Svaðilförin mikla....

Ó jú ég fór sko í bústað um helgina... læt sko ekki smá golu og nokkur snjókorn hindra mig í því að fara í langþráða bústaðarferðina.

Ætlunin var að fara snemma af stað á föstudeginum, vorum búnar að versla og já... tilbúnar að finna allt til og ekki eftir neinu að bíða nema að Gilsi yrði búinn að vinna (15:00).  En já orðnar spenntar og alveg að springa úr tilhlökkun yfir að komast í pottinn og liggja í leti... þá fengum við þær fréttir að heiðin væri lokuð.  Ohhh ekkert smá sem við urðum fúlar, en komumst svo að því eftir svolítinn tíma að þrengslin væru opin.. og ákváðum að láta reyna á þau... drifum í að finna allt til... komum börnunum í bílinn og af stað fórum við.  Fengum þær fréttir þegar við vorum að leggja af stað að búið væri að opna heiðina svo að ákveðið var að velja þá leið frekar.

 

En jú haldið var af stað og keyrt yfir heiðina í blindbil og hávaðaroki (en fyrir þá sem beiluðu að koma þá var bara smá gola og nokkrir regndropar). Ferðin yfir heiðina gekk klakklaust og öll leiðin upp á Flúðir gekk eins og smurt.  Þá aftur á móti fór að halla undan fæti.  Við nefnilega vorum að skutla börnunum hennar Stellu í Laxárdal, Þar sem var orðið dimmt og léleg lýsing þarna þá óvart fórum við framhjá beygjunni að bænum.  Uppgötvuðum það eftir nokkra metra og þar sem við vorum á lítilli ferð þá ætluðum við bara að hægja á okkur og bakka.... en nei... bíllinn rann stjórnlaus út af veginum. Enda glæra á veginum og rigning ofan á allt saman.  Sátum þarna fastar úti í vegkanti með þrjú lítil börn og var ákveðið að hringja yfir á bæinn í leit að aðstoð.  Húsbóndinn á heimilinu koma og leit á aðstæðurnar og ákvað að renna eftir reypi og draga okkur aftur upp á veginn. Eitthvað hefur honum litist illa á það ráð sitt þar sem hann hvarf í smá tíma og mætti aftur á svæðið með gröfu sem fylgifisk.. grafan kippti okkur upp á veginn og vorum við þar með frjálsar.  En þá vildi ekki betur til en að pallbíllinn sem annar bjargvættur okkar var á rann stjórnlaus og á bílinn minnFrown Brotinn spegill, dælduð og rispuð farþegahurð og brotið afturljós....

Jæja náðum að skila börnunum af okkur og fengum að heyra það að að öllum líkindum væri ófært væri upp að bústaðnum.  Og að kannski væri nú best fyrir okkur að fá björgunarsveitina til að ferja okkur þangað... nei nei við ætluðum að láta reyna á það að keyra þangað sjálfar.  Gilsi beið eftir okkur uppi á Flúðum og var ákveðið að fara á öðrum bílnum uppeftir og minn bíll valinn þar sem allt dótið og allur maturinn var í honum.. Keyrum uppeftir og jú jú þetta leit ágætlega út.. þar til við snérumst heilan hring á veginum að bústaðnum.. .Þá aulaði Gilsi út úr sér að kannski væri betra að fara á hans bíl þar sem hann væri á nagladekkjum. Var því snúið aftur við að Flúðum og átti að flytja dótið yfir í hans bíl og koma sér svo upp í bústað. 

En nei... Gilsi kall hafði læst bílnum eins og borgarbúa er vön og venja.... en einnig læst lyklana inni í bílnum.  Nú voru góð ráð dýr.  Þar sem ég þekki nú svolítið til á Flúðum þá fórum við í heimsókn til Úlfars (vinar pabba) og kom hann með okkur til að athuga hvort hann gæti ekki aðstoðað okkur í þessum hremmingum.  Eftir smá tíma mætti gamall skólafélagi minn hann Árni á svæðið og eftir svolítið brölt og miklar tilfæringar úti í roki og rigningu þá tókst að opna bílinn.  Ekki var hann Gilsi kátur út í okkur Stellu þar sem við sátum og hlóum mikið af tilfæringum þeirra og klaufaskap, tókkum myndir og höfðum gaman af.

En jú jú nú átti að fara af stað upp í bústað.. þar sem ég var orðin óþreyjufull eftir því að komast í bústaðinn þá keyrðum við á báðum bílunum uppeftir og tókum tilhlaup á brekkuna.  Upp komumst við og fundum loksins bústaðinnn.  Þá kom í ljós að það var torfæra upp að bústaðnum!! Óðum snjó upp að hnjám og duttum alloft þar sem leiðin upp að kofanum var brött og leiðinleg.. það voru því annsi langdregnar og þreytandi ferðirnar sem farnar voru upp.... En að lokum náðum við að koma öllu inn og það voru fegnir ferðalangar sem gengu frá dótinu og reyndu að ná hita í kroppinn.... enda tók ferðin frá upphafi til enda AÐEINS 5 KLUKKUTÍMA!!

Restin af helginni var yndisleg... pottalega, kúr yfir dvd, hlátur og kósíheit Smile

Þó svo að allir hinir hafi beilað vegna veðurs.. þá áttum við þrjú YNDISLEGA helgi og höfðum mikið gaman af..

En eitt er víst... næst verður sko veðurspáin skoðuð vel (langtímaspáin) og kannski annar árstími valinn haha...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

VÓ,það er aldeilis svaðilför sem þið fóruð í  Ekki datt mér í hug að þú hefðir látið þig hafa það að fara,en smá snjókorn og vindur stoppa greinilega ekki bústaðarholic eins og þig  En það er fyrir öllu að þið skemmtuð ykkur vel og komist nokkurn vegin klakklaust úr þessari háskaför  Eigðu góða viku Sólrún mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband