Eins og gelgjurnar segja OMG!! OMG!!!

Ef ég er ekki í sjokki þá er ég í SJOKKI!!!  Fór í dag með endurheimtu dóttlunni í Kringluna og Smáralind að versla afmælisgjöf handa henni.  Ákvað í leiðinni að finna mér bikinitopp og svona tankinibol.  Fékk nú nett hjartaáfall þegar ég leit á verðið á þessu hvorutveggja.  Þessar tvær smáflíkur kosta ss Aðeins tæpar 20.000 krónur *dæs* tek bara gamla sundbolinn minn með mér og verð hallæris gellan á ströndinni.  Eða jafna mig á sjokkinu fram til morguns og laumast þá kannski til þess að kaupa þessar nauðsynjar fyrir spánarferðina.Blush

Annars er ég að fara til Magneu spámiðils á fimmtudaginn, hef aldrei áður farið til slíkrar manneskju.  Er bæði forvitin og hálf feimin við þetta.  En hef heyrt að hún sé hreint og beint ótrúleg.  Kannski sér hún riddarann á hvíta hestinum birtastTounge Aldrei að vita, og þann skuggalega á gráu bykkjunni hverfa lengra út í buskann.  Maður veit aldrei hverju maður á von á, þekki marga sem hafa prófað þetta en hef sjálf aldrei þorað því.  En nú er komið að því, er forvitin hvað hún hefur að segja mér um fortíðina, nútíðina og framtíðina.  Ekki það að ég komi til með að lifa eftir því sem hún segirTounge


orð dagsins :)

Hamingja er fólgin í því að veita hamingju.....

 


Endurheimtur

Anítan mín kemur heim á morgunGrin get varla beðið eftir því að fá að knúsa hana og kyssa.  Búin að sakna beggja stelpnanna minna svo svakalega þessa rúmu viku.  Hún ætlar í fyrsta skiptið að fara ein með rútu, mamman fær auðvitað smá í magann við tilhugsunina en svona er að vera algjör ungamammaTounge 

Áróra Lind verður áfram fyrir norðan í "vist" en svo er ég að spá í að fá gríslana hjá systu lánaða svo ég nái nú eldra stelpuskottinu mínu heim fljótlega.  Finnst svo óskaplega einmanalegt þegar ég hef ekki liðið mitt hjá mér.  Þau gefa manni svo ótrúlega mikið þessar elskurSmile

Guttinn hefur þó alveg notið sín svakalega vel einn með henni mömmu gömlu. Hefur svo verið að "vinna" fyrir hann afa sinn.  Keyrði rígmontinn um á slátturvél í dag og sló eins og hann ætti lífið að leysa.  Er sko að vinna sér inn evrur með smá vinnu.  Þá getur hann nefnilega farið í Go kart á spáni.  Það er draumurinn allavegana hjá honumTounge  Hann veit nú líka að mamma gamla er soddan adrenalinkelling að hún mun fara með honum í allt slíkt, hann ætlar nefnilega að bjóða henni mömmu gömlu með sér þessi elskaCool

Annars var byrjað í hörkuátaki í dag, nú skal sko tekið á því og kílóunum sagt stríð á hendur.  Þó heldur seint í rassinn gripið svona fyrir ferðina, en jahh hef sett mér takmark fram að jólum og sjáum hvernig það mun gangaCool

Hafið það gott... innihaldslaust raus þennan daginn... tata

 


Er hver sinnar gæfu smiður?

Sumir vilja meina að líf hvers og eins sé fyrirfram ákveðið.  Svona ef við gerum ráð fyrir því að það sé rétt, er það þá þannig að það er gengið á röðina og pikkað út hverjir verði farsælir, hverjir fá stóran skammt af sorgum, missi, fátækt, óhamingju og svo mætti áfram telja.  Hvað er það þá sem ræður valinu?  Og hversvegna ætli það sé þannig að sumir fái stóran skammt af sorgum á meðan aðrir komast í gegnum lífið nær áfallalaust?  Held í raun að engin svör sé við þessum spurningum en maður veltir þessu svona fyrir sér.

