Prinsessan á bauninni

Áttum ljúfa helgi ég og börninSmile þónokkuð flakk á okkur en svosem lítið merkilegt gert.

En í dag var yfirlýstur prinsessu dagur hjá kellunni á heimilinuTounge Búin að gera neglurnar fínar, nýklippt, nýlituð og jú auvitað reddaði maður lit og plokk.  Til að toppa daginn þá fórum við stelpurnar í Lush (stráksi fæst sko enganvegin til að fara inn í þá verslun) og keyptum okkur baðbomur og yyyyyyyyndislega vellyktandi sápurGrin  Svo að það er spurning um að skella sér í vellyktandi freyðibað í kvöld til að reka endahnút á prinsessudaginn.  Aldrei að vita nema maður finni eitthvað fleira til að dúlla við sig... maður gæti svosem gert táslurnar sætariTounge

En já orðin all stutthærð að mati dætranna (sú eldri var nú búin að segja áður en ég fór.... ekki láta klippa mikið af hárinu!!!), síðast kom ég víst heim of dökkhærð að þeirra mati... aldrei hægt að gera þessum börnum til geðsTounge  Held allavegana að ég sé einhverjum kílóum léttari þar sem ég var komin með þennan svakalega lubba og leyfði henni Hrefnu klippimeistara að ráðast bara á kollinn og poppa hann upp..... mjög svo sáttGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er sko viss um að þú ert svaka fín,nýklippt og lituð,neglurnar fínar og alles  njóttu þess að slaka á og vera fín á prinsessudeginum þínum

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.11.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ú je, þúrt bara flottust sko. Hafðu það gott sweety.

Guðmundur Þór Jónsson, 5.11.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband