.....

Þegar koma mín í þennan heim hafði verið ákveðin, horfði skaparinn á mig og hugsaði.  Hvað gæti ég mögulega gefið þessari stúlku til að bera?

Stærð... gefum henni líkamshæð sem mun verða henni til trafala lengi vel, en hún herðist að lokum hugsaði hann og skellti á mig hæð meðal karlmanns.

Lítið hjarta og litla sál... jahh ekki getur hún fengið vel af öllu stúlkan.  Hún mun þurfa að berjast fyrir því að verja hjarta sitt og það herðir hana líka.

Mikið skap.. Í samræmi við líkamshæðina fær stúlkan mikið skap, hún mun þurfa þess með í framtíðinni.  Hún mun læra að hemja skapið með tímanum þó það verði oft á tíðum erfitt.

Jákvæðni.. hún er ágætis efni í Pollyönnu, athugum hvernig henni reiðir af í þeim  málum.

Þolinmæði.. þar sem ég á nú lítið af þolinmæði núna, þá fær hún lágmarks skammt.  Hún mun nú kannski læra það á lífsleiðinni að umbera og sýna þolinmæði.

Handlagni.. lífsviðurværi hennar mun viðkoma handlagni, einhverja hæfileika verður þessi stúlka nú að hafa.

Barnalán.. jú hún mun nú fjölga mannkyninu með tímanum, gefum henni þrjú stykki.

Góða fjölskyldu.. hún mun fá góða fjölskyldu, það þarf nú gott fólk til að umbera hana á tíðum. 

 

Ef ég ætti ekki góða að núna (og síðasta árið) og yndislegu börnin sem ég á, þá veit ég ekki hvar ég væri stödd.  Litla sálin er illa særð, hjartað illa  kramið, táradalurinn er að fyllast og ég er andlega  búin á því.  Pollyannan í mér reynir að standa með mér, en stundum bara er það henni erfitt.

Ætla að taka mér pásu frá bloggskrifum sem hvort eð er eru annsi þunn og léleg.  En kíki þó blogghringinn reglulega.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

ÆÆ elsku dúlla,ég hélt að allt væri í góðu hjá þér.Ég horfi á þessa ótrúlega glæsilegu og fallegu konu á myndinni og finnst að allt eigi að vera gott hjá þér.Karlkyns ættingji minn fór á síðuna þína í gegnum mína í vikunni og var að tala um þessa fallegu bloggvinkonu mína og fannst ótrúlegt að þú ættir 3 börn en honum fannst þú eins og sambýliskonan hans í aldri en hún er 21  Ég sagði að ég vissi nú ekki aldurinn en þú ættir allavega 12 ára gamla tvíbura.Þú virkar sem sjálfstæð og dugleg kona og ég er viss um að þú ert það.Lukku og gleði til þín sæta

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ skvís ! Er bara að kíkja við og ákvað að gera kvitt,kvitt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

En og aftur á ferðinni  Ég vona að þú hafir það gott skvís

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.11.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ skvís! Ég vona að þú og krakkarnir hafi það sem allra best

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband