Hin ótrúlega djammglaða ég.....

Ég var búin að lofa Soffíu vinkonu að fara með henni á októberfest hjá háskólanemum, ætluðum sko að finna okkur hávaxna sæta stráka..... En þar sem ég er víst bad boy týpa þá ákvað ég að sleppa því.  Ekkert viturlegt að sitja uppi með bad boy týpu á námslánum, svona ofan á allt annað Tounge

En svona í alvöru talað, þá vaknaði ég í morgun, óvenju þreytt og úldin. Dröslaði mér í foreldraviðtal hjá yngri dóttlunni sem auðvitað er bara yndisleg, ótrúlega vel gefin og fallegt barn að sögn kennarans. Beint í vinnuna þar á eftir, og blótaði mér á leiðinni að hafa ekki fengið mér morgunmat. Júhh gæti nú pottþétt fengið mér eitthvað að borða fljótlega, svona eftir fyrstu törnina. En neiiii reyndin varð önnur.  Frá upphafi vinnudags og fram til kl 18:00 gafst enginn tími í pásu, og var það því annsi svöng Sólrún sem dröslaði sér úr vinnu.  Kom við í ríkinu og kippti með einhverjum veigum til að drekka um kvöldið með Sófí.  Brunaði svo á Mc Donalds og keypti eðal draslfæði fyrir börnin sem ætluðu í gistingu til ömmu og afa.

Auðvitað endaði það svo á því að ég nennti ómögulega á djamm, hefði getað sparað mér áfengiskaupin, börnin fóru ekki til ömmu og afa...... og ég sit hér ennþá vakandi og var að fá símtal frá Sófí sem er í svaka stuði í bænum. 

Kvöldinu var varið í kósíheit, nammiát og smá stelpudúllerí. Er allavegana komin með þessar fínu neglur, svaka dömuleg Tounge

María þarf að skella nöglum á þig við tækifæri, þori ekki öðru en að standa við það sem ég lofaði þarna um helginaWink Og já auðvitað andlitsbað og lit og plokk eins og kallinn þinn bað um (þó ekki fyrir sig).  Og já er sko byrjuð að prjóna sokkana á litla gutta, þó hægt gangi heheTounge Nægir einn sokkur????


The good´n the evil....

Ætli það sé þannig að sumar kvk laðist eingöngu að "bad boy" týpum og finnist "góðu" strákarnir ekki nógu spennandi?

*hux* hvað segið þið?

Eruð þið "bad boy" týpur eða "góðu stráka" týpur??Tounge


jáhh loksins smá blogg...

Jáhh mikið djöfulli (afsakið orðbragðið) hef ég verið löt að blogga.  Einhverra hluta vegna þá bara hef ég lítið sem ekkert að segja.  Lítið að gerast í mínum heimi sem vert er að tala um.. hehe eða jahh skulum segja það að sumt er ekki prenthæft og annað er betra að tala ekki um svona á veraldarvefnum.

Skellti mér á föndurnámskeið í gærkvöldi með vinkonu minni.  Ég sem hér áður fyrr var forfallinn föndrari hafði ekki snert föndur að ráði í mörg ár.  En á þessu  námskeiði var verið að kenna jólakortagerð.  Ég afrekaði að búa til 3 jólakort, svo að núna er að gera úllen dúllen doff og ákveða hverjir þrír fá heimatilbúin klúðurslega gerð jólakort þetta árið Tounge Til gamans ætla ég að skella inn myndum af þeim sem ég tók með símanum mínumSmile

Picture 1353Picture 1354Picture 1355

 

Annars var það ákveðið þarna á námskeiðinu að ég og Lára skvísa ætlum að skella okkur í bústað yfir helgi, sötra rautt/hvítt, föndra fullt af jólakortum, kíkja í pottinn og fleira skemmtilegt.  Hef ekki gert slíkt í laaaaaaaaaaaaangan tíma og hlakkar svakalega til Grin Yrði í annað skiptið síðan börnin fæddust sem ég færi svona barnlaus í bústað yfir helgi.  Eiginlega hægt að segja það að hægt sé að telja þau skipti sem ég hef verið barnlaus (frá fæðingu þeirra , eru núna 9-12 ára) yfir heila helgi á fingrum beggja handa. Svo að ég held að við hefðum bara öll gott af því..... og já þá fá kannski fleiri en 3 aðilar jólakort í ár.... hehe

En jæja loksins komið smá blogg... kannski fer ég að komast í blogggírinn og setja eitthvað sniðugt inn hér síðar... ta ta


Snilld... :P

Það var kvöld eitt að hjónin höfðu

lagst til hvílu fyrir nóttina að konan varð vör við að eiginmaðurinn snerti

hana á mjög óvenjulegan hátt.




Fyrst rendi hann hendinni yfir axlirnar á henni og efrihluta baksins.




Síðan renndi hann hendinni mjög létt yfir brjóst hennar .




Þá hélt höndin varlega niður með síðunni og yfir magann og síðan niður

með síðunni hinu megin niður að mitti.




Hann þuklaði síðan mjöðm hennar fyrst öðru megin og síðan hinu megin. Hönd

hans fór síðan niðureftir lærunum utanverðum.




Hönd hans strauk síðan vinstra lærið varlega að innanverðu og eins

við hægra lærið.


Þegar þarna var komið var hjartsláttur konunnar orðinn örari og hún titraði

aðeins og hagræddi sér í rúminu.




Þá hætti maðurinn skyndilega og sneri sér yfir á hina hliðina í rúminu.




“Af hverju ertu hættur” hvíslaði konan.




Hann hvíslaði til baka


“ Ég er búinn að finna fjarstýringuna”!!


Nohhh.....

Haldið þið ekki að sú gamla hafi skellt sér á skrall í gær!!  Fyrsta djammið í hálft ár og jahh var bara ágætt (svosem ekkert mikið meira í rauninni).  Fór í partý sem var mjög sérstakt að því leiti að ég var sú eina sem var með fulla heyrn þar. S.s. allir aðrir sem í partýinu voru voru annaðhvort heyrnalausir eða mjög heyrnaskertir.

Fannst þetta sértstök upplifun að því leitinu að ég fann hvernig það er að vera sá eini sem sker sig úr fjöldanum (jahh jú gæti nú kannski talið fleiri atriði til þar sem ég skar mig úr þar sem ég er nú svo skrítin hehe).  Maður hefur nú svolítið gott af því að finna hvernig þessi tilfinning er að finnast maður öðruvísi en hinir og vera örlítið út úr.... þar sem það er eflaust upplifun margra heyrnarlausra, heyrnarskertra, blindra og já svo mætti lengi telja. 

Hið fínasta partý og gaman af kvöldinu í heild.

Að partýi loknu var haldið í bæinn og kíkt á Magna og Josh á Gauknum.  Verð nú að segja að Josh er nú asskoti flottur gaurTounge Ekkert leiðinlegt að bera hann augum sko, og tónlistin var ekki í verri kanntinum.  Kíktum svo á nokkra staði og að lokum var sú gamla orðin lúin og lét sig hverfa heim á leið, sátt við að komast í hlýtt bólið.


Happy bear...

3M_command_bear_hook

Hehe.. æji ég veit ekkert merkilegt héðan, en rakst á mynd af þessu fína fatahengi á netinu.  Annsi ánægður bangsi þarna á ferðTounge


Ljóskubrandari í boði sonarins...

Sonurinn sagði mér ljóskubrandara í kvöld, hann var á þessa leið.

Afhverju fara ljóskur aldrei í frisbí?        Afþví þær verða svo þreyttar á að grípa með tönnunum....

 

Jáhh mikið er ég fegin því að vera þokkalega dökkhærð, en eftir daginn í dag er ég eiginlega svakalega dökkhærð.  Svo dökkhærð að börnin fengu hálfgert sjokk og sögðu að hárið á mér væri barasta eiginlega svart, og leyst þeim nú ekkert allt of vel á þaðJoyful 

Á eftir að venjast bæði litnum og klippingunni, en það kemur nú fljótt.....Nú er bara að skella sér af krafti í ræktina og bræða af sér smá mör, gera sig svolítið fitt og flott *HÓST*  allavegana stefna á þaðTounge

 


Síðbúin hreiðurgerð... ellikellu..

Það mætti halda að ég væri í hreiðurgerð.  Kellingin búin að búa í 13 ár og jahh á því smá hreiður.  En nei síðustu vikur og mánuði hefur mig klæjað í fingurna að breyta hreiðrinu mínu.  Ekkert endilega kaupa mér rándýr og ný húsgögn.  Nei nei mín er nægjusöm og aldrei verið þekkt fyrir það að hlaða rándýrum hlutum inn á heimilið.  Hef aftur á móti komist að því að það er hægt að kaupa sér notuð húsgögn sem ekkert sést á þar sem margir endurnýja heimilið oft, þar græddi mín Tounge

Núna... akkúrat þessa dagana er ég óð í að kaupa mér stóra djúsí púða í sófann minn og aðra í rúmið mitt.  Svona púða sem gott er að kúra með og eru líka flottir.  Hef ekki séð þessa blessuðu púða sem mig langar í (jú jú rakst á þá í geðveikri heimilisbúð á spáni en gat nú ekki verið að dröslast með einhverja tugi heim).  Svo ef einhver veit hvar ég get keypt flotta djúsí púða (mega vera svolítið grófir) þá endilega laumið því að mérWink  Mútta stakk upp á því að ég myndi sauma mér púða... eeeeeeeen mig langar í ferkanntaða flotta púða, ekki einhverja ólögulega, skakka og skældaTounge

Blúsinn er enn til staðar, Pollýanna er eitthvað smá efins um að lausn verði á ósættinu.  En ætla nú ekki að gefast strax upp.  Þolinmæðin þrautir vinnur allar..... er ekki sagt svo??

En.. jáhh klipping og litun og svo vinnan.... eftir það HELGARFRÍGrin

Hafið það gott alle sammen, ef ég hef eitthvað sniðugt að segja þessa dauðu daga mína þá skelli ég því inn hið snarasta.... ta ta


Tregablús

Mér lennti saman við þá manneskju (fyrir utan fjölskylduna mína) sem stendur næst hjarta mínu.  Ég hin kjaftfora missti út úr mér orð sem áttu í raun aldrei að vera meint í þeim skilning sem þau voru tekin.  Svo nú situr mín í tregablús með kramið hjarta.

Mikið getur maður verið sorglegur, kíki á símann hundrað sinnum á dag þó svo ég viti að þar bíði mín svosem ekkert.

Vinkona mín sagði að Hermundur talnaspekingur hefði sagt við hana að ef maður hugsaði vel til hluta og aðstæðna þá myndi allt fara á þann veg sem óskað er.  Held í þá von.

Hætt öllu voli og væli..........finn mér eitthvað annað að gera

Dríf mig í smá yfirhalningu, litun, klipping, lit og plokk og jafnvel eitthvað fleira á morgun.  Það bætir alltaf líðaninaWhistling

Akkúrat núna byrjaði lagið Tregablús í tækinu hjá mér.... passar vel hehe


Verði þér að góðu....

Fórum út að borða í gærkvöldi, á matseðlinum var annsi margt sem ekki er vant að rata á diskinn hjá manni. Ég er ekki mikið fyrir að prófa framandi mat, en smakkaði á froskalærum sem í raun voru ekki bara læri heldur stökkvandi froskarTounge meira að segja börnin borðuðu þá af bestu list.  Sumir í hópnum fengu sér svo strútskjöt, snigla, og já veit ekki hvað þetta heitir sem rataði á diskana hjá þeim.  Mín fékk sér pasta haha ein sem vill vera örugg um að vita hvað hún borðarFootinMouth

Annars var þjónustan og fleira bara fyrir neðan allar hellur á þessum stað, börnin urðu að gjöra svo vel að sitja kyrr á rassinum allan tímann og maður mátti varla aðstoða þau við að panta þar sem þjónarnir voru fremur grömpí og óliðlegir, meira að segja diskarnir voru hirtir af fólki áður en forréttirnir voru kláraðir.  Sonurinn var við það að stinga í kjötbita þegar diskurinn allt í einu hvarfWoundering

En hér koma svo nokkrar myndir....

Picture 1014Picture 1020

Picture 1024Picture 1026


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband