Færsluflokkur: Bloggar
Helgin senn á enda og börnin komin heim. Alltaf gott að fá liðið sitt til baka þó þau hafi nú ekki verið í langan tíma fjarri mér hehe. Annars fór helgin að mest í leti og kúr yfir dvd myndum. Nema hvað að ég tók að mér að passa litlu frænsystkini mín þau Svandísi Kötlu og Birni Smára, Yngvi Freyr kom einnig , en hann flokkast víst ekki undir það að vera lítill lengur þó minni en ég sé (þarf nú ekki mikið til ;)
Ég var nú ekkert alveg viss um að ég myndi ráða við starfið þar sem ég hef bara varla komið nálægt smábörnum frá því mitt yngsta var lítið og það eru nú alveg 10 ár síðan það var. En jú jú við hjúin stóðum okkur bara glimrandi vel held ég, erum allavegana öll á lífi, bæði börnin og við
Ákvað að skella inn nokkrum línum, athuga hvort bloggletin láti sig ekki hverfa.
læt fylgja tvær myndir af mönnunum mínum, ekki annað hægt að segja en að þeir séu ótrúlega myndarlegir báðir tveir
Bloggar | 9.11.2008 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ljúf og góð helgi að baki. Helgi þar sem fjölskyldan bara naut þess að vera heima, slaka á og njóta þess að vera saman. Held að það sé orðið annsi langt síðan ég tók svona letikast hehe. Fór varla út alla helgina, nema bara af illri nauðsyn.
Margt í kollinum á mér sem ég væri til í að segja frá, en ætla að halda þeim hugsunum þar lengur hehe... hver veit nema ýmislegt breytist með tímanum......
Erum búin að taka þá ákvörðun að leita okkur að íbúð í Breiðholtinu aftur. Börnin eru enn í skóla þar, þar eru vinir þeirra og já þar langar okkur öllum frekar að vera en hér í Norðlingaholtinu. Leigan er líka að hækka svo fáránlega, Nálgast óðfluga 200 þúsundin. Bara bull
Óskar og María eignuðust litla prinsessu á föstudaginn, og er Birnir Smári nú orðinn stóri duglegi bróðirinn, og Yngvi Freyr auðvitað orðin enn stærri bróðir. Til hamingju með prinsessuna öll sömul. Og litla prinsessa, til hamingju með fallega nafnið þitt
Þar til síðar... tjá
Bloggar | 15.9.2008 | 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Verslun, rækjuvinnslu, leikskóla, snyrtistofu
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Wedding date, 10.00 BC, Forgetting Sarah Marshall, Grease :P
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Laugarás, Flúðir, Hafnarfjörður, Breiðholt
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
CSI, Law and order, House, Monk
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Þýskaland,Austurríki, Spánn, Danmörk
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)
Facebook, myspace, mbl.is, visir.is
Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:
Á sólarströnd með fjölskyldunni, í rómantískri ferð með kallinum, í bústað, í ræktinni
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
hmms tjahh veit ekki alveg hvern ég ætti að klukka enda kíkja fáir hér inn vegna bloggleti minnar... svo bara þið sem nennið ;)
Bloggar | 7.9.2008 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja viðburðarrík nótt. Endaði með stráksa á landsanum og í aðgerð. Botnlanginn hafði víst sprungið og varð að fjarlægja herlegheitin sem fyrst. Ekki skrítið að hann hafi ekki getað rétt úr sér, hreyft sig eða gert nokkuð.
En jæja.. ætla aftur til kútsins míns...
Bloggar | 29.5.2008 | 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var búin að skrifa heljarinnar bloggfærslu í gær og var voða stolt af því að hafa loksins komið mér í það að láta e-ð hingað inn.
En já, svona stiklur... börnin fóru yfir nótt til pabba síns (fyrsta skiptið í 7-8 mánuði), júróvísjónpartý, bakstursæði, og fleira... man í raun ekki hvað ég skrifaði.
En svona fyrir utan það þá get ég sagt að ég held ég hafi barasta sjaldan verið eins hamingjusöm og núna síðustu mánuðina. Er í sambandi með yndislegum manni sem börnin mín dýrka og eru strax eftir þessa mánuði farin að tala um hann sem fósturföður sinn.
Annars er ég núna að studera ilmkjarnaolíur. Þar sem ég hef verið að nota þær á hana mömmu mína í nuddinu til að athuga hvort ég geti aðeins linað verkina hjá henni. Bölvað helvíti þessi krabbi sem virðist stinga sér svo allt of oft niður í kringum mann.
En jæja nóg í bili... er hálf andlaus enda heima með magakveisu ta ta
Bloggar | 27.5.2008 | 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er það komið á hreint, er að flytja í Norðlingaholtið. Ég og Gilsi erum að reyna að mála íbúðina og svo verður hent sér í flutninga.... HATA flutninga *dæs*
En íbúðin er fín og það verður eflaust fínt að byrja nýtt líf á nýjum stað. Var meira að segja svo dugleg að stytta gardínur algjörlega ein bara þokkalega stolt af sjálfri mér, sérstaklega þar sem þær eru nú barasta jafnar og fínar hehe.
En ætlaði bara að setja inn nokkar línur, svona til að láta vita af mér.... meira síðar þegar ég er komin með netið.
eigið góða helgi
Bloggar | 26.4.2008 | 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja vonandi fer allt að koma á hreint varðandi flutningana. Kannski verðum við bara á fullu í flutningum í næstu viku.... vonandi Samt skrítin tilfinning að vera að fara að flytja. Búin að búa í íbúðinni minni í 10 ár og líður voða vel þar. Er nefnilega eins og heimkær hundur og ótrúlega vanaföst. En ég held barasta að þessir flutningar og breytingar væru af hinu góða. Nýtt líf og nýtt upphaf. En eitt er allavegana víst, að ég mun nýta þessa flutninga í að grisja vel úr draslinu sem ég hef sankað að mér..... ótrúlegt hvað maður getur safnað miklu drasli
En það er greinilegt að það er að koma sumar, börnin farin að skella sér í lautarferðir í Elliðárdalinn og sjást ekki hálfu og heilu dagana. Rocco fær að njóta góðs af og fær að sulla og leika sér í leiðinni. Svo yndisleg lyktin af blautum hundi *hrollur*
En já er í hálfgerðri netpásu eins og er en ákvað að skella inn nokkrum línum. Læt hingað inn eitthvað á næstunni.....vonandi þá um flutninga
Bloggar | 21.4.2008 | 10:54 (breytt kl. 10:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er víst skollin á kreppa og þá er um að gera að reyna að nýta vel hvern eyri sem maður hefur á milli handanna. Í tilefni þess þá kenndi ég börnunum mínum að gera gamaldags og góðan plokkfisk. Mikið eru þau nú stolt að kunna að gera ömmuplokkara núna hehe, enda var þetta víst besti plokkari sem þau höfðu nokkurntíman smakkað.
Það sem kemur mér svo skemmtilega á óvart er það hvað þau eru orðin dugleg að elda. Enda gerist það nokkrum sinnum í viku að þau fá að elda, algjörlega ein eða með minni hjálp. Á þessu heimili er gildir sko samvinna og það vita þau. 8 ára gömul kunni Aníta Ýr algjörlega á þvottavélina, flokkaði þvott eftir lit, setti samviskusamlega í vél, stillti og setti svo af stað. Þetta gera þau öll börnin, sem og að setja í þvottavélina, brjóta saman þvott og fleira í þeim dúr.
Skilst á henni systur minni að við yngri systkinin hefðum nú ekki þurft að gera mikið í æsku, kannski þessvegna sem ég hef snúið dæminu við hehe. Verða þá kannski öflugri en ég í þessum málum
Annars stendur enn yfir íbúðarleit og gengur hún ekki alveg sem skyldi. Vonandi styttist þó í það að við finnum okkur húsnæði og þá helst hér í Breiðholtinu. Annars eru líka vangaveltur um að flytja í Hafnarfjörðinn. Mér líkaði vel að búa þar þegar ég var yngri og Gilsi minn er úr Firðinum og langar auðvitað svolítið þangað aftur.
Nóg héðan í bili Skelli kannski inni línum síðar
Bloggar | 1.4.2008 | 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veikindi hér á bæ, annsi svæsin hálsbólga sem hefur kíkt í heimsókn til mín, auk hósta, svima, hita og almenns slappleika. Aníta Ýr virðist einnig vera að fá svipuð einkenni. Það er þá bara kúr á næstunni þar til við verðum hressari.
Helgin var snilld. Bauð slatta af fólki heim á laugardagskvöldið, bauð upp á bollu, jellyshots og bjór...og auðvitað e-ð að narta í. Stemmningin var æðisleg, eins og svo oft vill verða í svona heimahitting. Fékk slatta af frábærum og svo misfurðulegum gjöfum.. hehe.. (fólk var ekki að ná því að þetta var ekki afmælispartý).
Var svo orðin raddlaus þegar leið á kvöldið og drulluslöpp þegar leið á nóttina. Nú er bara að ná því úr sér.. einn tveir og tíu.
Bloggar | 3.3.2008 | 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara, það er ekkert til að halda. Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki? Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld? Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan ég sit í sófanum. Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem ég lét þig fá? Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil! Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig hvert sem ég fer" Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt" Spurning. Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina? Svar. Hann kaupir 2 kassa af bjór. Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar? Svar. Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið. Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn. Maðurinn spyr guð: "Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?" Guð svarar: "Svo þú myndir elska hana." En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?" Guð svarar: "Svo hún elski þig." |
Bloggar | 23.2.2008 | 15:36 (breytt kl. 15:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)