Að stórum hluta hef ég átt gott og farsælt líf.  Þakka daglega fyrir það að eiga þrjú heilbrigð og yndisleg börn, góða fjölskyldu, hef fáa ástvini misst og já þakka Guði einnig fyrir það að vera sjálf heilbrigð og til staðar fyrir börnin mín. 

Ég nefnilega held ennþá í barnatrúna.  Þó stundum sé erfitt að trúa því að karlinn þarna uppi sé til þegar maður heyrir t.d. af krabbameinsveiku barni, stórum missi einhvers eða stórum áföllum og svo mætti áfram telja.  Þá er það þannig að það veitir manni oft ró og frið á sálinni að geta beðið fyrir þeim sem maður elskar, þeim sem eiga bágt og svo fram eftir götunum.

Á hverju kvöldi fer ég alltaf með litla bæn, bið fyrir heilbrigði, hamingju og farsæld til handa börnunum mínum, foreldrum, náinna ættingja, þeirra sem minna mega sín, þeim sem berjast fyrir lífi sínu, fjölskyldum þeirra og já alla þá sem koma upp í hugann.  Ég þykist ekki betri persóna fyrir vikið, en þetta veitir mér vellíðan og ró.  Og ég vil trúa að það sé eitthvað gott við bænir fólks, einhver máttur eða orka sem ég eiginlega get ekki skýrt nánar sem fylgi þeim.

Æji er komin út í eitthvað væmnisbull ég veit það, en þetta er brot af því sem í gegnum huga minn hefur farið upp á síðkastið, of mikil þögn og rólegheit í kringum mig (lesist engin börn heima) og jahh þá flýgur nú ýmislegt í gegnum kollinn skal ég ykkur segjaTounge. 

Lofa að koma með eitthvað hressilegra og skemmtilegra í næsta bloggi.  Hafið það sem allra best Smile


"Flottur" gaur í band í rass sundfatnaði :P

Ég var spurð að því í gærkvöldi hvort ég vildi ekki kíkja í Nauthólsvíkina í dag, þar sem það yrði heiðskýrt og gott veður.  Jú jú mín hélt það nú.  Ég og sonurinn (stelpurnar eru enn fyrir norðanBlush) fundum til teppi, sundföt á guttann, handklæði, Ipod, bækur, fötur, skóflur og allt það sem gæti gagnast manni á ströndinniTounge  Héldum svo í bakaríið þar sem við versluðum eitthvað gúmmelaði og örlitla hollustu í formi grófs brauðs.

Jæja í Nauthólsvíkina fórum við og fundum okkur þetta fína svæði.  farið var í að bera sólarvörn á sig og svo fór ungviðið að leika sér á meðan eldra liðið lá og grillaði sig svona mest megnis.  Þar sem ég er nú ekki mikill sólardýrkandi þá er hægt að segja það að ég er létt grilluð eftir daginn.  Ekki frá því að ég sé svona örlítið aum á öxlunum þrátt fyrir að hafa reynt að forðast slíkt.... Eeen jú gleymdi sú gamla ekki að bera sólarvörn á axlirnar... get því sjálfri mér um kennt.

Í Nauthólsvíkinni sáum við nokkuð skondið, þar var gaur í þessu fína outfiti. Held ég láti mynd fylgja af outfittinu en var nú ekki svo klár að taka mynd af gaurnum sem í Nauthólsvíkinni var.

borat-preview-1untitled

Veit ekki hvað það var sem verið var að gera þarna.  Hvort það var auglýsingagerð, steggjun eða eitthvað slíkt.  En gaurinn sem var nú örlítið huggulegri og minna loðnari en þessi hér á myndunum. Var myndaður í bak og fyrir í ýmsum stellingum.  Einnig hlaupandi í dressman stíl og já þessi sjón vakti mikla kátínu viðstaddra.  Enda ekki oft sem maður sér karlmann í sundfatnaði sem þessum Tounge

 

En jæja nóg blaður í bili, nú er það spurning um að kæla sig niður eftir sólina.  Og hugsa örlítið málið hvað gera skal í kvöld.  Eigið góða helgi öll sömul.  Ta Ta.....


Mig vantar í raun orð til að tjá tilfinningar mínar.....

Þegar ég heyri um atvik sem þetta.  Mér er það með öllu óskiljanlegt hvernig manneskja getur misþyrmt saklausu og varnarlausu dýri.  Á barnaland.is hefur í þónokkurn tíma verið auglýst eftir smáhundi sem týndur var á Akureyri.  Litla krílið fannst ekki þrátt fyrir mikla leit, eigendurnir voru meira að segja búnir að sofa úti í von um að finna hann (á stöðum sem hann hafði sést á).

Forsagan er sú að Lúkas eins og hundurinn hét var nýkominn úr vönun, var vankaður og ringlaður.  Einhvernveginn nær hann að sleppa út og þar með sáu eigendur hans hann ekki aftur, fyrr en hann fannst lífvana þetta grey.  Honum hafði þá einfaldlega verið misþyrmt til dauða af kaldlyndri manneskju. Las það að hundgreyið hefði verið sett í íþróttatösku og svo sparkað í hana þar til allt líf var úr hundinum.  Ég vil ekki fara nánar út í það að segja frá þessu, enda bara lesið mér til frásagnir annara.  En svo virðist sem atburðurinn hafi náðst á eftirlitsmyndavélum á staðnum.

Búið er að nafngreina meintan dýranýðing á netinu, símanúmer, heimilisfang og ýmsar upplýsingar komnar fram.  Hótanir berast á heimasíðunni hans og jáhh fólk er almennt reitt, sem mér finnst ekkert skrítið.  Því að þetta er eitt það ógeðfeldasta sem ég bara hef lesið lengi.  Sjálf vil ég ekki setja þessar upplýsingar hingað inn.  Ekki alveg minn pappír.

En ég vona að sá sem hafði það í sér að murka lífið úr litlu saklausu dýri fái dóm fyrir verknaðinn.  Því miður er það samt svo að dómskerfi Íslands er nú ekki þekkt fyrir það að dæma hart, hvorki fyrir glæpi sem þessa, barnaníð eða morð.  Ótrúlegt en satt.

Það vita þeir sem eiga hunda að þeir tengjast fjölskyldunni miklum tilfinningaböndum og verða oft á tíðum eitt af börnunum.  Viðurkenni sjálf að minn hundur er í raun eins og eitt af mínum börnum, og hann gefur okkur svo ótrúlega mikið með því einu að vera til.  Því skil ég ekki hvernig nokkur manneskja getur framið verknað sem þennan!!

Mynd af Lúkasi litla

lostdoggy

 


Misheppnuð typpastækkun

Úff... þið sem ekki hafði séð eða lesið þetta.... Kíkið...Áts segi nú ekki annað.  Þessi misheppnaða typpastækkun hlýtur bara að hafa verið mjööööög sársaukafullGasp *hrollur*

Er þá ekki bara betra að sætta sig við þann stutta?  Eða prófa frekar pumpurnar sem fást nú í svona "dótabúðum"......jahh ég bara spyr.  Hef svosem ekki mikið vit á þessu enda kvenmaðurTounge


jáhhh.............

Stundum hefur maður bara ekkert að segjaFootinMouth sjáum hvort það rætist eitthvað úr því Cool


Ætli Brit litla Spears taki Björk á orðinu?

Björk "okkar" er sko með hjartað á réttum stað Wink nánar á 69.is


Mömmumúsin orðin 9 ára.....

Þar sem það er komið fram yfir miðnætti og 25. júní runninn upp, þá á hún Aníta Ýr mömmumús eins og hún kallar sjálfa sig 9 ára afmæli.  Reyndar verður hún ekki 9 ára fyrr en 14:59 í dag, en fær snemmbúið afmælisblogg.

  Ótrúlegt að litla barnið mitt skuli hafa stækkað og elst svona fljótt, finnst sem hún sé nýfædd, svo stutt síðan hún fékk fyrstu tönnina, tók fyrstu skrefin, en orðin svona stór og sjálfstæð.  Svo stór og sjálfstæð að núna er hún fyrir norðan hjá Systur minni og eyðir afmælisdeginum fjarri mömmu sinni í fyrsta skiptið, og mömmuhjartað er ósköp lítið núna.

                       Til hamingju með daginn snúllan mín *kossar og knús*

mynd_sZRkjX

                                Læt fylgja með mynd af snúllunni :)

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband