Eftir helgi verð ég eins og ofsoðin sveskja.... er það ekki þá sveskjumauk???

Þá er komið að því!!! Hin langþráða bústaðarhelgi Grin mér er sama hvernig veðrið verður... ætla sko að njóta þess að slaka á og hanga í pottinum sama hvernig viðrar.... og ef ég þarf... þá moka ég mér leiðina austur fyrir fjall.... svo ákveðnar erum við vinkonurnar að fara og eiga kósí helgi barnlausar!! Er í fríi frá vinnu á morgun og fyrrpartur dags verður nýttur í að versla inn fyrir helgina og svo um miðjan dag ætlum við að rúlla af stað... og slökkva á símunum þegar á staðinn er komið....  þar sem við skutlumst með börnin hennar Stellu í pössun í leiðinni... þá þarf Gilsi kall að burra sér einn... iss hann er ekkert ósáttur við það þar sem hann getur tjúnað háværu tónlistina sína í botn og gargað með.... öss eitthvað sem mín gömlu eyru þola ekki hehe...

Þeir sem vilja kíkja í pottinn .....velkomnir hehe.... svo er alltaf hægt að skella sér út í snjókast eða eitthvað álíka skemmtilegtWink

Eigið góða helgi... njótið þess að vera til...  KNÚÚÚÚSS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Alltaf gaman að finna gamla kunningja á blogginu...  skemmtu þér súper vel um helgina!

kveðja að norðan, Lena

Rannveig Lena Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég ætla að vona að þú hafir ekki farið að álpast útí þetta veður  Eigðu góða helgi Sólrún mín,hvort sem er í bústaðnum eða holtinu  Smjúttss á þig elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.2.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

og hvernig var svo í bústaðnum? Vona að þið skvísurnar hafið ekki eytt helginni veðurtepptar í einhverjum sæluhúsi

Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband