Yngri dóttlan mín má ekkert aumt sjá þá byrja tárin að renna. Í gær duttum við inn í Titanic í sjónvarpinu, akkúrat í atriðinu þar sem Titanic sekkur. Hún horfði með mér og eldri systur sinni á atriðið og eftir smá stund læðist hún inn á baðherbergi. Mig grunaði nú hvað væri í gangi. Eftir smá stund kemur sú stutta stúrin fram og útgrátin. Ég tek utan um hana og knúsa, og sú stutta bara brotnaði niður og henni fannst þetta það sorglegasta sem hún hafði séð. Þurfti mikið að tjá sig um það sem var að gerast hverju sinni. Og jú auðvitað var þetta mjög sorglegt moment í myndinni.
Þegar þessi sama dóttla mín var lítil þá fannst henni ósköp gott að sofna í fanginu á mér. Eitt skiptið sat ég frammi í stofu og horfði á mynd og ætlaði að leyfa henni að sofna í fanginu á mér. Hún var svona einhversstaðar innan við 3 ára aldurinn. En jæja í myndinni drukknar lítið barn, ég geri mér ekki alveg grein fyrir því að dóttlan myndi í raun meðtaka mikið og taldi hana vera að sofna. Allt í einu byrjar hún að gráta sárum gráti og segir "barnið dó", og þurfti þónokkurn tíma til að róa hana.
Hún horfir á teiknimyndir og kemur oft grátandi til mín ef eitthvað sorglegt er í þeim. Er með soddan músarhjarta.
Aftur á móti elskar hún þegar eitthvað gott gerist í myndum og þáttum. Núna situr hún brosandi út að eyrum og tjáir sig óspart um hvað allir í Extreme home makeover eru góðir að byggja nýtt hús fyrir þá sem eru svona fátækir. Hún er svo yndisleg þessi elska
Sem dæmi um hvað hún hefur stórt hjarta. Í leikskóla mátti hún aldrei vita af neinum líða illa, eða af neinu nýju barni sem ekki þekkti neinn. Hún tók þá undir sinn verndarvæng. Í skólanum er sama sagan. Þegar það byrja ný börn, þá sérstaklega af öðru þjóðerni þá tekur hún þau undir sinn verndarvæng og hjálpar þeim. Kannski þessvegna sem bestu vinkonur hennar eru kínversk, tælensk og kósóvsk (ekki viss hvernig á að skrifa þetta).
Bloggar | 17.7.2007 | 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er eitt sem hefur alltaf vakið undrun mína. Það er þegar talað er um hvað einstæðar mæður hafi það gott. Þegar ég var í sambúð þá var ég alla tíð í skráðri sambúð, og mikið hamrað á mér að skrá mig úr sambúð því að þá myndi ég hafa það svooo gott. Er það ekki málið "einstæðar" mæður hafa það gott en einstæðar mæður hafa það bara ekkert eins gott og af er látið.
Sem einstæð móðir þá þarf ég að horfa í hverja einustu krónu. Og oftast er bara krónan ekki til sem mig vantar. Þrátt fyrir meðlag, barnabætur á þriggja mánaðar fresti og mín ekki svo háu laun (eins og er eru þau ekkert til að hrópa húrra fyrir) þá finnst mér ég bara ekki vera að finna fyrir þessari velmegun sem einstæðar mæður eiga að lifa við. Við það að hafa aðra fyrirvinnu á heimilinu, höfðum við það svo margfalt betra. Er það ekki oftast raunin?
Ég á þrjú börn öll yfir 7 ára aldrinum, eftir að 7 ára aldri er náð þá stig lækka barnabæturnar. En ekki er sama hægt að segja um útgjöldin vegna barnanna. Jú jú ég er laus við bleyjurnar og leikskólagjöldin núna. En svo annsi margt sem kemur á móti í útgjöldum sem vega upp á móti og gott betur. Eldri börnin og unglingarnir eru ekkert ódýr í rekstri þrátt fyrir að vera laus við bleyjurnar og útskrifuð af leikskólanum.
En jæja bara smá spekúlering þar sem ég heyri það svo allt of oft hvað við einstæðu mæðurnar höfum það gott. Það sem ég hef lært af því að vera einstæð, er að meta það sem maður hefur margfalt betur. Gera eins gott úr því sem maður hefur og möguleiki er á, nýta hverja krónu vel. En gráta svo í koddann þegar illa gengur og vona það besta.
Bloggar | 17.7.2007 | 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á laugardaginn baðaði ég hann Rocco, blés og greiddi. Hann hreinlega þolir ekki að láta baða sig. Ef ég nefni bað við hann þá er hann fljótur að fara inn í búrið sitt og þá alveg innst inn í horn. Og það gerði guttinn um leið og ég ætlaði að fara að baða hann.
En jú jú ég baðaði hann og gerði svakalega fínan, varð ekkert smá flottur og fínn. En í gær ég svo í gönguferð í Elliðárdalinn með hann. Við röltum einhvern hring og höfðum gaman af, fórum svo út í móa og þar leyfði ég honum að vera lausum. Eins og hann hatar að láta baða sig þá elskar hann að sulla í vatni, og það gerði gaurinn. Og ekki nóg með það, eins og börnin þá er hann með safnaraáráttu. Já hann safnar steinum. Hann óð út í vatnið og fann sér álitlega steina til að krafsa í og færði þá upp á bakkann. Stundum færðist hann of mikið í fang, en hann var búinn að útbúa smá vörðu þegar ég loksins náði honum á þurrt, ósáttum því hann vildi fá að leika lengur
Það var því frekar, blautur, tætingslegur hundur sem fór með mér heim og til að toppa allt þá notaði hann mosann til að þurrka sér og jahh skulum segja að hann hafi minnt á litla mosahrúgu á eftir..... Tók því semsagt að gera hann fínan Tók nokkrar myndir af honum á símann minn og lét í albúm. Gat ekki hlaðið inn videofilunum, á eftir að prófa betur.
Bloggar | 16.7.2007 | 14:06 (breytt kl. 14:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þar sem ég er tæknilega fötluð og kann engan veginn að setja inn myndbönd frá you tube. Þá skelli ég bara inn link. Hef lítið að segja í bili, en læt bara lagið tala........ Finnst það svo frábært eitthvað þessa dagana, einhverra hluta vegna
Svo er hann Palli bara nokkuð nettur alltaf þorir allavegana að vera hann sjálfur..... er það ekki málið??
Bloggar | 15.7.2007 | 01:37 (breytt kl. 03:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þú átt það reyndar til að tortryggja aðra og lætur því sjaldan blekkja þig sem er ágætur kostur í fari þínu miðað við stjörnu fiska. Hér kemur fram að þér hættir til að gleyma harðri baráttu þinni fyrir öryggi og bjartri framtíð. Þú breytir gjarnan skoðunum þínum á þessum árstíma af einhverjum ástæðum og einnig kemur hér fram að þú ert ekki eins þrifin/n og t.d. í maí síðastliðnum sökum þreytu eða leti jafnvel.
Jáhh kannski ég þurfi að fara að sparka í rassgatið á mér og taka pleisið í gegn. Blöskraði í morgun hvernig íbúðin leit út eftir 5 börn að borða popp. Hefði getað fengið nokkrar púddur hingað inn til að þrífa gólfin *dæs*
En já vorum að koma úr sundi, vorum aðeins um 4 tíma í bleyti og sú gamla skellti sér nú ófáar ferðir í rennibrautirnar við mikla kátínu yngri kynslóðarinnar. Héldum keppni í að fleyta kellingar (enda vorum við tvær kellur þarna í leik með börnunum), gusukeppni og fleira í þeim dúr. Fengum meira að segja smá sólarglætu á tímabili og kannski smá lit í leiðinni
Í kvöld er stefnan sett á leti og sófakúr fyrir framan einhvern þátt eða mynd. Börnin bara hljóta að sofna snemma eftir allan þennan leik í lauginni
ta ta...
Bloggar | 8.7.2007 | 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er búin að sitja hér ein frammi í svolítinn tíma. Þessi 6 börn sem eru á heimilinu núna eru búin að sofa á sínu græna, þar til dinglað var á fullu (fyrrverandi tengdapabbi að sækja hundinn í gönguferð), þá fóru þau að rumska.
En já að nóttunni, hún var sko annarsöm!! Eins og þeir sem þekkja mig vita, þ er ég algjör nátthrafn, elska að vaka og dunda mér þegar börnin eru sofnuð. Og á erfitt með að koma mér í rúmið fyrr en á milli kl 02:00-03:00
En já ég fór að sofa á mínum tíma, var snögg að sofna. En svona rúmum klukkutíma eftir að ég sofna þá vakna ég við sms frá vini mínum sem var út á landi að djamma. Ég las smsið allt að því sofandi, og þótt ótrúlegt megi virðast þá náði ég að svara þeim nokkrum allt að því sofandi líka Varð að kíkja í morgun til að vera viss um að ég hefði nú ekki bara svarað algjöru bulli.
En já ég sofna aftur og úff þá tekur fjörið við. Ég er ekki að grínast ég stóð í erjum og uppgjöri við minn fyrrverandi í nótt (það hefur sko aldrei hennt áður sem betur fer). Og í draumnum sagði ég það sem mig hefur langað til að segja en hef í raunveruleikanum passað mig á að segja ekki. Fyrir þá sem ekki vita, þá skildi ég við sambýlismann minn til 12 ára og barnsföður vegna framhjáhalds. Hann flutti beint til viðhaldsins, en hefur svo ekki getað sleppt almennilega af mér höndinni og viljað koma heim þrátt fyrir að búa með henni. Hann skildi við börnin okkar í leiðinni, og reiðin í draumnum var auðvitað að miklum hluta til þess vegna!! Ég var svo reið og pirruð í draumnum og vaknaði reið og pirruð!! Ekki góð byrjun á góðum degi!! En ég er nú komin yfir það að mestu núna
Var fegin því að þetta var draumur en ekki veruleiki, því það er svo lýjandi að standa í svona erjum.
En núna er það að fóðra grísina sem eru loksins komnir á fætur og rölta svo yfir Elliðárdalinn í Árbæjarlaugina í sund. Síðar í dag er svo VATNSBYSSUSTRÍÐIÐ MIKLA!! Sjáumst þar
Bloggar | 7.7.2007 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Haha er með þrjú frændsystkini mín hér í gistingu (auk barnanna minna auðvitað) og jahh það er smá bíókvöld, krakkarnir völdu að horfa á Epic movie sem svona grínblanda af ýmsum myndum. Eitt atriðið er með stelpum sem eru að syngja og dansa og ein beygir sig fram, þannig að rassinn snýr að myndavélinni. Ég: strákar, haldið fyrir augun á ykkur þetta er nú heldur mikið fyrir ykkur (hehe ákvað að stríða þeim aðeins). Bróðursonur minn: nauts þetta er sko ekkert of mikið fyrir mig.... heldur allt of lítið!!
Bloggar | 6.7.2007 | 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja ný kella mætt á svæðið... jahh eða svo gott sem, allavegana nýklippt og lituð, skellti meira að segja lit í brúnirnar til að fullkomna heildarlookið. Orðin húsum hæf, eða ættum við að segja loksins orðin hæf til að fara út úr húsi Allt í fínu með það, en annað með soninn sem búinn var að safna lubba í langan tíma. Eitthvað sem honum fannst svaka töff, kominn með þungan skátopp og jáhh bara algjör lubbi. Ég fór með hann í óvænta klippingu, sagði hárgreiðsludömunni að snyrta hann til en að hafa smá lubba eftir og skátopp þar sem það var það sem sonurinn vildi. Til að gera langa sögu stutta þá fór sonurinn í þessa líka heljarinnar fýlu að klippingu lokinni, tróð á sig derhúfu og strunsaði út af hárgreiðslustofunni. Eftir stóð mamman sem var búin að dásama klippinguna hægri og vinstri, og vanræðaleg hárgreiðslukona.
Stráksi er nú að jafna sig, er nú svakalega sætur með nýju klippinguna og mér verður vonandi fyrirgefið fljótlega
Endurheimti eldri dóttluna í kvöld Er semsagt komin með þrenninguna mína aftur eins og hún á að sér að vera og gott betur þar sem í för voru tvö aukabörn sem ég ætla að hafa næstu daga. Hér verður sko fjör
Á morgun er það svo vatnsbyssustríðið mikla!! Á víst að slá heimsmet í vatnsbyssustríði og maður er nú ekki mamma með mömmum nema taka þátt. Enginn er verri þó hann vökni, nema hann drukkni
Eigið góða helgi öll sömul, hendi örugglega inn eins og nokkrum stöfum um helgina
Bloggar | 6.7.2007 | 20:36 (breytt kl. 20:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fór til spámiðils í morgun, er eiginlega í hálfgerðu sjokki ennþá. Ótrúlegt hvað hún gat lýst fólkinu mínu, lífi mínu, mínum fyrrverandi, börnunum mínum og já bara ÖLLU
Svolítið skondið eitt (föðuramma mín var víst á svæðinu).. hún spurði mig hvort ég væri stundum slæm í baki og öxlum, jú jú ég játti því. Þá kemur "varst það ekki þú sem ætlaðir að vera svoo dugleg í ræktinni og að synda???" ég: *ræskj* jú einmitt. Núna þýðir ekkert annað en að fara að drösla sér í sundið. Því þessi amma mín hefur alltaf komið með ráð og eitthvað varðandi heilsu fólksins í fjölskyldunni. Hún vissi sko sínu viti konan sú.
Skelli kannski inn meiru í kvöld, svona þegar ég hef móttekið meira af því sem sem spámiðillinn sagði
Bloggar | 5.7.2007 | 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggar | 4.7.2007 | 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)