Það er víst skollin á kreppa og þá er um að gera að reyna að nýta vel hvern eyri sem maður hefur á milli handanna. Í tilefni þess þá kenndi ég börnunum mínum að gera gamaldags og góðan plokkfisk. Mikið eru þau nú stolt að kunna að gera ömmuplokkara núna hehe, enda var þetta víst besti plokkari sem þau höfðu nokkurntíman smakkað.
Það sem kemur mér svo skemmtilega á óvart er það hvað þau eru orðin dugleg að elda. Enda gerist það nokkrum sinnum í viku að þau fá að elda, algjörlega ein eða með minni hjálp. Á þessu heimili er gildir sko samvinna og það vita þau. 8 ára gömul kunni Aníta Ýr algjörlega á þvottavélina, flokkaði þvott eftir lit, setti samviskusamlega í vél, stillti og setti svo af stað. Þetta gera þau öll börnin, sem og að setja í þvottavélina, brjóta saman þvott og fleira í þeim dúr.
Skilst á henni systur minni að við yngri systkinin hefðum nú ekki þurft að gera mikið í æsku, kannski þessvegna sem ég hef snúið dæminu við hehe. Verða þá kannski öflugri en ég í þessum málum
Annars stendur enn yfir íbúðarleit og gengur hún ekki alveg sem skyldi. Vonandi styttist þó í það að við finnum okkur húsnæði og þá helst hér í Breiðholtinu. Annars eru líka vangaveltur um að flytja í Hafnarfjörðinn. Mér líkaði vel að búa þar þegar ég var yngri og Gilsi minn er úr Firðinum og langar auðvitað svolítið þangað aftur.
Nóg héðan í bili Skelli kannski inni línum síðar
Athugasemdir
Yngvi er afskaplega duglegur að gera það sem ég bið hann um að gera, en það er svosem ekki mikið. Birnir er aftur á móti erfiðari í umgengni en þegar ég fór að týna upp kubbana hans í stofunni í gær kom hann og hjálpaði mér að setja þá ofaní...í smá tíma, svo fattaði hann að það væri miklu skemmtilegra að kasta þeim eitthvert annað...En það var á meðan það var.
Óskar, 1.4.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.