Sitt lítið af......

Fór og hitti lögfræðinginn minn í morgun.  Er ekki frá því að ég hafi komið aðeins bjartsýnni og léttari út en ég fór inn.  Hún er nefnilega hörku kona sem hefur gengið í gegnum svipaða hluti og ég er búin að vera að ganga í gegnum á árinu.  Ég er þess fullviss og ákveðin í því að á nýju ári verði nýtt upphaf og léttara yfir öllu, allavegana þegar líða tekur á árið, þar sem ég veit að upphaf ársins  er uppskrift að frekari leiðindum því miður.

Pabbi barnanna segist staðráðinn í því að fara að sinna þeim betur.  það er bara svo erfitt þegar þau eru svo sár og finnst þeim hafnað.  Fyrir utan það að það er margoft búið að segja það að sambýliskona hans vill helst ekkert af þessum börnum vita og vill ekki fá þau á sitt heimili.  Finnst svo sárt að vita það að einhver hugsi svona til barnanna minna sem eru svo ótrúlega ljúf og góð. Sérstaklega þar sem hún vissi þegar hún fór út í þetta samband að hann átti þessi börn (og að vísu konu en það er annað mál).

Og enn sárara finnst mér að vita að pabbi þeirra hafi mest megnis í rúmt ár leyft henni að stjórna þessu algjörlega.  Langar allavegana að trúa því að hann hafi ekki valið það algjörlega sjálfur að hunsa börnin.  Enda veit ég að þarna innst inni er góður maður, sem því miður er bara ekki alveg í jafnvægi alltaf. Og er ósáttur við þá ákvörðun sem hann tók og enn ósáttari við það að það verður engu breytt.  

Í dag fékk ég Gústu vinkonu og mömmu hennar í snyrtingu til mín.  Þær eru alltaf jafn yndislegar og gaman að fá þær í heimsókn.  Þær færðu mér jólakort sem þær sögðu að ég mætti alls ekki opna fyrr en þær væru farnar af svæðinu.  Ég varð nú örlítið forvitin og jahh þegar þær voru farnar, ég búin að ganga frá og svona þá opnaði ég kortið.  Í kortinu var ásamt ótrúlega fallegum kveðjum 12500 krónur sem þær voru að gefa mérBlush Ég bara á ekki enn orð yfir því hvað þær eru sætar í sér og þær fá enn stærra knús næst þegar ég hitti þær, en  þær fengu í dag.

Fór með börnunum og við keyptum þær gjafir sem eftir voru, það eru tvær gjafir eftir fyrir utan þeirra gjafir það er til afa Péturs og svo föður ömmu og afa þeirra. Bökuðum svo saman smákökur og núna rétt í þessu var ég að klára að baka sykursjokk eins og ég kalla lakkrístoppa (marengstoppa).  Litlu jólin á morgun og börnin verða jú auðvitað að fara með heimabakaðar smákökurCool.

hörku vinnuvika framundan þar sem það verður fullbókað og meira til alla dagana þar sem það eru jú að koma jól og flestar skvísur vilja vera fínar yfir hátíðarnar. 

Passið ykkur að fara ekki yfir um í jólastressinu, njótið þess að vera saman, fá ykkur heitt kakó á röltinu og njóta fallegu ljósanna.

ta ta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Frábært...sem sagt búin að kaupa mína gjöf :D Er ekki byrjaður á jólainnkaupunum og varla byrjaður að skreyta. Jólaandinn er skollinn á þrátt fyrir tímabundið atvinnuleysi. Þetta verða frábær jól!

Óskar, 18.12.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Sólrún

Já jólin verða örugglega bara fín.  Jólagjöfin þín... jú jú hún er þarna einhversstaðar, minnir að hún sé í formi verfærabeltis og setts merkt Bubbi byggir

Sólrún, 18.12.2007 kl. 01:15

3 Smámynd: Þórunn Eva

gangi þér vel á nýju ári....

jólakveðja 

Þórunn Eva , 18.12.2007 kl. 11:53

4 identicon

Gott að heyra að betri tímar blasi við  Skil vel að allar skvísur vilji vera finar um jólin, ég er bara greinilega ekki nógu mikið skvísa til að fatta að það þarf að bóka tíma á snyrtistofum með aðeins meiri fyrirvara en nokkrum dögum svona fyrir jólin  híhíhí

Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 12:57

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Sæl Sólrún sæta  Ég þekki þetta sem þú ert að tala um í sambandi við pabbann og sambýliskonuna,en ég held að svona samband þar sem hinn aðilinn getur ekki sæst á börnin sem að (makinn) á og komið vel fram við þau og leyft eins og núna pabbanum að umgangast börnin sín af ást og virðingu,svoleiðis samband er dauðadæmt.Börnin mín eiga litla systir og þegar að pabbi þeirra bjó með þeirri stúlku að þá var hann hættur að nenna að fá börnin en hún þoldi þau ekki en á endanum sprakk sambandið og auðvita ekki eingöngu útaf þessu en þetta átti stóran hlut í hvernig málin enduðu.Ég veit það að ef að ég ætti kærasta að þá léti ég hann ekki stjórna samskiptum mínum við börnin og hann væri sko ekki velkominn ef að börnin væru það ekki,þess vegna finnst mér oft erfitt að skilja menn sem að taka einhverja konu fram yfir börnin sín og erfitt að bera virðingu fyrir svona einstaklingum. Þú ert frábær Sólrún mín  Mér finnst það segja svo mikið að börnin þín segja að þú sért bestasta mamman  Talandi um þessa lakkrístoppa að þá hef ég sko bakað 2x tvöfaldar uppskriftir af þeim

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.12.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband