena

Takk fyrir að vilja vera bloggvinur minn

Lena pena, 29.12.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband