Jólagjöfin mín í ár....

 Ekki metin er til fjár... einhverra hluta vegna þá hljómar þessi laglína stöðugt í kollinum á mér þessa dagana.  Kannski vegna þess að þessi jól þá langar mig svosem ekkert mikið í veraldlega hluti.  Það er svo margt annað sem mér finnst svo dýrmætt og væri til í að hljóta að gjöf. En voðalega er maður að verða meir og væminn...öss.. yfir í e-ð annað.

Púslaði jólatrénu mínu saman í kvöld, var búin að gleyma því hvurskonar púsl þetta væri (var sko ekkert sett upp í fyrra, en keypt nýtt árið á undan).  En ofboðslega er þetta tveggja metra háa tré frá skátunum fallegt þegar það er komið upp og búið að breiða úr öllum greinum (tók sko alveg ágætis tíma).  Ákvað að skellta trénu upp þar sem ég er svolíti spes þegar kemur að því að setja seríurnar á tréð.  Ég nefnilega festi hverja og eina peru á nærri því hverja einustu grein.  Þannig að þið getið ímyndað ykkur fjöldann af ljósum sem verður á trénu og tímann sem fer í þetta geðveikislega verk.  Heiti því alltaf að gera þetta aldrei aftur eftir hver jól en fell svo alltaf aftur í þessa fullkomnunaráráttu.  Það nægði ekki einu sinni til þess að koma fyrir mig vitinu þegar fyrrverandi þurfti að klippa nokkrar seríur í sundur þar sem um 12 100 ljósa seríur enduðu í STÓRRI flækjuWoundering

Laumaðist til að líta í gluggann hjá syninum og sá þar bréf til jóla... þar stóð "kæri jólasveinn vilt þú gefa mér flugelda í skóinn?"  Úff ætla rétt að vona að jóli eigi ekkert slíkt í fórum sínumGasp

Já blessuð jólin nálgast víst óðfluga og nóg að gera í snyrtingunum, en ef e-h vantar lit og plokk eða eitthvað smotterí þá ætti nú að vera hægt að redda þvíWink

Jæja eins gott að ofreyna sig ekki svona við fyrstu færslu..... svo bless í bili og hafið það gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er svo ánægð að fá þig aftur skvísa  Þegar að ég sá Sólrún nýtt í bloggvinaborðinu mínu var ég afskaplega ánægð  Já,ég ætla rétt svo að vona að jóli lumi ekki á neinum flugeldum  Þú dugleg að púsla saman jólatré og setja seríu en ég hef aldrei sett saman tré og get ekki ímyndað mér að ég gæti það  En við getum þó oft meira en við höldum  Hafðu það sem best skvísa

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Óskar

Tekur þú að þér nefháraplokkun?

Óskar, 13.12.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Sólrún

Óskar miðað við hárvöxt nasahára hjá þér þá þýðir ekkert annað en að fylla nasirnar af vaxi og kippa......... hvaaa ekkert sárt sko.....

Sólrún, 13.12.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kúl sko. ég sem var búinn að ákveða jólagjöfina þína, en ég hef skipt um skoðun. hafðu það gott sweety.

Guðmundur Þór Jónsson, 13.12.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband