Sunnudagur til sælu... smá hugrenningar í byrjun dags...

Sá mynd í gærkvöldi sem heitir Crach.  Svo sem ekki frásögu færandi nema það að í þessari mynd er einbeitt sér að kynþáttarfordómum í mörgum myndum.  Fordómum hvíta mannsins í garð þess svarta, þess svarta í garð þess hvíta, sem og fordóma í garð kínverja (austurlandabúa), indverja, mexicana og svo framvegis.  Kom nú svolítið við mann að sjá þetta svona, og vakti mann til umhugsunar.  Hvernig ætli fólk af erlendu bergi brotnu, þá sérstaklega litað fólk upplifi fordóma hér á Íslandi?? Ætli það sé mikið um það að fólk lendi í slæmum kynþáttafordómum sem jafnvel hafa áhrif á líf þeirra hér?FootinMouth Maður fer svona að spá.....

Get allavegana sagt það að í stigagangnum mínum hafa búið og búa persónur af ýmsum þjóðernum, austurlandabúar, portúgalir, dökkt fólk (ekki viss hvaðan þau eru) og svo framvegis.  Þetta er hið yndislegasta fólk bara.  Auðvitað einn og einn svartur sauður í hjörðinni, en þannig er það nú líka með alla aðraWink

Jamm Sólrún aðeins að hugsa á sunnudegi.... sit hér með hundinn mér við hlið og er að reyna að koma mér í að rumpa af einhverjum smá hreingerningum hér.  Er barnlaus og jahh eitthvað voðalega löt og léleg. Morgunmaturinn og hádegismaturinn samanstóð af bland í poka sem borðast átti með myndinni í gærkvöldi, pepsi maxi og til að hafa eitthvað hollt með þá tók ég inn spirulinað mitt.....LoL Hefði kannski átt að skella í mig einum af breezerunum sem ég keypti fyrir djammið sem ég nennti svo ekki á, bara svona til að fullkomna óhollustuna í máltíðinniBlush

Spurning um að skella sér bara í laugarnar á eftir, fá kannski smá lit á kroppinn og njóta útsýnissinsTounge Einhver með???


Nú get ég andað léttar....

Úff hvað ég er fegin því að vera búin að sýna hundinn.  Með hjartað á milljón og hundinn ekki alveg að nenna þessu, kláruðum við þetta þó og get bara ekki kvartað yfir hvernig okkur gekk.  Hann fékk semsagt fyrstu einkunn, annað sæti og svo í opnum flokki meistaraefni og þriðja sætiSmile

Stelpurnar fara norður í dag svo að ég hef einn sólarhring barnlaus (stráksi kemur heim á morgun).  Spurning um að gera eitthvað sniðugt af sér í kvöld..... kemur í ljós


Pam með hjartað á réttum stað..

Já ef mig langar til að sýna arfleifð minni sóma og virðingu, þá mun ég opna súlustaðakeðju eins og Pam.  Meina hvað gæti ég gert sem væri meiri sómi og virðing í???Wink
mbl.is Pamela Anderson ætlar að opna súlustaðakeðjuna „Lapland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnið ekki alveg að gera sig....

Lærði það í dag að treysta ekki á eigið minni.  Tími dóttlunnar hjá bæklunarlækninum er ekki í fyrramálið eins og ég var svoooo pottþétt á!  Heldur var hann Í MORGUN þegar ég svaf á mínu grænaWoundering 

Á laugardagsmorgun er ég að fara að sýna hundinn minn á sýningu Hrfi.  Ég get nú ekki sagt að mig hlakki mikið til þar sem ég er nú auli aulanna þegar að svona hlutum kemur.  Þegar ég hugsa út í fyrstu sýninguna þar sem ég sýndi sjálf (já ég er nú ekki sú eina sem man eftir þeim óförum) þá langar mig mest að grafa mig ofan í holu og moka aftur yfirTounge

Jú ég náði s.s. að hella sprite yfir nýþvegna, blásna hundinn minn, varð svona líka klístraður og fínn.  Ákvað að ef ég yrði spurð út í þetta þá væri þetta nú bara hárgelTounge  Jæja svo kom að því að fara með hundinn inn fyrir framan dómarann.  Jú með hjartað á skrilljón gerði ég það nú...............eeeeeeeeen greyið hundurinn náði varla með framlappirnar niður á gólf og var dreginn á eftir eigandanum sem strunsaði í stresskasti allt of hratt með greyið.  Sé greyið fyrir mér sem loðinn flugdreka svona í minningunni.   Það er skemmst frá því að segja að þessi frumraun mín fór ekki velBlush 

 

20060501200902_7Sem betur fer lærir maður af mistökum og seinni skiptin hafa bara gengið glimrandi, jahh að mínu mati allaveganaGrin meina hundurinn hefur fengið að vera með alla fjóra fæturna á jörðinni og farið á sínum hraða.  Nú er bara að krossa fingur og vona að litli prinsinn sýni sínar bestu hliðar Tounge 

Ákvað að skella mynd inn af umræddum prins, að vísu gamalli þar sem ljósmyndarinn hefur ekki staðið sig sem skyldi síðustu mánuðinaBlush

Að lokum.... okkur hérna vantar smá aðstoð, þannig er mál með vexti að 4 stk Ipod eru á heimilinu og enginn kann að sækja sér tónlist og því eru mjög einhæf og í raun leiðinleg tónlist inni á þeim öllum (bara af diskum sem við fundum til hehe).  Ef einhver telur sig geta hjálpað kellu í neyð, þá væri það vel þegið Blush

 


Athyglin.... ekki alveg að gera sig....

Þar sem ég var að tala um aukakíló í síðasta bloggi þá datt mér eitt í hug.  Karlmenn eru svona yfir höfuð þeir sem taka vanalega minnst eftir útlitsbreytingum.  Stundum held ég að ég sé í raun meiri karlmaður en kvenmaðurBlush

Góður vinur minn sem ég hitti mjög reglulega, sagði stoltur við mig fyrir stuttu "Sólrún ég er búinn að léttast um 15 kg frá því við kynntumst" (rúmir 6 mánuðir). 

ÉG: horfi svolítið á hann, jáhh

Hann: Sólrún!! þú hefur ekkert tekið eftir því að ég hef grennst!!

ÉG: Jú jú, skohh, hérna má ég aðeins sjá?

Hann: Sólrún!! Ég trúi þessu ekki!!! Maður þrælar sér út og þú bara tekur ekki eftir neinu!!

Ég: Æji elskan þú ert alltaf jafn sætur skohhJoyful

Hann: Já já reyndu bara að bjarga þér út úr þessu stelpa... er nú samt svolítið sár sko, tekur ekki eftir breytingum...

ÉG: hey ég tók eftir því að þú klipptir þig einu sinni!!!! svaka stolt sko

Hann: já elskan þú ert æði!! dæsir...

Hér eftir mun ég sko grandskoða og fylgjast vel með öllum vinum mínum, svona til þess að klikka ekki á því ef einhverjar breytingar verða á þeim Tounge Megið líka alveg maila eða smsa til mín ef þið vitið af breytingum á einhverjum í kringum mig.... þá get ég brugðist rétt við..Díll???Wink

 


sitt lítið af engu....

Jæja þá er maður búinn að sjá Skrekk hinn þriðja.  Fjölmenntum á myndina og held ég að allir hafi haft gaman afSmile

En já ég er ein af þeim sem mætti nú alveg taka mig á í líkamsræktinni, losa mig við einhver kíló og koma mér í form.  Ég er líka ein af þeim sem er kannski einum of góð við sjálfa mig hehe.  Jú jú þegar ég fer í sund þá syndi ég minn kílómeter en það er held ég bara allt sem ég held ég geti sagt um mína líkamsrækt *hóst*

Nú er málið að bretta upp ermarnar, taka fram hjólapumpuna, hjólið, gönguskóna, línuskautana (hlífarnar, hjálminn og púðann fyrir afturendann) og gera eitthvað í málunum.  Þýðir ekkert að væla yfir spikinu ef maður situr svo á rassgatinu og gerir ekkert í málunum.  Ekki satt?Wink

Í byrjun ágúst er ég víst að fara til spánar með allri stórfjölskyldunni og sé ég fram á að vera eins og hvalur á ströndinni (hvalreki ölluheldur).  Dóttlan mín sagði að við þyrftum nú að fá okkur bikiní til að verða sætar og fínar í sólinni.  Jú jú bikiní skulu þær fá en múttann ætti nú helst að fá sér heilan galla, gæli við svona blautbúning baraGrin 

sexy á ströndinni....


lambakjötið.....og gömlu hrútarnir...

Ákváðum tvær vinkonur að kíkja í sund í kvöld.  Fínt að slaka á í pottinum og skoða útsýnið ;) En mér til mikillar undrunar þá var bara lítið skoðunarhæft svona á mínum aldri :( Fullt af smá guttum og eitthvað af eldri borgurum.....................en eitthvað fór nú lítið fyrir hinum þarna á sem á milli ættu að vera.

Fínt samt sem áður að kjafta frá sér allt vit, fá smá lit í kinnarnar og þreyta krakkagríslana í rennibrautunum.

Annaðkvöld er það svo forsýning á Shrek 3 :D mikil tilhlökkun á þessu heimili, enda sannir Shrek aðdáendur :)


jahá!!!

Ok er það bara ég eða finnst ykkur ekkert hálf sick að sjá lítinn gutta syngja, klæddur eins og hálfgerður pimp og umkringdur hrúgu af fullorðnu kvenfólki???

Hér er myndbandið

Kannski er ég bara orðin svona svakalega forskrúfuð og gamaldags Wink Þarf að fara að skoða uppeldið betur hjá mér, sonurinn er greinilega að fara á mis við mikið miðað við þetta Tounge


Vændi á Íslandi.....

Vændi á íslenskum súludansstöðum??  Verður fróðlegt að sjá hvað starfsmenn íslands í dag báru úr býtum í leynilegri för sinni.


Fyrsta bloggfærslan og kellingin fær munnræpu... ómæ

Jáhh hérna einu sinni þá þóttist ég blogga.  Hef ekki gert slíkt í langan tíma en ákvað að prófa aftur.  Hver veit nema ég hafi barasta gaman af þessu og hafi af og til frá einhverju að segja öðru en að ég hafi nú skellt í þvottavélina, sett í þurrkarann, eldað, farið út með hundinn eða þaðan af skemmtilegra hehe.

 Á þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní saknaði ég eins, ég heyrði aldrei þjóðhátíðarlagið Frown reyndi að raula það í kollinum og fyrir börnin.  En ómæ ég er greinilega farin að ryðga illilega því að ég komst nú ekki langt með lagiðBlush.

 Drösluðum okkur í bæinn og það voru klístruð og þreytt börn sem komu heim með mér um kvöldmatarleitið og mikið varð ég nú sátt að heyra það að tvö að þremur vildu bara alls ekki fara á tónleikana um kvöldið (eins og allir vita þá er það meirihlutinn sem ræður og ég held meira að segja að hundurinn hafi gefið neikvætt svar).

 Annars var mér tjáð að ég væri greinilega orðin ellismellur, allavegana lélegur djammari og algjör letingi.  Því að á laugardagskvöldið þá fékk ég 4 símtöl þar sem verið var að reyna að draga mig á djammið (þar af var eitt frá kunningja mínum sem býr í dk og er í stuttri heimsókn hér heima), eitt símtal þar sem mér var boðið í heimsókn og svo ætlaði nú vinur minn að kíkja í heimsókn á mig.  Til að gera langa sögu stutta þá sat sú gamla heima aaaaaaaaaaaaaalein þegar börnin voru sofnuð og gerði varla neitt.  Ohh helgarnar hjá mér einkennast sko að lífi og fjöriTounge 

 Annars fyrst ég er byrjuð að blaðra.  Þá gerðist nokkuð skondið í vikunni.  Dóttlan mín sem er á 12. ári fékk hvorki meira né minna en tvö ástarbréf þar sem hún var beðin um að byrja með þeim sem sendu bréfin hehe.  Þessir guttar voru báðir búnir að tjá dóttlunni ást sína og komu á hverjum degi og spurðu eftir henni og bróður hennar.  Mér fannst þetta nú svolítið sætt og var smá að grínast með þetta við skottuna.  En nei henni fannst þetta nú ekki par fínt!!! Reif bréfin í tætlur og í ruslið fóru þau!!  En um leið og mér fannst þetta nú sætt þá fékk ég sjokk yfir því hvað "krílin" mín eru að verða stór....... er enn að jafna migPouty

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband