Jólagjöfin mín í ár....

 Ekki metin er til fjár... einhverra hluta vegna þá hljómar þessi laglína stöðugt í kollinum á mér þessa dagana.  Kannski vegna þess að þessi jól þá langar mig svosem ekkert mikið í veraldlega hluti.  Það er svo margt annað sem mér finnst svo dýrmætt og væri til í að hljóta að gjöf. En voðalega er maður að verða meir og væminn...öss.. yfir í e-ð annað.

Púslaði jólatrénu mínu saman í kvöld, var búin að gleyma því hvurskonar púsl þetta væri (var sko ekkert sett upp í fyrra, en keypt nýtt árið á undan).  En ofboðslega er þetta tveggja metra háa tré frá skátunum fallegt þegar það er komið upp og búið að breiða úr öllum greinum (tók sko alveg ágætis tíma).  Ákvað að skellta trénu upp þar sem ég er svolíti spes þegar kemur að því að setja seríurnar á tréð.  Ég nefnilega festi hverja og eina peru á nærri því hverja einustu grein.  Þannig að þið getið ímyndað ykkur fjöldann af ljósum sem verður á trénu og tímann sem fer í þetta geðveikislega verk.  Heiti því alltaf að gera þetta aldrei aftur eftir hver jól en fell svo alltaf aftur í þessa fullkomnunaráráttu.  Það nægði ekki einu sinni til þess að koma fyrir mig vitinu þegar fyrrverandi þurfti að klippa nokkrar seríur í sundur þar sem um 12 100 ljósa seríur enduðu í STÓRRI flækjuWoundering

Laumaðist til að líta í gluggann hjá syninum og sá þar bréf til jóla... þar stóð "kæri jólasveinn vilt þú gefa mér flugelda í skóinn?"  Úff ætla rétt að vona að jóli eigi ekkert slíkt í fórum sínumGasp

Já blessuð jólin nálgast víst óðfluga og nóg að gera í snyrtingunum, en ef e-h vantar lit og plokk eða eitthvað smotterí þá ætti nú að vera hægt að redda þvíWink

Jæja eins gott að ofreyna sig ekki svona við fyrstu færslu..... svo bless í bili og hafið það gott.


.....

Þegar koma mín í þennan heim hafði verið ákveðin, horfði skaparinn á mig og hugsaði.  Hvað gæti ég mögulega gefið þessari stúlku til að bera?

Stærð... gefum henni líkamshæð sem mun verða henni til trafala lengi vel, en hún herðist að lokum hugsaði hann og skellti á mig hæð meðal karlmanns.

Lítið hjarta og litla sál... jahh ekki getur hún fengið vel af öllu stúlkan.  Hún mun þurfa að berjast fyrir því að verja hjarta sitt og það herðir hana líka.

Mikið skap.. Í samræmi við líkamshæðina fær stúlkan mikið skap, hún mun þurfa þess með í framtíðinni.  Hún mun læra að hemja skapið með tímanum þó það verði oft á tíðum erfitt.

Jákvæðni.. hún er ágætis efni í Pollyönnu, athugum hvernig henni reiðir af í þeim  málum.

Þolinmæði.. þar sem ég á nú lítið af þolinmæði núna, þá fær hún lágmarks skammt.  Hún mun nú kannski læra það á lífsleiðinni að umbera og sýna þolinmæði.

Handlagni.. lífsviðurværi hennar mun viðkoma handlagni, einhverja hæfileika verður þessi stúlka nú að hafa.

Barnalán.. jú hún mun nú fjölga mannkyninu með tímanum, gefum henni þrjú stykki.

Góða fjölskyldu.. hún mun fá góða fjölskyldu, það þarf nú gott fólk til að umbera hana á tíðum. 

 

Ef ég ætti ekki góða að núna (og síðasta árið) og yndislegu börnin sem ég á, þá veit ég ekki hvar ég væri stödd.  Litla sálin er illa særð, hjartað illa  kramið, táradalurinn er að fyllast og ég er andlega  búin á því.  Pollyannan í mér reynir að standa með mér, en stundum bara er það henni erfitt.

Ætla að taka mér pásu frá bloggskrifum sem hvort eð er eru annsi þunn og léleg.  En kíki þó blogghringinn reglulega.

 

 


12 ára gullmolar

Picture 811

Aron Pétur og Áróra Lind eru 12 ára í dag.  Ótrúlegt að litlu krílin mín séu orðin svona gömul.  Bara alveg við það að ná mér í aldriTounge 

Til hamingju með daginn elskurnar mínar  *kossar og knús*


Afhverju er.....

gengið úr Allt í drasli ekki mætt á svæðið??? Þarf ég virkilega að fara að taka sjálf til???Pouty


take a bite.......

Veit ekki hvort ég komi til með að borða banana í framtíðinni án þess að minnast þessa hérna.........

perfect

Tounge


gott eintak í dótakassann??

Ok þegar manni leiðist þá fer maður að skoða ýmislegt á netinu... í kvöld datt ég niður á ansi skondið kynlífshjálpartæki og skelli linknum hér inn..

Keilan  haha... ok ég er kannski bjáni en vá hverni datt einhverjum í hug að finna þetta upp?  Hmm kannski ég prófi að setjast á þessa fínu keilu hérna!!!! *bling*ljósapera*bling* Meira að segja tekið fram að þar sem hönnunin sé svo snilldarleg þá sé engin þörf fyrir að fela leikfangið þegar amma gamla kíkir í heimsókn.... Mmmm sé ömmu gömlu fyrir mér handfjatla keiluna... "heyrðu elskan hvað á þetta annars að gera?"

18-9-2007-707


kósíhelgi...

Átti hreint og beint yndislega helgi með börnunum í bústað.  Held ég hafi ekki sofið eins mikið í ár og öld og já við bara nutum þess að vera á kósí náttbuxum, kúra yfir dvd, spila, teikna, fara í pottinn svo eitthvað sé nefnt.  Komum endurnærð og fersk til baka.  Síminn var stilltur á hljóðlaust um helgina og ekki mikið gert af því að líta á hann.

Nú er að fara að kíkja almennilega á íbúðarmálin, koma þeim málum á hreint fyrir fullt og allt.  Nýtt upphaf...... kominn tími til.

Stutt eftir af árinu og vonandi verður allt komið á hreint áður en því lýkur.

 


Góða helgi

Áður en ég af vissum ástæðum verð algjörlega veik á geði og fer yfirum... þá er ég farin með liðið mitt í bústað yfir helgina.

Eigið góða helgi öll sömul.


Prinsessan á bauninni

Áttum ljúfa helgi ég og börninSmile þónokkuð flakk á okkur en svosem lítið merkilegt gert.

En í dag var yfirlýstur prinsessu dagur hjá kellunni á heimilinuTounge Búin að gera neglurnar fínar, nýklippt, nýlituð og jú auvitað reddaði maður lit og plokk.  Til að toppa daginn þá fórum við stelpurnar í Lush (stráksi fæst sko enganvegin til að fara inn í þá verslun) og keyptum okkur baðbomur og yyyyyyyyndislega vellyktandi sápurGrin  Svo að það er spurning um að skella sér í vellyktandi freyðibað í kvöld til að reka endahnút á prinsessudaginn.  Aldrei að vita nema maður finni eitthvað fleira til að dúlla við sig... maður gæti svosem gert táslurnar sætariTounge

En já orðin all stutthærð að mati dætranna (sú eldri var nú búin að segja áður en ég fór.... ekki láta klippa mikið af hárinu!!!), síðast kom ég víst heim of dökkhærð að þeirra mati... aldrei hægt að gera þessum börnum til geðsTounge  Held allavegana að ég sé einhverjum kílóum léttari þar sem ég var komin með þennan svakalega lubba og leyfði henni Hrefnu klippimeistara að ráðast bara á kollinn og poppa hann upp..... mjög svo sáttGrin


.......

pikk...þurrka út.....pikk.....þurrka út.... pikk..... þurrka enn meira út........

 

Mikið er ég fegin því að það er að koma helgarfríJoyful Heiladauði og þreyta í hámarki hér....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband