flensupúkinn í heimsókn

Veikindi hér á bæ, annsi svæsin hálsbólga sem hefur kíkt í heimsókn til mín, auk hósta, svima, hita og almenns slappleika.  Aníta Ýr virðist einnig vera að fá svipuð einkenni.  Það er þá bara kúr á næstunni þar til við verðum hressari.

Helgin var snilld.  Bauð slatta af fólki heim á laugardagskvöldið, bauð upp á bollu, jellyshots og bjór...og auðvitað e-ð að narta í.  Stemmningin var æðisleg, eins og svo oft vill verða í svona heimahitting.  Fékk slatta af frábærum og svo misfurðulegum gjöfum.. hehe.. (fólk var ekki að ná því að þetta var ekki afmælispartý).

 Var svo orðin raddlaus þegar leið á kvöldið og drulluslöpp þegar leið á nóttina.  Nú er bara að ná því úr sér.. einn tveir og tíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Vonandi batnar þér og þínum sem allra fyrst !

Anna Gísladóttir, 3.3.2008 kl. 08:25

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Vorkenni þér helling... það er sko sama ástandið á mínu heimili.  Fyrst voru það börnin sem voru veik og núna ég...

Rannveig Lena Gísladóttir, 3.3.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Æææ. ég fékk þetta um daginn. Ég finn til með þér. Leiðinlegt að hafa ekki komist í afmælispartýið. En við tökum okkar tjútt síðar. Góðan bata og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.3.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband